Fara í efni

Bæjarráð

806. fundur 13. apríl 2023 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. mars 2023

2303108

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald) 80. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 31. mars 2023

2304006

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 31. mars 2023

2304007

Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 4. apríl 2023

2304009

Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2022.
Hveragerðisbær hefur fengið styrki frá styrktarsjóði EBÍ áður og hafa mörg af söguskiltum bæjarins verið sett upp með þeirra styrk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsókn í sjóðinn.

5.Bréf frá Land lögmenn frá 27. mars 2023

2304015

Í bréfinu sem ritað er fyrir hönd eigenda fasteignarinnar Grænumörk 1, Hveragerði er óskað eftir skaðabótum vegna tjóns af hæðarmismun Austurmarkar - Edenmarkar við Grænumörk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra ásamt lögmanni bæjarins að svara erindinu.

6.Bréf frá Veru Ósk Valgarðsdóttur frá 31. mars 2023

2304005

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að Hveragerðisbær bjóði upp á móttöku á Listasafni Árnesinga vegna landssambandsþings Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, sem haldið verður á Hótel Örk 13. og 14. maí.
Bæjarráð þakkar erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.

7.Bréf frá UMFÍ frá mars 2023

2303086

Í bréfinu er vakin athugli á bæklingi til foreldra um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að bæklingi þessum sé dreift sem víðast og að upplýsingar um frístundastarf barna sé aðgengilegt öllum foreldrum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma þessum upplýsingum áfram til foreldra í gegnum skólastjórnendur og íþróttafélög. Bæklingurinn verði aðgengilegur á heimasíðu bæjarins.

8.Lóðaumsóknir Hólmabrún 8

2304004

Fyrir fundinum liggja 2 gildar umsóknir um lóðina Hólmabrún 8. Aðstoðarmaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.


Gunnar Þór Snorrason, fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir fær úthlutað lóðinni Hólmabrún 8 í samræmi við reglur um úthlutun lóða. Til vara Elmar Ingi Elmarsson.

9.Minnisblað bæjarstjóra vegna mannaráðninga fræðslu- og velferðasviðs Hveragerðis

2304026

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjórna vegna ráðningar í störf hjá fræðslu- og velferðasviði Hveragerðis.
Bæjarráð vill þakka öllum þeim sem sýndu störfunum áhuga og sóttu um og fagnar því hversu margar umsóknir bárust. Alls bárust 28 umsóknir frá 26 umsækjendum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að eftirtaldir verði ráðnir:
Í starf deildarstjóra skólaþjónustu Elfa Birkisdóttir
Í starf deildarstjóra velferðaþjónustu Erna Harðar Sólveigardóttir
Í starf félagsráðgjafa í barnavernd Rósa Huld Sigurðardóttir.

10.Minnisblað frá skrifstofustjóra um jafnlaunavottun

2304010

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna jafnlaunavottunar fyrir Hveragerðisbæ. Hveragerðisbær hefur nú fengið endurnýjun á vottuðu jafnlaunakerfi samkvæmt ÍST 85:2012 sem gildir til 18.5.2026 og heimild til að nota jafnlaunamerkið á heimasíðu og í efni bæjarins
Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu jafnlaunavottunar en aðeins um 1,8% útskýrður kynbundinn launamunur er konum í hag og fylgni launa 96%.

11.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegna kvöld- og helgarþjónustu

2304021

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun vegan bakvakta í kvöld og helgarþjónustu hjá stuðningsþjónustunni upp á kr. 1 milljón í laun og launatengd gjöld.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna. Mótbókun fari á handbært fé.

12.Drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar 2022

2304022

Lögð fram drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar fyrir árið 2022.
Í drögin vantar áhrif af byggðasamlögum sem Hveragerðisbær er aðili að en þau verða komin í reikninginn við fyrir umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkir að undirrita ársreikninginn og að senda hann til endurskoðenda og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2022 skilar okkur hærri skatttekjum en áður hefur sést og rúmlega 200 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eða tæplega 2,4 milljarða í heildina. Heildartekjur voru því tæplega 4 milljarðar í A hluta og rúmlega 4 milljarðar samanlegt í A og B hluta. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir eru því að skila okkur jákvæðri niðurstöðu um 333 milljónir. Þessi mikla uppbygging sem hefur verið í Hveragerði er að skila okkur auknum tekjum, það eitt er víst, en á sama tíma hefur skuldastaða bæjarins á hvern íbúa aukist til muna. Þegar skuldastaðan er mikil er fjármagsnkostnaðurinn gríðarlega hár, verðbólguskot og vaxtahækkanir setja stórt strik í reikninginn, en fjármagnskostnaður á síðasta ári nam tæplega 500 milljónum. Vegna þessara gríðarlega fjármagnskostnaðar sem til féll var rekstarafkoma ársins neikvæð upp á tæplega 250 milljónir í A hluta og tæplega 300 milljónir í A og B hluta.

Ljóst er að rekstur Hveragerðisbæjar hefur undanfarin ár ekki verið sjáfbær sem sjá má af því að lán hafa verið tekin fyrir rekstri bæjarins og vegna þessa hefur skuldahlutfallið hækkað umfram fjárfestingar. Innviða uppbyggingin hefur því miður á sama tíma ekki haldist í hendur. Gríðarleg þörf er því komin fyrir uppbyggingu innviða, en til að bregðast við þessari stöðu var sett af stað úttekt og stefnumótun sem kynnt verða íbúum á næstu vikum. Í þessari vinnu var settur aukinn þungi í að greina tækifærin og snúa vörn til í sókn til þess að bregaðst við þessari skuldasöfnun og finna leiðir til að auka tekjustofna bæjarins. Mælanleg markmið í fjármálum verða sett fram samhliða 10 ára áætlun og stefna bæjarins mörkuð. Allt með það að markmiði að gera Hveragerðisbæ að enn betri búsetukosti og auka hagsæld íbúa og fyrirtækja hér í bæ en umfram allt ábyrga fjármálastjórn.

Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson.

13.Verkfundargerð - Hólmabrún 14. mars 2023

2303100

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Verkfundargerð frá 22. febrúar 2023 - Breiðamörk

15.Verkfundargerð Austurmörk og Grænamörk færsla gatnamóta frá 28. mars 2023

2303112

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Verkfundargerð Hólmabrún frá 28. mars 2023

2303113

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 17. mars 2023

2303088

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. mars 2023

2304019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð SASS frá 3. mars 2023

2303089

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð SASS frá 24. mars 2023

2304011

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 16. desember 2022

2303090

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 14. febrúar 2023

2303091

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 14. mars 2023

2303101

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 3. janúar 2023

2303102

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 16. janúar 2023

2303103

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerð Listasafns Árnesinga frá 17. mars 2023 og ársreikningur 2022

2303106

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 27. mars 2023 og ársskýrsla 2022

2303105

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 30. mars 2023 og ársreikningur 2022

2304008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Fundargerð Bergrisans frá 17. febrúar 2023

2304012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?