Fara í efni

Bæjarráð

815. fundur 17. ágúst 2023 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður
  • Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Geir Sveinsson bæjarstjóri
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Helgu Dögg Sverrisdóttir ódagsett

2308025

Í bréfinu óskar Helga Dögg Sverrisdóttir eftir svörum bæjarfélaga um málefni trans-fólk og notkun þeirra á búningsklefum í íþróttamannvirkjum á vegum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til Velferðar- og fræðslunefndar.

2.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna aðstöðu til íþróttaiðkunar í Hveragerði

2308050

Minnisblað frá Geir Sveinssyni bæjarstjóra frá 15. ágúst um bætta aðstöðu til íþróttaiðkunar í Hveragerði.
Fulltrúi D-listans óskar eftir að fá skrifleg svör við eftirfarandi spurningum:

a.
Markmið að bæta aðstöðuna þýðir væntanlega framkvæmdir en ekki viðgerðir eins og nefndar eru í þessu minnisblaði.
b.
Vélamiðstöð er nýtt nafn sem ég hef ekki heyrt hjá okkur. Erum við búin að breyta nafni áhaldahúss?
c.
Íþróttaaðastaða fyrir deildir verði áfram leigð og tímum fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Hafa farið fram viðræður, ef já við hvaða sveitarfélög? Um hvaða tíma erum við að tala? Í hvaða húsum?
d.
Akstur til og frá æfinga. Hvaðan og hvert fer þessi akstur? Á hvaða tímum og fyrir hvaða aldur?
e.
Leitað verði leiða í samstarfi við Hamar að efla og bæta aðstöðu til styrktarþjálfunar. Hvað þýðir þessi setning? Hvaða aðstöðu á að efla og bæta?
f.
Endurnýjaður samningur við Hamar. Hvaða áherslubreytingar er verið að tala um?
g.
Ráðinn verður framkvæmdastjóri til Hamars í fullt starf. Er ætlunin að starfsmaðurinn verði starfsmaður Hveragerðisbæjar eða fær félagið aukinn styrk til að ráða starfsmann?
h.
Varamannaskýli við gervigrasvöll 2024. Hvaða gervigrasvöll er verið að tala um hér?
i.
Kostnaður árið 2023 rúmast að mestu leiti innan fjárhagsáætlunar. Hvaða krónutala er á þessari viðhaldsvinnu.
j.
Á síðasta bæjarráðsfundi tilkynntu O- og B-listi að Hveragerðisbær ætlar að leigja iðnaðarbil í Vorsabæ til innanhúss íþróttaæfinga. Hvaða hús er þetta? Í eigu hvers? Er búið að ganga frá samningum?

Spurningum fulltrúa D - listans var svarað munnlega en bæjarstjóra falið að svara spurningunum skriflega á fundi bæjarráðs, 07.09.2023.


Bæjarráð samþykkir að fara í þær breytingar sem rætt er um í minnisblaði bæjarstjóra.
Kostnaður sem fellur til á árinu 2023 rúmast að mestu leyti innan fjárhagsáætlunar ársins 2023. Verði um aukinn kostnað að ræða síðar verður það tekið sérstaklega upp þegar sá kostnaður er þekktur.



3.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi Tónræktin

2308022

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktin ehf kt. 610404-2780, Dynskógum, um tækisfærisleyfi til sölu áfengis að Skólamörk 2, 810 Hveragerði í tilefni Blómstrandi daga 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina að öðru leyti en að leyfið verði ekki veitt fyrr en eftir að barnaskemmtun lýkur, líkt og samþykkt var á síðasta bæjarráðsfundi þar sem sótt var um vegna Lystigarðs.

4.Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar 2023

2308024

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Einars Þórs Bárðarsonar kt. 1803723939, Birkiás 33, 210 Garðabær tækisfærisleyfis fyrir Útihátíð 17. ágúst frá kl. 20:00 til kl. 18:00 þann 20. ágúst í tilefni Blómstrandi daga 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2308010

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024. Um endurnýjun á umsókn er að ræða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknar. Stefnt er að því að taka umsóknina fyrir að nýju á fundi bæjarráðs mánudaginn 21.08.2023 kl. 15:30

6.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2308011

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024. Um endurnýjun á umsókn er að ræða.
Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknar. Stefnt er að að taka umsóknina fyrir að nýju á fundi bæjarráðs mánudaginn 21.08.2023 kl. 15:30 .

7.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2308031

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024. Um endurnýjun á umsókn er að ræða.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2023-2024 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

8.Afturköllun á ákvörðun um umsókn skólavistar utan lögheimilissveitarfélags

2306074

Hugsanleg afturköllun ákvörðunar bæjarráðs frá 4. júlí sl. vegna nýrra gagna um að veita nemanda með lögheimili í Hveragerði leyfi til að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024.



Inná fundinn undir þessum lið, mættu Elfa Birkisdóttir, deildarstjóri fræðslusviðs og Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur.





Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins. Stefnt er að því að taka málið fyrir á aukafundi bæjarráðs mánudaginn 21.08. 2023 kl. 15:30.

9.Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

2308032

Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024 eða á meðan beðið er eftir plássi í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir umsóknina þar til barnið kemst inn á leikskóla í Hveragerði.

10.Yfirlit um rekstur Hveragerðisbæjar janúar - júní 2023, fjárfestingar og greidda staðgreiðslu

2308027

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2023 ásamt yfirliti um fjárfestingar og greidda staðgreiðslu.
Lagt fram til kynningar.

11.Verkfundargerð Grunnskólinn í Hveragerði 15 ágúst 2023

2308030

Fundargerðin samþykkt.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni síðunnar?