Bæjarráð
Dagskrá
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 27. júní 2023
2306077
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Kakí ehf kt. 410211-0920, Heiðarbrún 56, fasteignanúmer: 221-0309 rýmisnúmer: 01-0101 um leyfi til reksturs gististaðar í flokk II G Íbúðir.
Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 2017-2029 setur meginreglu um að á íbúðarsvæðum í nálægð við miðbæ, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum svo sem gegnumstreymisumferð, er heimilt er að stofna til gististaða í flokki II að undangenginni grenndarkynningu. Heiðarbrún 56 er ekki innan umrædds svæðis. Umsókn um rekstrarleyfi til gististaðar í flokki II er hafnað.
2.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 28. júní 2023
2306092
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Flavor Brands ehf., kt. 701222-0750 Austurmörk 6 fasteignanúmer:235-7516 rýmisnúmer: 01-0101 um leyfi til reksturs veitinga í flokk II, Veitingastofa og greiðasala.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
3.Bréf frá Memmm Play frá 30. maí 2023
2306076
Í bréfinu óskar Memmm Play eftir að fá leifi til að reka opinn leikskóla sem tilraunaverkefni í Hveragerði hausið 2023. Óskað er eftir að fá aðstöðu í Bungubrekku tvo morgna í viku og að Hveragerðisbær greiði fjármagn til rekstursins alls kr. 2,5 milljónir á árinu 2023.
Bæjarráð sér sér því miður ekki fært að verða við erindinu.
4.Bréf frá Bifreiðaverkstæði Jóhanns frá 15. júní 2023
2306075
Í bréfinu ræða bréfritarar um lyktmengun og plastsalla er berst frá Pure north, Sunnumörk 4.
Bæjarráð harmar upplifun bréfritara og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Pure north.
5.Umsókn um styrk til Sigurhæða, frestað á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember 2022
2210070
Á fundi bæjarráðs þann 3. nóvember 2022 var samþykkt að fresta afgreiðslu um styrk til Sigurhæða þar til ljóst væri hvort Sigurhæðir fengju enn óbreytt framlag frá Sóknaráætlun eða ekki. Nú hefur verið staðfest að Sigurhæðir fá styrk frá Sóknaráætlun.
Bæjarráð fagnar góðu starfi Sigurhæða og samþykkir að styrkja samtökin um umbeðna fjárhæð kr. 1.008.000.-
6.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
2306074
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2023-2024.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2023-2024 samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
7.Álit Skipulagsstofnunar - Niðurdæling CO2 til geymslu í jörðu á Hellisheiði, Sveitarfélaginu Ölfusi - álit um mat á umhverfisárhrifum
2306083
Lögð fram skýrsla frá Skipulagsstofnun um mat á umhverfisáhrifum Niðurdælingar CO2 til geymslu í jörðu á Hellisheiði, Sveitarfélaginu Ölfusi.
Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Hveragerðisbæjar frá 21. febrúar 2023 fagnaði nefndin metnaðarfullum markmiðum og áætlunum um kolefnishlutleysi en áréttar á sama tíma mikilvægi vöktunar og að gripið verði til mótvægisaðgerða ef neikvæðra áhrifa niðurdælinga CO2 og S2O gætir á grunnvatn og jarðskjálftavirkni í og við Hveragerðisbæ. Bæjarráð tekur undir bókun nefndarinnar og leggur áherslu á mikilvægi vöktunar líkt og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Umhverfisstofnun árétta í umræddri skýrslu.
8.Opnun tilboða í verkið stækkun bílastæða við Árhólma
2306084
Opnun tilboða í verkið "Stækkun bílastæða við Árhólma" fór fram 27. júní. Alls bárust tvö tilboð í verkið.
Arnon ehf kr. 11.684.480.-
Aðalleið ehf kr. 9.854.000.-
Kostnaðaráætlun Eflu kr. 12.592.500.-
Arnon ehf kr. 11.684.480.-
Aðalleið ehf kr. 9.854.000.-
Kostnaðaráætlun Eflu kr. 12.592.500.-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Aðalleiðar ehf enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans lýsir yfir ánægju með að nú sé loksins verið að hefjast handa við stækkun bílastæða við Árhólma. Segja má að betra sé seint en aldrei en framkvæmdin var upphaflega á áætlun síðastliðið sumar. Full þörf hefði verið fyrir stækkunina þá þegar og í þessari viku mun umferð um svæðið vonandi aukast mjög mikið með tilkomu Zip línunnar sem verður opnuð formlega fyrir boðsgesti á fimmtudaginn og almenna gesti daginn eftir.
Eyþór H. Ólafsson.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúi D-listans lýsir yfir ánægju með að nú sé loksins verið að hefjast handa við stækkun bílastæða við Árhólma. Segja má að betra sé seint en aldrei en framkvæmdin var upphaflega á áætlun síðastliðið sumar. Full þörf hefði verið fyrir stækkunina þá þegar og í þessari viku mun umferð um svæðið vonandi aukast mjög mikið með tilkomu Zip línunnar sem verður opnuð formlega fyrir boðsgesti á fimmtudaginn og almenna gesti daginn eftir.
Eyþór H. Ólafsson.
9.Tillaga frá Okkar Hveragerði og Framsókn - Dagforeldrar og samveruvettvangur
2306089
Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar leggur til að stofnstyrkir til dagforeldra verði hækkaðir og árlegur aðstöðustyrkur verður í boði.
*Miðað verði við að stofnstyrkur verði 1.000.000 kr. fyrir dagforeldra sem hefja starfsemi í Hveragerði. Greiddar eru 250 þús. kr. við undirritun þjónustusamnings en 750 þús. kr. ári síðar.
*Miðað er við að settur verði á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Hveragerði upp á 150 þús. kr. sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Greiðslur hefjast eftir að dagforeldri hefur starfað í 24 mánuði og eru greiddir árlega frá þeim tíma.
*Hveragerðisbær sjái um skipulag og greiði fyrir slysavarnarnámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.
*Leitað verði leiða til að finna húsnæði á vegum einkaaðila sem dagforeldrar geti leigt saman tveir og tveir. Horft verði til húsnæðis sem hentar miðað fyrir starfsemina og tekur mið af reglugerð 907/2005 um daggæslu í heimahúsum.
Jafnframt lagt til að fela bæjarstjóra að skoða kostnaðarhagkvæmar leiðir til að skapa vettvang fyrir foreldra/forsjáraðila og ung börn til að hittast reglulega í barnvænu umhverfi.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
*Miðað verði við að stofnstyrkur verði 1.000.000 kr. fyrir dagforeldra sem hefja starfsemi í Hveragerði. Greiddar eru 250 þús. kr. við undirritun þjónustusamnings en 750 þús. kr. ári síðar.
*Miðað er við að settur verði á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Hveragerði upp á 150 þús. kr. sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi. Greiðslur hefjast eftir að dagforeldri hefur starfað í 24 mánuði og eru greiddir árlega frá þeim tíma.
*Hveragerðisbær sjái um skipulag og greiði fyrir slysavarnarnámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.
*Leitað verði leiða til að finna húsnæði á vegum einkaaðila sem dagforeldrar geti leigt saman tveir og tveir. Horft verði til húsnæðis sem hentar miðað fyrir starfsemina og tekur mið af reglugerð 907/2005 um daggæslu í heimahúsum.
Jafnframt lagt til að fela bæjarstjóra að skoða kostnaðarhagkvæmar leiðir til að skapa vettvang fyrir foreldra/forsjáraðila og ung börn til að hittast reglulega í barnvænu umhverfi.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Tillagan samþykkt samhljóða.
10.Minnisblað frá bæjarstjóra - Íþróttaaðstöðumál í Hveragerði
2306090
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 28. júní um aðstöðumal íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði.
Bæjarráð leggur ríka áherslu á að gera úrbætur á íþróttaaðstöðu fyrir veturinn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Hamar og leggja niðurstöður þeirrar vinnu fyrir bæjarráð í ágúst ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun.
Fulltrúi D-listans samþykkir tillöguna með eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á aðstöðu fyrir íþróttir í Hveragerði. Nú er liðið rúmt ár af kjörtímabilinu og ekkert bólar á efndum meirihlutans á loforðum varðandi uppbyggingu Hamarshallar eða annarri aðstöðu. Þessi staða er mjög alvarleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta í bæjarfélaginu. Bæjarfélagið státar auk þess af tveimur liðum í efstu deild, annarsvegar í körfuknattleik og hinsvegar í blaki, aðstöðuleysi mun há þessum liðum sem og öðrum iðkendum. Staðan er sú að núverandi meirihluti virðist ráðalaus í þessum efnum og engin sýn framundan um það sem koma skal til að bæta þarna úr. Það minnisblað sem fyrir fundinum liggur bætir engu við þá umræðu.
Hægðarleikur hefði verið að reisa loftborið íþróttahús að nýju og hefði það tekið skamman tíma og getað verið löngu komið upp með tiltölulega litlum tilkostnaði þar sem fyrirliggjandi tjónabætur duga fyrir nýjum dúk og meiru til. Ekki er öll nótt úti enn og jafnvel möguleiki á endurnýjun dúksins á haustmánuðum ef veður leyfa eins og raunar var staðan síðastliðið haust þar sem löng tímabil veðurblíðu hefðu leyft endurreisn hússins. Í versta falli væri gott að vera komin með dúkinn á staðinn og geta reist hann við fyrsta hentuga tækifæri þannig að ekki verði frekari óþarfa tafir á endurnýjun þeirrar góðu aðstöðu sem hér hefur verið síðustu 10 árin.
Eyþór H. Ólafsson.
Fulltrúi D-listans samþykkir tillöguna með eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stöðu sem upp er komin varðandi skort á aðstöðu fyrir íþróttir í Hveragerði. Nú er liðið rúmt ár af kjörtímabilinu og ekkert bólar á efndum meirihlutans á loforðum varðandi uppbyggingu Hamarshallar eða annarri aðstöðu. Þessi staða er mjög alvarleg fyrir börn og aðra iðkendur íþrótta í bæjarfélaginu. Bæjarfélagið státar auk þess af tveimur liðum í efstu deild, annarsvegar í körfuknattleik og hinsvegar í blaki, aðstöðuleysi mun há þessum liðum sem og öðrum iðkendum. Staðan er sú að núverandi meirihluti virðist ráðalaus í þessum efnum og engin sýn framundan um það sem koma skal til að bæta þarna úr. Það minnisblað sem fyrir fundinum liggur bætir engu við þá umræðu.
Hægðarleikur hefði verið að reisa loftborið íþróttahús að nýju og hefði það tekið skamman tíma og getað verið löngu komið upp með tiltölulega litlum tilkostnaði þar sem fyrirliggjandi tjónabætur duga fyrir nýjum dúk og meiru til. Ekki er öll nótt úti enn og jafnvel möguleiki á endurnýjun dúksins á haustmánuðum ef veður leyfa eins og raunar var staðan síðastliðið haust þar sem löng tímabil veðurblíðu hefðu leyft endurreisn hússins. Í versta falli væri gott að vera komin með dúkinn á staðinn og geta reist hann við fyrsta hentuga tækifæri þannig að ekki verði frekari óþarfa tafir á endurnýjun þeirrar góðu aðstöðu sem hér hefur verið síðustu 10 árin.
Eyþór H. Ólafsson.
11.Tilfærsla þjóðvegar 1 við Hveragerði
2306093
Lagt fram minnisblað frá Guðmundi F. Baldurssyni sem lagt var fram á fundi fulltrúa Hveragerðisbæjar með innviðaráðherra á fundi 28. júní 2023. Í minnisblaðinu er farið yfir sögulegt yfirlit og núverandi stöðu á breikkun Suðurlandsvegar innan bæjarmarka Hveragerðisbæjar.
Í drögum að samgönguáætlun 2024-2038 er gert ráð fyrir að tilfærsla þjóðvegar 1 við Hveragerði úr núverandi vegstæði, vegkaflinn ,,Varmá - Kambar“, hefur aftur verið seinkað og nú um þrjú ár.
Hveragerðisbær vill benda á að það var á sínum tíma Vegagerðin sem fór fram á þessa framkvæmd og þrýsti á sveitarfélagið að gera breytingu á aðalskipulagi bæjarins eins og fram kemur í meðfylgjandi skýrslu. Allt skipulag Hveragerðisbæjar hefur verið aðlagað að tilfærslu þjóðvegarins og öll vinna tekið mið af því að þjóðvegurinn yrði færður í síðasta lagi árið 2024. Óvissa um tilfærslu á þjóðveginum hefur því hamlandi áhrif á byggðaþróun í Hveragerði og veldur auk þess lóðaskorti í ófyrirsjáanlegan tíma. Það er því mjög bagalegt að enn á ný hafi framkvæmdinni verið frestað.
Benda má á að núverandi aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir að hluti af núverandi hringvegi verði aðaltengivegur að Kambalandshverfinu en nú fer öll umferðin um Finnmörk. Sú gata ber ekki þessa miklu umferð í stækkandi hverfi. Þá er ljóst að út frá umferðaröryggissjónarmiðum og einnig skipulagslegum ástæðum, sérstaklega á svæðum sem liggja næst hringveginum, væri farsælast að þessi framkvæmd færi í gang sem fyrst. Nú er þegar hafin endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar og færsla þjóðvegarins lykilatriði við þá endurskoðun.
Hveragerðisbær átti fund með innviðaráðherra um þetta mál þann 28. júní 2023 þar sem afstaða sveitarfélagsins vegna tafa á færslu þjóðvegarins í samgönguáætlun kom fram. Á fundinum var lagt var fram minnisblað Guðmundar F. Baldurssonar, verkefnastjóra hjá Hveragerðisbæ og fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins, þar sem rakin er saga þessa máls síðustu 17 ár og liggur minnisblaðið fyrir þessum fundi. Bæjarráð Hveragerðis tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu og að það sé „ekki óeðlileg krafa að Vegagerðin eða ríkissjóður komi verkinu í gang sem allra fyrst, í stað þess að draga það á langinn“.
Hveragerðisbær vill benda á að það var á sínum tíma Vegagerðin sem fór fram á þessa framkvæmd og þrýsti á sveitarfélagið að gera breytingu á aðalskipulagi bæjarins eins og fram kemur í meðfylgjandi skýrslu. Allt skipulag Hveragerðisbæjar hefur verið aðlagað að tilfærslu þjóðvegarins og öll vinna tekið mið af því að þjóðvegurinn yrði færður í síðasta lagi árið 2024. Óvissa um tilfærslu á þjóðveginum hefur því hamlandi áhrif á byggðaþróun í Hveragerði og veldur auk þess lóðaskorti í ófyrirsjáanlegan tíma. Það er því mjög bagalegt að enn á ný hafi framkvæmdinni verið frestað.
Benda má á að núverandi aðalskipulag bæjarins gerir ráð fyrir að hluti af núverandi hringvegi verði aðaltengivegur að Kambalandshverfinu en nú fer öll umferðin um Finnmörk. Sú gata ber ekki þessa miklu umferð í stækkandi hverfi. Þá er ljóst að út frá umferðaröryggissjónarmiðum og einnig skipulagslegum ástæðum, sérstaklega á svæðum sem liggja næst hringveginum, væri farsælast að þessi framkvæmd færi í gang sem fyrst. Nú er þegar hafin endurskoðun á aðalskipulagi Hveragerðisbæjar og færsla þjóðvegarins lykilatriði við þá endurskoðun.
Hveragerðisbær átti fund með innviðaráðherra um þetta mál þann 28. júní 2023 þar sem afstaða sveitarfélagsins vegna tafa á færslu þjóðvegarins í samgönguáætlun kom fram. Á fundinum var lagt var fram minnisblað Guðmundar F. Baldurssonar, verkefnastjóra hjá Hveragerðisbæ og fyrrum skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins, þar sem rakin er saga þessa máls síðustu 17 ár og liggur minnisblaðið fyrir þessum fundi. Bæjarráð Hveragerðis tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu og að það sé „ekki óeðlileg krafa að Vegagerðin eða ríkissjóður komi verkinu í gang sem allra fyrst, í stað þess að draga það á langinn“.
12.Minnisblað frá Skipulagsfulltrúa vegna kostnaðaráætlunar fyrir aðalskipulagsgerð og umsókn til Skipulagstofnunar um kostnaðarþátttöku úr skipulagssjóði
2306079
Hildur Gunnarsdóttir skipulagsfulltrúi tengdist fundinum í gegnum fjarfundabúnað undir liðum 12, 13, 14 og 15.
Lagt fram minnisblað frá Skipulagsfulltrúa þar sem rætt er um ráðgjafa sem aðalskipulagsnefnd mælir með að fá til ráðgjafar við gerð nýs aðalskipulags. Ráðgjafarnir eru Landslagsarkitektastofan Landform ehf sem aðalráðgjafi, Verkfræðistofan VSB sem samgönguráðgjafi og Arkitektastofan Gláma- Kím vegna rammahluta aðalskipulags sem mun ná til Breiðumerkur og aðliggjandi svæða.
Í minnisblaðinu er einnig kostnaðaráætlun vegna aðalskipulagsvinnunnar og greiðslur frá Skipulagssjóði.
Áætlað er að auglýsa endurskoðað aðalskipulag um áramótin 2024/2025.
Lagt fram minnisblað frá Skipulagsfulltrúa þar sem rætt er um ráðgjafa sem aðalskipulagsnefnd mælir með að fá til ráðgjafar við gerð nýs aðalskipulags. Ráðgjafarnir eru Landslagsarkitektastofan Landform ehf sem aðalráðgjafi, Verkfræðistofan VSB sem samgönguráðgjafi og Arkitektastofan Gláma- Kím vegna rammahluta aðalskipulags sem mun ná til Breiðumerkur og aðliggjandi svæða.
Í minnisblaðinu er einnig kostnaðaráætlun vegna aðalskipulagsvinnunnar og greiðslur frá Skipulagssjóði.
Áætlað er að auglýsa endurskoðað aðalskipulag um áramótin 2024/2025.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við ráðgjafastofurnar í samræmi við drög að verk- og kostnaðaráætlun og sótt um endurgreiðslu úr Skipulagssjóði til Skipulagsstofnunar.
13.Aðalskipulagsbreyting - Finnmörk-Réttarheiði
2304075
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna reitar S2 Finnmörk-Réttarheiði og aðliggjandi opnu svæði í Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2017-2029 í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða aðalskipulagsbreytingu var auglýst breyting á deiliskipulagi Finnmarkar í samræmi við 2. mgr. 41. gr. sömu laga.
Markmið skipulagsbreytinganna var að stækka reit S2 fyrir samfélagsþjónustu, fjölga leikskóladeildum, stækka byggingareit og heimila aukið byggingarmagn til þess að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í Hveragerðisbæ. Auglýstur athugasemdafrestur var frá 15. maí til 25. júní 2023.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun dags. 1. júní 2023, Veitur ehf. dags. 5. júní 2023 og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 29. júní. Umsagnaraðilar höfðu yfirfarið gögnin og gerðu engar athugasemdir við tillögurnar.
Markmið skipulagsbreytinganna var að stækka reit S2 fyrir samfélagsþjónustu, fjölga leikskóladeildum, stækka byggingareit og heimila aukið byggingarmagn til þess að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í Hveragerðisbæ. Auglýstur athugasemdafrestur var frá 15. maí til 25. júní 2023.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun dags. 1. júní 2023, Veitur ehf. dags. 5. júní 2023 og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 29. júní. Umsagnaraðilar höfðu yfirfarið gögnin og gerðu engar athugasemdir við tillögurnar.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi á reitnum Finnmörk - Réttarheiði sem leikskólinn Óskaland er á ítrekar bæjarfulltrúi D-listans áhyggjur af því að með breytingunni og fyrirhugaðri viðbót allt að fjögurra deilda við leikskólann í formi bráðabirgðahúsnæðis verði álag á umrætt svæði og sjálfan skólann alltof mikið. Telur bæjarfulltrúi D-listans að farsælla hefði verið að setja viðbótina niður á nýjum stað sem fyrirhugaður var í Kambalandinu.
Eyþór H. Ólafsson.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ákveðið var að fara þá leið að byggja upp frekari aðstöðu á Óskalandi meðal annars með það í huga að framkvæmdin er mjög hagkvæm, bæði í kostnaði og tíma. Áætlað er að nýjar deildir á leikskólanum taki til starfa fyrir komandi áramót. Með þessari breytingu og fyrirhuguðum framkvæmdum er bæði leystur vandinn varðandi biðlista eftir leikskólaplássi og varðandi starfsmannaaðstöðu og sérkennslurými á Óskalandi. Jafnframt er leikskólinn sem fyrirhugaður er í Kambalandi enn á áætlun og verður farið í frekari undirbúning þeirrar framkvæmdar í beinu framhaldi viðbótarinnar við Óskaland.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Aðalskipulagsbreytingin samþykkt í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vegna breytinga á aðalskipulagi og deiliskipulagi á reitnum Finnmörk - Réttarheiði sem leikskólinn Óskaland er á ítrekar bæjarfulltrúi D-listans áhyggjur af því að með breytingunni og fyrirhugaðri viðbót allt að fjögurra deilda við leikskólann í formi bráðabirgðahúsnæðis verði álag á umrætt svæði og sjálfan skólann alltof mikið. Telur bæjarfulltrúi D-listans að farsælla hefði verið að setja viðbótina niður á nýjum stað sem fyrirhugaður var í Kambalandinu.
Eyþór H. Ólafsson.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ákveðið var að fara þá leið að byggja upp frekari aðstöðu á Óskalandi meðal annars með það í huga að framkvæmdin er mjög hagkvæm, bæði í kostnaði og tíma. Áætlað er að nýjar deildir á leikskólanum taki til starfa fyrir komandi áramót. Með þessari breytingu og fyrirhuguðum framkvæmdum er bæði leystur vandinn varðandi biðlista eftir leikskólaplássi og varðandi starfsmannaaðstöðu og sérkennslurými á Óskalandi. Jafnframt er leikskólinn sem fyrirhugaður er í Kambalandi enn á áætlun og verður farið í frekari undirbúning þeirrar framkvæmdar í beinu framhaldi viðbótarinnar við Óskaland.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Aðalskipulagsbreytingin samþykkt í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.Breyting á deiliskipulagi Finnmörk - Réttarheiði
2304076
Lögð fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Réttarheiðar og Finnmarkar, vegna leikskólans Óskalands í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða deiliskipulagsbreytingu var auglýst breyting á aðalskipulagi reitar S2 og aðlægum reit opins svæðis í samræmi við 2. mgr. 41. gr. sömu laga.
Markmið skipulagsbreytinganna var að stækka reit S2 fyrir samfélagsþjónustu, fjölga leikskóladeildum, stækka byggingareit og heimila aukið byggingarmagn til þess að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í Hveragerðisbæ. Auglýstur athugasemdafrestur var frá 15. maí til 25. júní 2023.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun dags. 1. júní 2023, Veitur ehf. dags. 5. júní 2023 og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 29. júní. Umsagnaraðilar höfðu yfirfarið gögnin og gerðu engar athugasemdir við tillögurnar.
Markmið skipulagsbreytinganna var að stækka reit S2 fyrir samfélagsþjónustu, fjölga leikskóladeildum, stækka byggingareit og heimila aukið byggingarmagn til þess að koma til móts við fjölgun leikskólabarna í Hveragerðisbæ. Auglýstur athugasemdafrestur var frá 15. maí til 25. júní 2023.
Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun dags. 1. júní 2023, Veitur ehf. dags. 5. júní 2023 og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands dags. 29. júní. Umsagnaraðilar höfðu yfirfarið gögnin og gerðu engar athugasemdir við tillögurnar.
Deiliskipulagsbreytingin samþykkt í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.Fundargerðir aðalskipulagsnefndar 5. og 19. júní 2023
2306080
Fundargerðirnar samþykktar.
16.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði 27. júní 2023
2306087
Fundargerðin samþykkt.
17.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 9. júní 2023
2306085
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 15. júní 2023
2306086
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 22. júní 2023
2306100
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 22. júní 2023
2306088
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga 12. maí 2023
2306081
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:43.
Getum við bætt efni síðunnar?