Bæjarráð
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Álit innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu Hveragerðisbæjar
2308006
Lagt fram álit innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur, Njarðar Sigurðssonar og Sigrúnar Árnadóttur vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við framkvæmd sveitarstjórnarfundar sem haldinn var 14. október 2021.
Niðurstaða ráðuneytisins er að málefnið var nægilega tilgreint í fundarboði, sbr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn væri heimilt væri að taka það upp á umræddum fundi og taka ákvörðun í málinu. Að mati ráðuneytisins ber hins vegar að túlka 2. mgr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga með þeim hætti að gera þarf strangar kröfur til þess að nægileg gögn séu til staðar fyrir alla sveitarstjórnarmenn til að ákvörðun sé lögmæt. Að mati ráðuneytisins gætti sveitarfélagið ekki að því að láta fylgja með þau gögn sem nauðsynleg voru til að allir sveitarstjórnarmenn gætu tekið upplýsta afstöðu í málinu. Þá er það einnig niðurstaða ráðuneytisins að annmarkinn við ákvörðunina hafi verið verulegur. Að mati ráðuneytisins eru þó til staðar veigamikil rök sem mæla gegn því að hin umrædda ákvörðun sé ógildanleg og mun ráðuneytið því ekki horfa til heimildar 114. gr. sveitarstjórnarlaga um að fella úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins.
Beinir ráðuneytið því að sveitarfélaginu að huga að þeim atriðum sem hér hafa verið rakin. Eins og fram kemur í upphafi þessa bréfs barst ráðuneytinu upphaflega kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins hinn 6. desember 2021. Hefur meðferð þessa máls dregist verulega vegna fjölda kvartana og ábendinga sem ráðuneytinu berast á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga og vegna mikilla anna í ráðuneytinu og beðist er velvirðingar á því. Að öðru leyti telst málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.
Niðurstaða ráðuneytisins er að málefnið var nægilega tilgreint í fundarboði, sbr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn væri heimilt væri að taka það upp á umræddum fundi og taka ákvörðun í málinu. Að mati ráðuneytisins ber hins vegar að túlka 2. mgr. 15. gr. sveitarstjórnarlaga með þeim hætti að gera þarf strangar kröfur til þess að nægileg gögn séu til staðar fyrir alla sveitarstjórnarmenn til að ákvörðun sé lögmæt. Að mati ráðuneytisins gætti sveitarfélagið ekki að því að láta fylgja með þau gögn sem nauðsynleg voru til að allir sveitarstjórnarmenn gætu tekið upplýsta afstöðu í málinu. Þá er það einnig niðurstaða ráðuneytisins að annmarkinn við ákvörðunina hafi verið verulegur. Að mati ráðuneytisins eru þó til staðar veigamikil rök sem mæla gegn því að hin umrædda ákvörðun sé ógildanleg og mun ráðuneytið því ekki horfa til heimildar 114. gr. sveitarstjórnarlaga um að fella úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins.
Beinir ráðuneytið því að sveitarfélaginu að huga að þeim atriðum sem hér hafa verið rakin. Eins og fram kemur í upphafi þessa bréfs barst ráðuneytinu upphaflega kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins hinn 6. desember 2021. Hefur meðferð þessa máls dregist verulega vegna fjölda kvartana og ábendinga sem ráðuneytinu berast á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga og vegna mikilla anna í ráðuneytinu og beðist er velvirðingar á því. Að öðru leyti telst málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.
Lagt fram til kynningar.
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Þann 6. desember 2021 sendu þrír bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kvörtun til innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis 14. október 2021. Ákveðið var að leggja fram kvörtun til ráðuneytisins vegna þess að skýrar vísbendingar voru um að stjórnsýsla bæjarins varðandi ákvörðun um byggingu leikskólamannvirkja í Hveragerði, sem teknar voru á fundinum, væri í andstöðu við lög. Auk þess töldu bæjarfulltrúarnir að nauðsynlegt væri að fá álit ráðuneytisins á þessu máli þar sem mikilvægt væri að meirihluti sveitarstjórnar á hverjum tíma viðhafi vandaða stjórnsýslu og fylgi þeim lögum og reglum sem stjórnsýslunni eru settar. Það er jafnframt mikilvægt lýðræðinu að allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar hafi aðgang að sömu upplýsingum sem varða mál sem tekin eru fyrir á sveitarstjórnarfundum og geti tekið upplýsta afstöðu um mál en meginástæða kvörtunarinnar var að engin gögn lágu fyrir um málið á fundi bæjarstjórnar.
Eftir yfirferð á gögnum málsins taldi ráðuneytið málsatvik vera með þeim hætti að tilefni væri til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til skoðunar og gefa álit á málinu. Rétt er að geta þess að ráðuneytinu er ekki skylt að taka til meðferðar allar ábendingar um vanhöld í stjórnsýslu sveitarfélaga sem berast. Meðal þeirra atriða sem ráðuneytið lítur til er hvort vísbendingar séu um að stjórnsýsla sveitarfélags stangist á við lög, hversu miklir þeir hagsmunir eru sem málið varðar, hversu langt er um liðið frá því að atvik málsins áttu sér stað og hversu mikil réttaróvissa er á því sviði sem málið varðar, þ.e. hvort þörf er á leiðbeiningum ráðuneytisins.
Niðurstaða á athugun ráðuneytisins í þessu efni er að málefnið hafi verið nægilega tilgreint í fundarboði en að ekki hafi verið gætt að því að nægileg gögn lægu fyrir fundinum til þess að bæjarfulltrúar gætu tekið upplýsta ákvörðun um málefnið og er það í andstöðu við sveitarstjórnarlög. Telur ráðuneytið að þessi annmarki sé verulegur. Þó telur ráðuneytið að veigamikil rök hnígi að því að sú ákvörðun sem var tekin á fundinum skuli ekki ógild. Í þessu efni er rétt að líta til þess að bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar lögðu fram tillögu á umræddum bæjarstjórnarfundi í október 2021 um að fresta ákvörðunartöku um nokkra daga til aukabæjarstjórnarfundar svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér gögn málsins og tekið upplýsta ákvörðun um málið. Því hafnaði þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins með þeim rökum að mikilvægt væri að hraða málinu og að hönnun leikskólamannvirkja færi af stað „nú þegar“ eins og það var orðað í bókun Sjálfstæðisflokksins. Það vakti því nokkra furðu þegar núverandi meirihluti tók við stjórn Hveragerðisbæjar í júní 2022 og í ljós kom að hönnun á nýjum leikskóla hafði ekki enn verið sett af stað, en átta mánuðum áður var ekki hægt að fresta ákvörðun um það sama um nokkra daga því flýta þurfti ákvörðun um uppbyggingu leikskólamannvirkja.
Hveragerðisbær tekur niðurstöður og ábendingar innviðaráðuneytisins til greina. Það er mikilvægt að meirihluti bæjarstjórnar hverju sinni viðhafi vönduð vinnubrögð, sjái til þess að mál séu nægilega upplýst til að allir bæjarfulltrúar, ekki síst bæjarfulltrúar minnihluta, geti tekið upplýstar ákvarðanir og nauðsynlegur hluti þess er að nægileg gögn fylgi með fundarboðum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Meirihlutinn lagði fram eftirfarandi bókun:
Þann 6. desember 2021 sendu þrír bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar kvörtun til innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks á fundi bæjarstjórnar Hveragerðis 14. október 2021. Ákveðið var að leggja fram kvörtun til ráðuneytisins vegna þess að skýrar vísbendingar voru um að stjórnsýsla bæjarins varðandi ákvörðun um byggingu leikskólamannvirkja í Hveragerði, sem teknar voru á fundinum, væri í andstöðu við lög. Auk þess töldu bæjarfulltrúarnir að nauðsynlegt væri að fá álit ráðuneytisins á þessu máli þar sem mikilvægt væri að meirihluti sveitarstjórnar á hverjum tíma viðhafi vandaða stjórnsýslu og fylgi þeim lögum og reglum sem stjórnsýslunni eru settar. Það er jafnframt mikilvægt lýðræðinu að allir kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar hafi aðgang að sömu upplýsingum sem varða mál sem tekin eru fyrir á sveitarstjórnarfundum og geti tekið upplýsta afstöðu um mál en meginástæða kvörtunarinnar var að engin gögn lágu fyrir um málið á fundi bæjarstjórnar.
Eftir yfirferð á gögnum málsins taldi ráðuneytið málsatvik vera með þeim hætti að tilefni væri til að taka stjórnsýslu sveitarfélagsins til skoðunar og gefa álit á málinu. Rétt er að geta þess að ráðuneytinu er ekki skylt að taka til meðferðar allar ábendingar um vanhöld í stjórnsýslu sveitarfélaga sem berast. Meðal þeirra atriða sem ráðuneytið lítur til er hvort vísbendingar séu um að stjórnsýsla sveitarfélags stangist á við lög, hversu miklir þeir hagsmunir eru sem málið varðar, hversu langt er um liðið frá því að atvik málsins áttu sér stað og hversu mikil réttaróvissa er á því sviði sem málið varðar, þ.e. hvort þörf er á leiðbeiningum ráðuneytisins.
Niðurstaða á athugun ráðuneytisins í þessu efni er að málefnið hafi verið nægilega tilgreint í fundarboði en að ekki hafi verið gætt að því að nægileg gögn lægu fyrir fundinum til þess að bæjarfulltrúar gætu tekið upplýsta ákvörðun um málefnið og er það í andstöðu við sveitarstjórnarlög. Telur ráðuneytið að þessi annmarki sé verulegur. Þó telur ráðuneytið að veigamikil rök hnígi að því að sú ákvörðun sem var tekin á fundinum skuli ekki ógild. Í þessu efni er rétt að líta til þess að bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknar lögðu fram tillögu á umræddum bæjarstjórnarfundi í október 2021 um að fresta ákvörðunartöku um nokkra daga til aukabæjarstjórnarfundar svo að allir bæjarfulltrúar gætu kynnt sér gögn málsins og tekið upplýsta ákvörðun um málið. Því hafnaði þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins með þeim rökum að mikilvægt væri að hraða málinu og að hönnun leikskólamannvirkja færi af stað „nú þegar“ eins og það var orðað í bókun Sjálfstæðisflokksins. Það vakti því nokkra furðu þegar núverandi meirihluti tók við stjórn Hveragerðisbæjar í júní 2022 og í ljós kom að hönnun á nýjum leikskóla hafði ekki enn verið sett af stað, en átta mánuðum áður var ekki hægt að fresta ákvörðun um það sama um nokkra daga því flýta þurfti ákvörðun um uppbyggingu leikskólamannvirkja.
Hveragerðisbær tekur niðurstöður og ábendingar innviðaráðuneytisins til greina. Það er mikilvægt að meirihluti bæjarstjórnar hverju sinni viðhafi vönduð vinnubrögð, sjái til þess að mál séu nægilega upplýst til að allir bæjarfulltrúar, ekki síst bæjarfulltrúar minnihluta, geti tekið upplýstar ákvarðanir og nauðsynlegur hluti þess er að nægileg gögn fylgi með fundarboðum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
2.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað
2308007
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Einfalt ehf kt. 521016-1830 Breiðumörk 2, fasteignanúmer:221-0062 um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
3.Beiðni um heimild um flugeldasýningu á Blómstrandi dögum 19. ágúst 2023.
2308012
Óskað er eftir heimild um flugeldasýningu á Blómstrandi dögum 19. ágúst 2023. Hjálparsveit skáta í Hveragerði mun sjá um sýninguna.
Bæjarráð samþykkir að Hjálparsveit Skáta í Hveragerði haldi flugeldasýningu í landi Hveragerðisbæjar á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Val á staðsetningu sýningarinnar verði í samráði við Brunavarnir Árnessýslu.
4.Umsagnarbeiðni - tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi Tónræktin
2308013
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktinar ehf kt. 610404-2780 um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi til sölu áfengis á Fossflöt í tilefni Blómstrandi daga 19. ágúst 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt að aflokinni barnadagskrá, það er frá klukkan 17:00 til klukkan 23:30 þann 19. ágúst 2023.
5.Tillaga um að hætta við samkeppnisviðræður um nýtt íþróttahús
2308003
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar.
Bæjarstjórn samþykkir að hætta við samkeppnisviðræður við bjóðendur sem uppfylltu hæfiskröfur útboðsskilamála í útboði við Hamarshöllina, sbr. ákvörðun bæjarstjórnar þann 3. apríl sl. á grundvelli heimildar e-liðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 120/2016.
Greinargerð
Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun. Auk þess er efnahagsumhverfið mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hefur verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Bæjarstjórn samþykkir að hætta við samkeppnisviðræður við bjóðendur sem uppfylltu hæfiskröfur útboðsskilamála í útboði við Hamarshöllina, sbr. ákvörðun bæjarstjórnar þann 3. apríl sl. á grundvelli heimildar e-liðar 2. mgr. 33. gr. laga nr. 120/2016.
Greinargerð
Það er mat bæjaryfirvalda að ekki sé raunhæft að halda áfram með samkeppnisviðræður um uppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem nauðsynlegt er fyrir Hveragerðisbæ að forgangsraða fjármunum bæjarins í stækkun skolphreinsistöðvar bæjarins sem ekki var hugað að á síðustu árum með aukinni íbúafjölgun. Auk þess er efnahagsumhverfið mun erfiðara nú en þegar ákveðið var fyrir einu ári síðan að fara af stað með uppbyggingu Hamarshallarinnar. Ákveðið hefur verið að fara í uppbyggingu á gervigrasvelli og leigja íþróttahús í Vorsabæ fyrir inniíþróttir. Með þessum aðgerðum gefst betri tími til að undirbúa framtíðaruppbyggingu Hamarshallarinnar á næstu árum en aðeins er verið fresta áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar en ekki hætta við þær. Gerð hefur verið skynsamleg áætlun um áfangauppbyggingu Hamarshallarinnar sem áfram verður byggt á. Bjóðendum er þakkað fyrir gott samstarf.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans samþykkir að falla frá samkeppnisviðræðunum með eftirfarandi bókun:
Það kemur fulltrúa D-listans ekki á óvart að nú sé hætt við svokallaðar samkeppnisviðræður um nýtt íþróttahús. Fyrir lá frá upphafi og raunar áður en byggingin var boðin út að þessi framkvæmd væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið og engan veginn skynsamleg eins og staðan er nú. Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði.
Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.
Sú skólphreinsistöð sem reist var af mikilli framsýni á sínum tíma hefur staðið sig vel en ljóst að hún er ekki nægilega stór fyrir þá fjölgun íbúa sem orðið hefur síðustu árin þrátt fyrir þær endurbætur sem gerðar hafa verið á stöðinni. Þannig var veitt um 20-30 milljónum á ári í aðgerðir í og við stöðina undanfarin ár sem of langt mál væri að telja upp hér en bæjarfulltrúum þáverandi minnihluta og núverandi meirihluta ætti að vera fullkunnugt um. Í tíð fyrri meirihluta var þannig unnið mjög mikið að því að endurbæta stöðina og samhliða unnið að skoðun og mati á nýjum og hagkvæmum lausnum í samstarfi við sérfróða aðila á þessu sviði og í góðu samtali og samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Sú samfella og góði gangur sem var í þessari vinnu slitnaði við síðustu kosningar og nýjum meirihluta bar ekki gæfa til að halda áfram með þennan bolta fyrr en mögulega núna þrátt fyrir að forystumönnum í meirihlutanum ætti að vera fullkunnugt um stöðuna. Svo virðist raunar sem samskipti bæjaryfirvalda við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi verið með þeim hætti undanfarið að bréfum hafi verið svarað of seint og lítil bein samskipti og samráð átt sér stað á milli bæjaryfirvalda og fulltrúa HES. Leiddi þetta síðan til áminningar sem bæjarfélagið fékk og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.
Af skoðun og vinnu undanfarinna ára er ljóst að mikið er til af hagkvæmum og nútímalegum lausnum í fráveitumálum og voru fulltrúar bæjarins í viðræðum og samskiptum við aðila sem bjóða slíkar lausnir auk þess að vera í góðu samtali við HES um þessi mál. Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.
Eyþór H. Ólafsson
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans samþykkir að falla frá samkeppnisviðræðunum með eftirfarandi bókun:
Það kemur fulltrúa D-listans ekki á óvart að nú sé hætt við svokallaðar samkeppnisviðræður um nýtt íþróttahús. Fyrir lá frá upphafi og raunar áður en byggingin var boðin út að þessi framkvæmd væri alltof dýr fyrir bæjarfélagið og engan veginn skynsamleg eins og staðan er nú. Undirritaður hnýtur hins vegar um þá skýringu sem sett er fram fyrir því að ekki sé raunhæft að fara í þessa framkvæmd nú. Sú skýring er bæði röng og óboðleg í alla staði.
Fyrir hefur legið um árabil að gera hefur þurft endurbætur á skólphreinsimálum Hveragerðisbæjar og hafa bæjarfulltrúar núverandi meirihluta sem þá sátu í bæjarstjórn væntanlega fylgst með þeirri umræðu sem átt hefur sér stað og átt að gera sér grein fyrir að ekki mætti slá slöku við þrátt fyrir meirihlutaskiptin.
Sú skólphreinsistöð sem reist var af mikilli framsýni á sínum tíma hefur staðið sig vel en ljóst að hún er ekki nægilega stór fyrir þá fjölgun íbúa sem orðið hefur síðustu árin þrátt fyrir þær endurbætur sem gerðar hafa verið á stöðinni. Þannig var veitt um 20-30 milljónum á ári í aðgerðir í og við stöðina undanfarin ár sem of langt mál væri að telja upp hér en bæjarfulltrúum þáverandi minnihluta og núverandi meirihluta ætti að vera fullkunnugt um. Í tíð fyrri meirihluta var þannig unnið mjög mikið að því að endurbæta stöðina og samhliða unnið að skoðun og mati á nýjum og hagkvæmum lausnum í samstarfi við sérfróða aðila á þessu sviði og í góðu samtali og samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Sú samfella og góði gangur sem var í þessari vinnu slitnaði við síðustu kosningar og nýjum meirihluta bar ekki gæfa til að halda áfram með þennan bolta fyrr en mögulega núna þrátt fyrir að forystumönnum í meirihlutanum ætti að vera fullkunnugt um stöðuna. Svo virðist raunar sem samskipti bæjaryfirvalda við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi verið með þeim hætti undanfarið að bréfum hafi verið svarað of seint og lítil bein samskipti og samráð átt sér stað á milli bæjaryfirvalda og fulltrúa HES. Leiddi þetta síðan til áminningar sem bæjarfélagið fékk og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.
Af skoðun og vinnu undanfarinna ára er ljóst að mikið er til af hagkvæmum og nútímalegum lausnum í fráveitumálum og voru fulltrúar bæjarins í viðræðum og samskiptum við aðila sem bjóða slíkar lausnir auk þess að vera í góðu samtali við HES um þessi mál. Það er í besta falli fljótræði að kasta fram fullyrðingum um að endurbætur og aukning afkastagetu fráveitukerfis bæjarins muni kosta 1 milljarð króna. Fyrir liggur að til eru mun ódýrari og nútímalegri lausnir sem hægt er að innleiða í hæfilegum skrefum sé skynsamlega haldið á málum.
Eyþór H. Ólafsson
6.Tillaga um byggingu upphitaðs og upplýsts gervigrasvallar í fullri keppnisstærð
2308005
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að byggður verði gervigrasvöllur í fullri keppnisstærð. Völlurinn verði upphitaður og upplýstur og staðsettur inni í Dal eins og gert er ráð fyrir í skipulagi bæjarins. Áætluð verklok eru haustið 2024.
Greinargerð:
Á síðustu árum hefur uppbygging innviða því miður ekki haldist í við fólksfjölgun í bænum. Stærsta framkvæmdatímabil í sögu Hveragerðisbæjar hófst í júní 2022 með undirbúningi að fjölgun leikskólaplássa og byggingu þriðja áfanga við Grunnskólann. Stærsta skuldin er í frárennslismálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá hreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skólphreinsistöðvarinnar, nokkuð sem hefði átt að vera búið að huga að fyrir mörgum árum en gera má ráð fyrir að fjárfesting við stækkun hreinsistöðvar muni kosta sveitarfélagið um einn milljarð króna á næstu árum.
Þrátt fyrir auknar tekjur bæjarins hefur skuldastaða á hvern íbúa hækkað umtalsvert síðustu ár. Þegar skuldastaðan er mikil hafa ytri aðstæður áhrif. Fjármagnskostnaðurinn er gríðarlega hár, verðbólguskot og vaxtahækkanir setja einnig stórt strik í reikninginn. Fjármagnskostnaður á síðasta ári nam tæplega 500 milljónum. Þetta gerir það að verkum að rekstrarafkoma síðasta árs var neikvæð upp á tæplega 250 milljónir í A hluta og um 300 milljónir í A og B hluta. Það kallar á endurskoðun fjárfestingaráætlunar og rými til lántöku og eru forsendur þeirra aðgerða sem nú er farið í.
Vegna þessa þarf að fresta framkvæmdum um uppbyggingu Hamarshallarinnar og forgangsraða fjármunum sveitarfélagsins í uppbyggingu fráveitumannvirkja, grunnskóla og leikskóla. Í stöðu sem þessari þarf að leita nýrra raunhæfra, varanlegra leiða í uppbyggingu íþróttamannvirkja og verður framkvæmt í skrefum. Fyrst með byggingu gervigrasvallar í fullri keppnisstærð, upplýstum og upphituðum. Við þessa framkvæmd skapast frábær æfinga- og keppnisaðstaða. Hér skapast einnig tækifæri til útleigu á vellinum og tekjuöflun.
Á sama tíma verði haldið áfram áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar eins og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Nýtt verði sú fjárfesting sem bærinn á í grunni Hamarshallarinnar og byggt ofan á hann. Einnig verði nýtt sú vinna sem nú þegar hefur verið lagt í með uppbyggingu Hamarshallarinnar í áföngum. Þá kemur til greina að kanna samstarf við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Einnig verður skoðaður sá kostur að stækka íþróttahús við Skólamörk.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að byggður verði gervigrasvöllur í fullri keppnisstærð. Völlurinn verði upphitaður og upplýstur og staðsettur inni í Dal eins og gert er ráð fyrir í skipulagi bæjarins. Áætluð verklok eru haustið 2024.
Greinargerð:
Á síðustu árum hefur uppbygging innviða því miður ekki haldist í við fólksfjölgun í bænum. Stærsta framkvæmdatímabil í sögu Hveragerðisbæjar hófst í júní 2022 með undirbúningi að fjölgun leikskólaplássa og byggingu þriðja áfanga við Grunnskólann. Stærsta skuldin er í frárennslismálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá hreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skólphreinsistöðvarinnar, nokkuð sem hefði átt að vera búið að huga að fyrir mörgum árum en gera má ráð fyrir að fjárfesting við stækkun hreinsistöðvar muni kosta sveitarfélagið um einn milljarð króna á næstu árum.
Þrátt fyrir auknar tekjur bæjarins hefur skuldastaða á hvern íbúa hækkað umtalsvert síðustu ár. Þegar skuldastaðan er mikil hafa ytri aðstæður áhrif. Fjármagnskostnaðurinn er gríðarlega hár, verðbólguskot og vaxtahækkanir setja einnig stórt strik í reikninginn. Fjármagnskostnaður á síðasta ári nam tæplega 500 milljónum. Þetta gerir það að verkum að rekstrarafkoma síðasta árs var neikvæð upp á tæplega 250 milljónir í A hluta og um 300 milljónir í A og B hluta. Það kallar á endurskoðun fjárfestingaráætlunar og rými til lántöku og eru forsendur þeirra aðgerða sem nú er farið í.
Vegna þessa þarf að fresta framkvæmdum um uppbyggingu Hamarshallarinnar og forgangsraða fjármunum sveitarfélagsins í uppbyggingu fráveitumannvirkja, grunnskóla og leikskóla. Í stöðu sem þessari þarf að leita nýrra raunhæfra, varanlegra leiða í uppbyggingu íþróttamannvirkja og verður framkvæmt í skrefum. Fyrst með byggingu gervigrasvallar í fullri keppnisstærð, upplýstum og upphituðum. Við þessa framkvæmd skapast frábær æfinga- og keppnisaðstaða. Hér skapast einnig tækifæri til útleigu á vellinum og tekjuöflun.
Á sama tíma verði haldið áfram áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar eins og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Nýtt verði sú fjárfesting sem bærinn á í grunni Hamarshallarinnar og byggt ofan á hann. Einnig verði nýtt sú vinna sem nú þegar hefur verið lagt í með uppbyggingu Hamarshallarinnar í áföngum. Þá kemur til greina að kanna samstarf við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Einnig verður skoðaður sá kostur að stækka íþróttahús við Skólamörk.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna að erindinu.
Fulltrúi D-listans situr hjá með eftirfarandi bókun:
Fulltrúi D-listans mótmælir því harðlega sem fullyrt er í greinargerð við svokallaða tillögu um byggingu gervigrasvallar í fullri keppnisstærð að uppbygging innviða hafi ekki haldið í við fjölgun íbúa á síðustu árum. Því er jafnframt haldið fram að stærsta framkvæmdatímabil í sögu Hveragerðisbæjar hafi hafist í júní 2022, þ.e. væntanlega eftir að nýr meirihluti tók við. Þannig heldur núverandi meirihluti uppteknum hætti við að falsa staðreyndir og slá ryki í augu almennings svo að notað sé vægt orðalag um þann málflutning sem viðhafður hefur verið af núverandi meirihluta og stuðningsfólki þeirra. Væntanlega er þetta gert í þeirri von að með því að halda röngum hlutum fram nógu oft fari fólk að trúa þeim en þar skjátlast meirihlutanum stórlega, kjósendur sjá í gegnum þetta. Ástæðulaust er að telja upp allt það sem gert hefur verið undanfarin kjörtímabil í bæjarfélaginu, öllum má vera það ljóst að stöðugt og samfellt var unnið að uppbyggingu innviða á þessum árum og þar byrjaði ekkert í júní 2022 nema síður sé. Samhliða var þess jafnan gætt að passa að fjárhagur Hveragerðisbæjar væri ávallt í sem bestu lagi og skuldasöfnun vel innan marka þess sem leyfilegt er og skynsamlegt.
Varðandi fullyrðingar um væntanlegan kostnað við skólphreinsimannvirki er hér vísað til bókunar við lið 5.
Varðandi framkvæmdina sjálfa sem hér er lögð til má t.d. spyrja eftirfarandi spurninga:
1)
Hefur verið skoðað hvort slíkur völlur nýtist vel uppi í Dal í því veðurlagi sem þar getur verið á veturna?
2)
Hefur verið haft samráð við Íþróttafélagið Hamar um bæði staðsetninguna og þörfina fyrir slíkan völl?
3)
Ljóst er að fjárfesting í upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð er umtalsverð og fullyrða má að hún er verulega hærri en að endurreisa loftborna íþróttahúsið með þeim endurbótum sem ræddar hafa verið á því húsi. Hefur þetta verið borið saman?
Hér er sett fram „svokölluð tillaga“ um gervigrasvöll án nokkurs rökstuðnings og án allra upplýsinga um væntanlegan kostnað við framkvæmdina. Ekki er unnt að fjalla um slíka tillögu með málefnalegum hætti.
Eyþór H. Ólafsson
Fulltrúi D-listans situr hjá með eftirfarandi bókun:
Fulltrúi D-listans mótmælir því harðlega sem fullyrt er í greinargerð við svokallaða tillögu um byggingu gervigrasvallar í fullri keppnisstærð að uppbygging innviða hafi ekki haldið í við fjölgun íbúa á síðustu árum. Því er jafnframt haldið fram að stærsta framkvæmdatímabil í sögu Hveragerðisbæjar hafi hafist í júní 2022, þ.e. væntanlega eftir að nýr meirihluti tók við. Þannig heldur núverandi meirihluti uppteknum hætti við að falsa staðreyndir og slá ryki í augu almennings svo að notað sé vægt orðalag um þann málflutning sem viðhafður hefur verið af núverandi meirihluta og stuðningsfólki þeirra. Væntanlega er þetta gert í þeirri von að með því að halda röngum hlutum fram nógu oft fari fólk að trúa þeim en þar skjátlast meirihlutanum stórlega, kjósendur sjá í gegnum þetta. Ástæðulaust er að telja upp allt það sem gert hefur verið undanfarin kjörtímabil í bæjarfélaginu, öllum má vera það ljóst að stöðugt og samfellt var unnið að uppbyggingu innviða á þessum árum og þar byrjaði ekkert í júní 2022 nema síður sé. Samhliða var þess jafnan gætt að passa að fjárhagur Hveragerðisbæjar væri ávallt í sem bestu lagi og skuldasöfnun vel innan marka þess sem leyfilegt er og skynsamlegt.
Varðandi fullyrðingar um væntanlegan kostnað við skólphreinsimannvirki er hér vísað til bókunar við lið 5.
Varðandi framkvæmdina sjálfa sem hér er lögð til má t.d. spyrja eftirfarandi spurninga:
1)
Hefur verið skoðað hvort slíkur völlur nýtist vel uppi í Dal í því veðurlagi sem þar getur verið á veturna?
2)
Hefur verið haft samráð við Íþróttafélagið Hamar um bæði staðsetninguna og þörfina fyrir slíkan völl?
3)
Ljóst er að fjárfesting í upphituðum gervigrasvelli í fullri stærð er umtalsverð og fullyrða má að hún er verulega hærri en að endurreisa loftborna íþróttahúsið með þeim endurbótum sem ræddar hafa verið á því húsi. Hefur þetta verið borið saman?
Hér er sett fram „svokölluð tillaga“ um gervigrasvöll án nokkurs rökstuðnings og án allra upplýsinga um væntanlegan kostnað við framkvæmdina. Ekki er unnt að fjalla um slíka tillögu með málefnalegum hætti.
Eyþór H. Ólafsson
7.Tillaga um að leigja 700 fermetra atvinnuhúsnæði fyrir íþróttir
2308004
Lögð fram eftirfarandi tillaga frá meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggja til að leigt verði um 700 m2 atvinnuhúsnæði til bráðabirgða fyrir inniíþróttir.
Greinargerð:
Á síðustu árum hefur uppbygging innviða því miður ekki haldist í við fólksfjölgun í bænum. Stærsta framkvæmdatímabil í sögu Hveragerðisbæjar hófst í júní 2022 með undirbúningi að fjölgun leikskólaplássa og byggingu þriðja áfanga við Grunnskólann. Stærsta skuldin er í frárennslismálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá hreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skólphreinsistöðvarinnar, nokkuð sem hefði átt að vera búið að huga að fyrir mörgum árum en gera má ráð fyrir að fjárfesting við stækkun hreinsistöðvar muni kosta sveitarfélagið um einn milljarð króna á næstu árum.
Þrátt fyrir auknar tekjur bæjarins hefur skuldastaða á hvern íbúa hækkað umtalsvert síðustu ár. Þegar skuldastaðan er mikil hafa ytri aðstæður áhrif. Fjármagnskostnaðurinn er gríðarlega hár, verðbólguskot og vaxtahækkanir setja einnig stórt strik í reikninginn. Fjármagnskostnaður á síðasta ári nam tæplega 500 milljónum. Þetta gerir það að verkum að rekstrarafkoma síðasta árs var neikvæð upp á tæplega 250 milljónir í A hluta og um 300 milljónir í A og B hluta. Það kallar á endurskoðun fjárfestingaráætlunar og rými til lántöku og eru forsendur þeirra aðgerða sem nú er farið í.
Vegna þessa þarf að fresta framkvæmdum um uppbyggingu Hamarshallarinnar og forgangsraða fjármunum sveitarfélagsins í uppbyggingu fráveitumannvirkja, grunnskóla og leikskóla. Í stöðu sem þessari þarf að leita nýrra raunhæfra, varanlegra leiða í uppbyggingu íþróttamannvirkja og verður framkvæmt í skrefum. Fyrst með byggingu gervigrasvallar í fullri keppnisstærð, upplýstum og upphituðum. Við þessa framkvæmd skapast frábær æfinga- og keppnisaðstaða. Hér skapast einnig tækifæri til útleigu á vellinum og tekjuöflun.
Til að bæta aðstöðu inniíþrótta verði leigt atvinnuhúsnæði til bráðabirgða (3-5 ára). Við leigu á húsnæði sem þessu þarf í minna mæli að leigja tíma hjá nágrannasveitarfélögum. Tímar losna í núverandi íþróttahúsi við Skólamörk sem skapar rými fyrir þær íþróttagreinar sem halda áfram æfingum í Skólamörk.
Á sama tíma verði haldið áfram áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar eins og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Nýtt verði sú fjárfesting sem bærinn á í grunni Hamarshallarinnar og byggt ofan á hann. Einnig verði nýtt sú vinna sem nú þegar hefur verið lagt í með uppbyggingu Hamarshallarinnar í áföngum. Þá kemur til greina að kanna samstarf við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Einnig verður skoðaður sá kostur að stækka íþróttahús við Skólamörk.
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggja til að leigt verði um 700 m2 atvinnuhúsnæði til bráðabirgða fyrir inniíþróttir.
Greinargerð:
Á síðustu árum hefur uppbygging innviða því miður ekki haldist í við fólksfjölgun í bænum. Stærsta framkvæmdatímabil í sögu Hveragerðisbæjar hófst í júní 2022 með undirbúningi að fjölgun leikskólaplássa og byggingu þriðja áfanga við Grunnskólann. Stærsta skuldin er í frárennslismálum en hreinsistöð Hveragerðis í Vorsabæ annar ekki lengur íbúum og ferðamönnum í bænum. Staðan í dag er sú að lokað hefur verið fyrir veiði í Varmá vegna mengunar frá hreinsistöðinni. Við slíkt verður ekki búið og nauðsynlegt að forgangsraða fjármunum í uppbyggingu og stækkun skólphreinsistöðvarinnar, nokkuð sem hefði átt að vera búið að huga að fyrir mörgum árum en gera má ráð fyrir að fjárfesting við stækkun hreinsistöðvar muni kosta sveitarfélagið um einn milljarð króna á næstu árum.
Þrátt fyrir auknar tekjur bæjarins hefur skuldastaða á hvern íbúa hækkað umtalsvert síðustu ár. Þegar skuldastaðan er mikil hafa ytri aðstæður áhrif. Fjármagnskostnaðurinn er gríðarlega hár, verðbólguskot og vaxtahækkanir setja einnig stórt strik í reikninginn. Fjármagnskostnaður á síðasta ári nam tæplega 500 milljónum. Þetta gerir það að verkum að rekstrarafkoma síðasta árs var neikvæð upp á tæplega 250 milljónir í A hluta og um 300 milljónir í A og B hluta. Það kallar á endurskoðun fjárfestingaráætlunar og rými til lántöku og eru forsendur þeirra aðgerða sem nú er farið í.
Vegna þessa þarf að fresta framkvæmdum um uppbyggingu Hamarshallarinnar og forgangsraða fjármunum sveitarfélagsins í uppbyggingu fráveitumannvirkja, grunnskóla og leikskóla. Í stöðu sem þessari þarf að leita nýrra raunhæfra, varanlegra leiða í uppbyggingu íþróttamannvirkja og verður framkvæmt í skrefum. Fyrst með byggingu gervigrasvallar í fullri keppnisstærð, upplýstum og upphituðum. Við þessa framkvæmd skapast frábær æfinga- og keppnisaðstaða. Hér skapast einnig tækifæri til útleigu á vellinum og tekjuöflun.
Til að bæta aðstöðu inniíþrótta verði leigt atvinnuhúsnæði til bráðabirgða (3-5 ára). Við leigu á húsnæði sem þessu þarf í minna mæli að leigja tíma hjá nágrannasveitarfélögum. Tímar losna í núverandi íþróttahúsi við Skólamörk sem skapar rými fyrir þær íþróttagreinar sem halda áfram æfingum í Skólamörk.
Á sama tíma verði haldið áfram áætlunum um uppbyggingu Hamarshallarinnar eins og fjárhagur sveitarfélagsins leyfir. Nýtt verði sú fjárfesting sem bærinn á í grunni Hamarshallarinnar og byggt ofan á hann. Einnig verði nýtt sú vinna sem nú þegar hefur verið lagt í með uppbyggingu Hamarshallarinnar í áföngum. Þá kemur til greina að kanna samstarf við fasteignafélög um uppbyggingu Hamarshallarinnar sé það hagkvæmt fyrir sveitarfélagið. Einnig verður skoðaður sá kostur að stækka íþróttahús við Skólamörk.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna erindið. Fulltrúi D-listans á móti.
Fulltrúi D-listans hafnar þessari tillögu með eftirfarandi bókun:
Varðandi rangfærslur og fleira í greinargerð með tillögunni vísast til bókunar vegna liðar 5.
Þrátt fyrir fullyrðingar núverandi meirihluta um að þau muni standa fyrir varanlegum lausnum í uppbyggingu innviða er hér um enn eina bráðabirgðalausnina að ræða. Jafnframt koma ekki fram neinar tölur um áætlaðan kostnað við tillöguna og er hún því ekki tæk til afgreiðslu eða hvað þá samþykktar.
Fulltrúi D-listans setur fram eftirfarandi spurningar og hugleiðingar um þessa svokölluðu tillögu:
1)
Hvaða íþróttagreinar eru hugsaðar í umræddu iðnaðarhúsnæði?
2)
Hefur eitthvað samtal átt sér stað við forystufólk innan Hamars um þessa tillögu?
3)
Hefur eitthvað verið skoðað hvað þetta muni kosta bæjarfélagið?
4)
Mun umrætt húsnæði uppfylla allar kröfur um heilbrigði, öryggi og aðra aðstöðu fyrir iðkendur, þar með talið börn og hefur kostnaður við aðgerðir vegna þess verið skoðaður?
5)
Með þessu er verið að beina fjölda barna niður fyrir þjóðveg á svæði sem ætlað er fyrir iðnað, hefur þetta verið skoðað og sú áhætta sem þessu fylgir auk kostnaðar við akstur ef ætlunin er að keyra börnin þarna niðureftir?
Að þessu sögðu þá finnst fulltrúa D-listans fyrir löngu kominn tími til að núverandi meirhluti reyni nú að horfa fram á við og hætti að beita rangfærslum og blekkingum til að láta fólk halda að þau séu starfi sínu vaxin og láti verkin tala.
Eyþór H. Ólafsson
Fulltrúar meirihlutans vilja koma eftirfarandi svörum við fyrirspurn fulltrúa minnihlutans á framfæri:
1)
Umrætt húsnæði er hugsað fyrir inniíþróttir.
2)
Já.
3)
Já, kostnaður við framkvæmdina hefur verið áætlaður og er þessi valkostur hagkvæmur fyrir bæjarfélagið í samhengi við aðra kosti.
4)
Húsnæðið mun uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
5)
Já, áætlað er að rútuferðir verði fyrir iðkendur í húsnæðið líkt og upp í dal og eru öryggismál að öðru leyti í vinnslu hjá skipulagsfulltrúa.
Fulltrúar meirihlutans hafna þeim ásökunum sem settar eru fram í bókunum fulltrúa minnihlutans á fundi þessum. Leggja fulltrúar meirihlutans mikla áherslu á að fulltrúar allra flokka finni leið til að vinna í sameiningu að hagsmunum Hveragerðis og íbúa þess. Fulltrúar meirihlutans hafa boðið fulltrúum minnihlutans samstarf líkt og áður, meðal annars við gerð fjárhagsáætlunar, og vona að fulltrúar minnihlutans þiggi boð um samstarf og sjái þannig hag Hvergerðinga í því að vinna sameiginlega að málefnum bæjarins.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Fulltrúi D-listans hafnar þessari tillögu með eftirfarandi bókun:
Varðandi rangfærslur og fleira í greinargerð með tillögunni vísast til bókunar vegna liðar 5.
Þrátt fyrir fullyrðingar núverandi meirihluta um að þau muni standa fyrir varanlegum lausnum í uppbyggingu innviða er hér um enn eina bráðabirgðalausnina að ræða. Jafnframt koma ekki fram neinar tölur um áætlaðan kostnað við tillöguna og er hún því ekki tæk til afgreiðslu eða hvað þá samþykktar.
Fulltrúi D-listans setur fram eftirfarandi spurningar og hugleiðingar um þessa svokölluðu tillögu:
1)
Hvaða íþróttagreinar eru hugsaðar í umræddu iðnaðarhúsnæði?
2)
Hefur eitthvað samtal átt sér stað við forystufólk innan Hamars um þessa tillögu?
3)
Hefur eitthvað verið skoðað hvað þetta muni kosta bæjarfélagið?
4)
Mun umrætt húsnæði uppfylla allar kröfur um heilbrigði, öryggi og aðra aðstöðu fyrir iðkendur, þar með talið börn og hefur kostnaður við aðgerðir vegna þess verið skoðaður?
5)
Með þessu er verið að beina fjölda barna niður fyrir þjóðveg á svæði sem ætlað er fyrir iðnað, hefur þetta verið skoðað og sú áhætta sem þessu fylgir auk kostnaðar við akstur ef ætlunin er að keyra börnin þarna niðureftir?
Að þessu sögðu þá finnst fulltrúa D-listans fyrir löngu kominn tími til að núverandi meirhluti reyni nú að horfa fram á við og hætti að beita rangfærslum og blekkingum til að láta fólk halda að þau séu starfi sínu vaxin og láti verkin tala.
Eyþór H. Ólafsson
Fulltrúar meirihlutans vilja koma eftirfarandi svörum við fyrirspurn fulltrúa minnihlutans á framfæri:
1)
Umrætt húsnæði er hugsað fyrir inniíþróttir.
2)
Já.
3)
Já, kostnaður við framkvæmdina hefur verið áætlaður og er þessi valkostur hagkvæmur fyrir bæjarfélagið í samhengi við aðra kosti.
4)
Húsnæðið mun uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
5)
Já, áætlað er að rútuferðir verði fyrir iðkendur í húsnæðið líkt og upp í dal og eru öryggismál að öðru leyti í vinnslu hjá skipulagsfulltrúa.
Fulltrúar meirihlutans hafna þeim ásökunum sem settar eru fram í bókunum fulltrúa minnihlutans á fundi þessum. Leggja fulltrúar meirihlutans mikla áherslu á að fulltrúar allra flokka finni leið til að vinna í sameiningu að hagsmunum Hveragerðis og íbúa þess. Fulltrúar meirihlutans hafa boðið fulltrúum minnihlutans samstarf líkt og áður, meðal annars við gerð fjárhagsáætlunar, og vona að fulltrúar minnihlutans þiggi boð um samstarf og sjái þannig hag Hvergerðinga í því að vinna sameiginlega að málefnum bæjarins.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:19.
Getum við bætt efni síðunnar?