Bæjarráð
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram
1.Minnisblað bæjarstjóra vegna fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar
2302025
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 11. febrúar þar sem rætt er um starsmannamál hjá fræðslu- og velferðaþjónustu Hveragerðisbæjar.
Meirihluti bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir félagsráðgjafa og tveimur sérfræðingum til þess að leiða og stýra þróunarvinnu þjónustunnar, annars vegar á sviði velferðamála og hins vegar á sviði fræðslumála bæjarins.
Fulltrúi D-listans sat hjá með eftirfarandi bókun.
Líkt og bæjarfulltrúar D-listans bentu á á síðasta bæjarstjórnarfundi fagna fulltrúar D-listans því að loks sé komin hreyfing á málum tengdum fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði í kjölfar úrsagnar Hveragerðisbæjar úr skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Fulltrúi D-listans telur sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðun til framlagðs minnisblaðs frá bæjarstjóra í ljósi þess að engin gögn liggja fyrir um málið.
Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúi D-listans sat hjá með eftirfarandi bókun.
Líkt og bæjarfulltrúar D-listans bentu á á síðasta bæjarstjórnarfundi fagna fulltrúar D-listans því að loks sé komin hreyfing á málum tengdum fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði í kjölfar úrsagnar Hveragerðisbæjar úr skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings.
Fulltrúi D-listans telur sig ekki geta tekið upplýsta ákvörðun til framlagðs minnisblaðs frá bæjarstjóra í ljósi þess að engin gögn liggja fyrir um málið.
Friðrik Sigurbjörnsson.
2.Verkfundargerð frá 25. janúar 2023 - "Breiðamörk"
2302020
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3.Byggingarnefnd Grunnskólans í Hveragerði frá 7. febrúar 2023
2302021
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. janúar 2023
2302022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?