Bæjarráð
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Samningur við nemendur 7. bekkjar í Grunnskólanum í Hveragerði um umhverfishreinsun 2022-2023
2301056
Lagður fram samningur við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun veturinn 2022-2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
2.Samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf 2022-2023
2301055
Lagður fram samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf veturinn 2022-2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
3.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
2301043
Óskað eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í utan Hveragerðis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsóknina samkvæmt reglum um viðmiðunarkostnað, gefnum út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
4.Stefnumótun Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árin 2023-2028.
2301049
Lögð fram stefnumótun Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árin 2023-2028.
Lagt fram til kynningar.
5.Fundargerð hönnunarfundar Grunnskólans í Hveragerði frá 12. desember 2022
2301045
Fundargerðin samþykkt.
6.Fundargerð hönnunarfundar Grunnskólans í Hveragerði frá 10. janúar 2023
2301046
Fundargerðin samþykkt.
7.Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 10. janúar 2023
2301050
Lögð fram aukafundargerð frá Hérðasnefnd Árnesinga og bréf frá framkvæmdastjórn nefndarinnar um húsnæðismál.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki að kaupa húsnæði að Hellismýri 8 undir starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga. Jafnframt fagnar bæjarráð því að loksins skuli vera komin niðurstaða í húsnæðismál héraðsskjalasafnsins sem búið er að ræða innan nefndarinnar síðustu tvö kjörtímabil. Bæjarráð bindur miklar vonir við að öll aðildarsveitarfélög byggðarsamlagsins samþykki í sínum bæjarstjórnum svo hægt sé að vinna málið áfram.
8.Fundargerð Arnardrangs hses frá 19. desember 2022
2301044
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Fundargerð Bergrisans frá 30. nóvember 2022
2301047
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Fundargerð Bergrisans frá 19. desember 2022
2301048
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:37.
Getum við bætt efni síðunnar?