Fara í efni

Bæjarráð

818. fundur 07. september 2023 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Eyþór H. Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Röðull Reyr Kárason
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Innviðaráðuneyti frá 1. september 2023

2308245

Í bréfinu vekur Innviðaráðuneytið athygli á að hvítbók um húsnæðismál er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 4. september nk.



Einnig er vakin athygli á Húsnæðisþingi 2023 sem haldið verður miðvikudaginn 30. ágúst nk.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneyti frá 1. september 2023

2309032

Í bréfinu vekur Mennta- og barnamálaráðuneytið athygli á að til standi að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir, sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2023 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Lagt fram til kynningar og bæjarráð vísar erindinu til fræðslu-og velferðarnefndar.

3.Bréf frá Innviðarráðuneyti frá 5. september 2023

2309041

Í bréfinu vekur Innviðarráðuneytið athygli á málstefnu sveitarfélaga m.t.t. 130. gr. sveitarstjórnalaga um málstefnu sveitarfélaga.
Bæjarráð þakkar Innviðaráðuneyti fyrir hvatninguna og felur bæjarstjóra að skoða erindið.

4.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 21. ágúst 2023

2308244

Í bréfinu kynnir Innviðarráðuneytið til samráðs mál nr. 151/2023 - Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga. Umsagnafrestur var til og með 1. september.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Ríkiskaupum frá 4. september 2023

2309034

Í bréfinu kynnir Ríkiskaup rammasamning um raforku.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Innviðarráðuneyti frá 4. september 2023

2309033

Í bréfinu er boðað á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélag sem haldinn verður miðvikudaginn 20. september nk. á Hilton Reyjavík Nordica kl. 16:00.
Geir Sveinsson bæjarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

7.Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands frá 17. ágúst 2023

2308239

Í bréfinu er rætt um verkefnið Göngum í skólann en það er sett í sautjánda sinn miðvikudaginn 6. september 2023.
Bæjarráð hvetur skólastjórnendur í Hveragerði til að kynna verkefnið fyrir foreldrum og forráðamönnum auk þess sem verkefnið verður kynnt fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Bréf frá Stígamótum frá 30. ágúst 2023

2309039

Í bréfinu óska Stígamót eftir fjárstuðningi frá Hveragerðisbæ vegna ársins 2024.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 120.000.- líkt og undanfarin ár.

9.Bréf frá Leikfélagi Hvergerðinga frá 22. júlí 2023

2308242

Í bréfinu óskar Leikfélag Hveragerðis eftir niðurfellingu á sorpgjöldum á gámastöð vegna framkvæmda hjá Leikfélaginu.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Leikfélags Hveragerðis og felur umhverfisfulltrúa að vinna málið með Leikfélaginu.

10.Bréf frá Veiðifélagi Varmár og Þorleifslækjar ódagsett

2308246

Í bréfinu er rædd ályktun aðalfundar Veiðifélagsins Varmár og Þorleifslækjar frá 5. júlí sl. um að gripið verði til tafarlausra aðgerða að hálfu Hveragerðisbæjar, sem koma í veg fyrir að frárennsli bæjarins mengi frekar Varmá og Þorleifslæk.
Bæjarráð vill koma því á framfæri að bæjarstjóri hefur nú þegar skilað aðgerðaráætlun vegna frárennslisstöðvar til Heilbrigðiseftirlits eða 30. júní síðastliðinn. Bæjarráð leggur mikla áherslu á gott samstarf við hagsmunaaðila í þessum krefjandi aðstæðum og áttu fulltrúar Hveragerðisbæjar fund með fulltrúum veiðifélagsins í gær 6. september og er unnið að samkomulagi um að bæta félaginu það tjón sem orðið hefur vegna lokunar árinnar.

11.Bréf frá Hrafni A. Harðarsyni, Elísabetu K. Jökulsdóttur, Normu E. Samúelsdóttur og Pjetri Hafstein Lárussyni frá 21. ágúst 2023

2308243

Í bréfinu er óskað eftir stuðningi Hveragerðisbæjar við að koma upp Ljóðakassa í bænum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að veita umbeðinn styrk að upphæð 100.000 kr.

12.Bréf frá Gestnýju Rós Guðrúnardóttir frá 31. ágúst 2023

2309031

Í bréfinu er hvatning til Hveragerðisbæjar að útvega námsmönnum aðstöðu í Hveragerði.
Bæjarráð tekur mjög jákvætt í erindið en þess má geta að einkaaðilar hafa sýnt því mikinn áhuga að koma slíkri þjónustu upp hér í Hveragerði á næstu árum. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna þá möguleika sem eru í stöðunni og þá sérstaklega með hliðsjón af þeim tillögum sem koma fram í erindinu.

13.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi - Bjórhátíðin í Hveragerði

2309042

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Einfalt ehf, kt. 521016-1830, Borgarhrauni 4, 810 Hveragerði um tækifærisleyfi til sölu áfengis að Þelamörk 29, 810 Hveragerði í tilefni Bjórhátíðar 6. - 8. október 2023.
Bæjarráð gerir engar athugasemdir.

14.Lóðaúthlutun við Varmá

2309040

Fyrir fundinum liggja 16 umsóknir um lóðirnar Álfafell 1 - 3, Álfafell 4, Álfafell 5, Álfaklettur 1 - 3, og Álfaklettur 2 - 6. Alls bárust 30 umsóknir. Aðstoðarmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda. Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.



Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað einbýlishúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða:
Álfafell 4 - Kristín Steinþórsdóttir og Álfafell 5 Emil Fannar Þorvaldsson.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað raðhúsalóð í samræmi við reglur um úthlutun lóða:
Álfafell 1 - 3 - Runólfur Þór Jónsson, Álfaklettur 1 - 3 Linda Mist Ómarsdóttir og Álfaklettur 2 - 6 Kristinn Hólm Runólfsson.

Til vara voru dregnir eftirtaldir:

Álfafell 1 - 3 Arnar Hrafn Kristinsson, Álfaklettur 1 - 3 Arnar Hrafn Kristinsson og Álfaklettur 2 - 6 EEV - framkvæmd og ráðgjöf og Runólfur Þór Jónsson.

Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

15.Opnun tilboða Leikskólinn Óskaland, Jarðvinna

2308241

Opnun tilboða í verkið "Leikskólinn Óskaland - Jarðvinna" fór fram föstudaginn 25. ágúst 2023, kl. 11:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20. Alls bárust fimm tilboð í verkið. Hverafell ehf 47.534.600 kr., SS verktakar ehf (tilboð b) 43.510.000 kr., SS verktakar ehf (tilboð a) 45.910.000 kr., Jarðtækni ehf 25.442.000 kr. og Aðalleið ehf 21.590.000 kr. Kostnaðaráætlun var 33.700.000 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðanda Aðalleið ehf. verði tekið enda uppfylli tilboð fyrirtækisins skilyrði útboðsgagna.

16.Skrifleg svör frá bæjarstjóra vegna fyrirspurna fulltrúa D-listans frá 815. bæjarráðsfundi

2309044

Lagt fram svar bæjarstjóra vegna fyrirspurna á 815. bæjarráðsfundi 17. ágúst 2023 frá Öldu Pálsdóttur fulltrúa D - listans um minnisblað bæjarstjóra vegna aðstöðu til íþróttaiðkunar í Hveragerði.
Fyrirspurnum minnihlutans var munnlega svarað á fundinum 17. ágúst sl. þar sem jafnframt var bókað að skrifleg svör yrðu lögð fram á þessum fundi og eru þau lögð hér fram því til samræmis.

17.Skrifleg svör frá bæjarstjóra vegna fyrirspurna fulltrúa D-listans frá 817. bæjarráðsfundi

2309043

Lagt fram svar bæjarstjóra vegna fyrirspurna á 817. bæjarráðsfundi 30. ágúst 2023 frá Öldu Pálsdóttur fulltrúa D - listans um minnisblað bæjarstjóra vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland.
Fyrirspurnum minnihlutans var munnlega svarað á fundinum 30. ágúst sl. þar sem jafnframt var bókað að skrifleg svör yrðu lögð fram á þessum fundi og eru þau lögð hér fram því til samræmis.

18.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað

2308007

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Einfalt ehf kt. 521016-1830 Breiðumörk 2, fasteignanúmer:221-0062 um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.
Bæjarráð samþykkir leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað m.t.t. staðfestingar byggingarfulltrúa Hveragerðis um eftirfarandi:
1) Starfsemi er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála.
2) Lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu.
3) Afgreiðslutími og staðsetning er í samræmi við kröfur sveitarfélagsins.
4) Starfsemi er í samræmi við ákvæða laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli.
5) Kröfum um brunavarnir hefur verið fullnægt, var tekið út í lokaúttekt.

Einnig eru fyrirliggjandi jákvæðar umsagnir án athugasemda frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Brunavörnum Árnessýslu.

19.Minnisblað frá Fræðslu- og Velferðarsviði Hveragerðis

2308240

Lagt fram minnisblað frá fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis sem leggur til að bókasafnskort verði gjaldfrjáls fyrir einstaklinga með fjárhagsaðstoð til framfærslu í Hveragerði ásamt því að fá allt að 10 skipti á mánuði gjaldfrjálst í sundlaug bæjarins.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til deildarstjóra fræðslu- og velferðasviðs að vinna erindið áfram.

20.Verkfundur Hólmabrún frá 15. ágúst

2308234

Fundargerðin samþykkt.

21.Verkfundargerð Breiðamörk frá 16. ágúst 2023

22.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 29. ágúst 2023

23.Fundargerð Bergrisans frá 9. júní 2023

2308236

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerð Bergrisans frá 12. júní 2023

2308237

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerð Bergrisans frá 12. júlí 2023

2308238

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?