Fara í efni

Bæjarráð

807. fundur 19. apríl 2023 kl. 08:00 - 09:52 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Forsætisráðuneytinu frá 16. apríl 2023

2304039

Lögð fram auglýsing um fundarferð forsætis ráðherra um Ísland til að kynna Grænbók um sjálfbært Íslands.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 14. apríl 2023

2304035

Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Kristins Ólafssonar, kt. 280788-3769 um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi vegna úrslitakeppni 1. deildar í körfubolta, við hliðina á inngangi í íþróttahús þann 19. apríl 2023 frá 16:30 til 22:00 og 25. apríl 2023 frá 16:00 til 22:00.
Bæjarráð gerir ekki athugsemd við að leyfið verði veitt.

3.Fyrirspurn Baldurs Sigurðssonar frá 11. apríl 2022

2205034

Lagt fram bréf frá Baldri Sigurðssyni verkstjóri hjá Aðalleið ehf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um skil verktaka á umsömdum verkefnum á vegum bæjarins undanfarin 4 ár, einkum með tilliti til umsamins verktíma og hvort skil miðað við athugasemdalausar úttektir hafa dregist og hversu lengi. Erindið var áður tekið fyrir á bæjarráði 22. apríl 2022.
Svar við fyrirspurn Baldurs Sigurðssonar frá 11. apríl 2022:
Í bréfinu óskar Baldur Sigurðsson verkstjóri hjá Aðalleið ehf. eftir upplýsingum um skil verktaka á umsömdum verkefnum á vegum bæjarins undanfarin fjögur ár, einkum með tilliti til umsamins verktíma og hvort skil miðað við athugasemdalausar úttektir hafa dregist og hversu lengi.
Vegnar ítrekaðra vanefndar verktaka á umsömdum skilafrestum í gatnagerð var óskað eftir því af fyrrum bæjarstjórn, sbr. bókun á fundi bæjarráðs Hveragerðis 17. júlí 2018 að tekið yrði harðar á skilum verktaka og í framhaldinu var ákveðið að fylgja eftirliti betur eftir með því að ráða utanaðkomandi verkfræðistofur til eftirlits. Fyrsta verkið sem þetta reyndi á var útboð vegna framkvæmda við aðveitulögn vatnsveitu að Kambalandi, þar var Aðalleið lægstbjóðandi og þar var Verkfræðistofan Verkís fengin til að sjá um eftirlit og tryggja hagsmuni bæjarins. Þar tafðist skil verksins um 87 daga. Auk þess þurfti að boða sjö sinnum til lokaúttektar til að fá verktaka til að ljúka verkinu. Umræddu verki lauk í nóvember 2020. Tafarbætur voru reiknaðar af eftirlitsmanni samkvæmt útboðsgögnum fyrir þessa 87 daga. Af tillögu byggingarfulltrúa var lagt til að fella niður 75% af tafarbótum og urðu það málalok verksins.
Aðalleið ehf. er því fyrsta fyrirtækið sem er beitt tafarbótum eftir að þessi áherslubreyting varð hjá Hveragerðisbæ. Það er mat Hveragerðisbæjar að nauðsynlegt hafi verið að herða eftirlit með framkvæmdum og krefjast þess að verktakar leggi sig fram um að skila verkum á umsömdum tímum. Beiting ákvæða um tafabætur er úrræði sem ekki er beitt nema að ítrustum kosti. Rétt er að benda á að verktökum er heimilt að hafna greiðslu tafabóta og eða sáttartillögum verkkaupa telji þeir það ekki réttmætar kröfur samkvæmt útboðsgögnum og gerðum samningum og fara með málið fyrir Héraðsdóm Suðurlands eins og kemur fram í verksamningum.

4.Drög að breyttu stjórnskipulagi Hveragerðisbæjar

2304043

Lagt fram minnisblað frá KPMG dagsett 14. apríl 2023 þar sem drög að breyttu stjórnskipulagi Hveragerðisbæjar eru kynnt.
Drögin kynnt og verða lögð fyrir bæjarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

5.Drög að breyttum samþykktum Hveragerðisbæjar

2304047

Lögð fram drög að breyttum samþykktum Hveragerðisbæjar.
Drögin kynnt og verða lögð fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

6.Opnun tilboða Grunnskólinn í Hveragerði, 3. áfangi viðbyggingar

2303107

Opnun tilboða í verkið "Grunnskólinn í Hveragerði, 3. áfangi viðbyggingar" fór fram 15. mars 2023. Alls bárust 3 tilboð í verkið.

Jáverk ehf 908.047.840.kr
Alefli ehf 842.841.546.kr
Stéttarfélagið 820.684.120.kr

Kostnaðaráætlun 744.082.764.kr
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda Stéttafélagsins með fyrirvara um álit frá KPMG samkvæmt 66. grein sveitarstjórnarlaga enda uppfylli tilboð þess skilyrði útboðsgagna.

Fulltrúi D-listans sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun.

Í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins, brýnni þörf um ný leikskólapláss, hátt vaxtastig og þenslu í þjóðfélaginu, beinir undirritaður bæjarfulltrúi D-listans því til meirihluta Framsóknar og O-listans, að athuga hvort skynsamlegt sé að fresta framkvæmdum við Grunnskólann í Hveragerði.
Alda Pálsdóttir

7.Opnun tilboða í verkið - Rif á Egilsstöðum

2304034

Opnuna tilboða í verkið "Rif á Egilstöðum" fór fram 4. apríl 2023. Alls barst 1 tilboð í verkið.

Aðalleið ehf 4.850.000.kr

Kostnaðaráætlun 5.000.000.kr
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðenda Aðalleið ehf enda uppfylli tilboð hans skilyrði útboðsgagna.

8.Fundargerð Arnardrangs frá 17. mars 2023

2304030

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð Bergrisans frá 17. mars 2023

2304031

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð Bergrisans frá 3. apríl 2023

2304032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 11. apríl 2023

2304033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:52.

Getum við bætt efni síðunnar?