Fara í efni

Bæjarráð

799. fundur 15. desember 2022 kl. 08:00 - 08:35 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf vegna góðgerðadagsins

2212051

Í bréfinu er rætt um góðgerðardaginn í Grunnskólanum í Hveragerði 2022. Þetta árið hefur verið tekin ákvörðun um að styrkja Einstök börn.
Bæjarráð samþykkir að styrkja góðgerðadaginn um kr. 100.000.-

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 8. desember 2022

2212038

Með bréfinu fylgdi greinargerð um svæðisáætlanir sveitarfélaga á Suðurlandi sem tóku þátt í svæðisáætlunarhluta átaksins Samtaka um hringrásarhagkerfi.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Þjóðaskjalasafni Íslands frá 7. desember 2022

2212036

Í bréfinu óskar Þjóðskjalasafn Íslands eftir umsögn um drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskylda aðila. Umsagnarfrestur er til 2. janúar 2022.
Bæjarráð telur að reglur um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila muni vera til hagræðis fyrir sveitarfélagið. Gögn fjárhagsbókhalds, að undanskildum ársreikningi, hafa tímabundið og takmarkað gildi og því ekki skynsamlegt að íþyngja sveitarfélaginu með varðveislu umræddra gagna.

4.Bréf frá Handverk og hugvit undir Hamri frá 9. desember 2022

2212037

Í bréfinu óskar Handverk og hugvit um framlengingu á leigusamningi á hluta af svæði neðri hæðar gamla barnaskólans Egilstaði en samningurinn rennur út um átamót 2022-2023.
Húsið Egilsstaðir er eitt af elstu húsum Hveragerðis, byggt 1930 og er þriðja elsta hús bæjarins. Húsið var byggt í upphafi af Afmælisfélaginu og var þar rekið sumardvalarheimili fyrir börn en frá 1937 var þar skóli. Á síðustu árum hefur í húsinu verið aðstaða fyrir listamenn í Handverki og hugviti undir Hamri. Húsið er mikilvægur hluti af sögu Hveragerðis en í úttekt sem Pétur Ármannsson, arkitekt, gerði árið 2005 á verndum húsa í Hveragerði, kom fram að húsið hefði varðveislugildi.

Á næsta ári hefjast framkvæmdir við 3. áfanga grunnskólans og þurfa því Egilsstaðir að víkja á næstu árum vegna stækkunar á Grunnskólans í Hveragerði, en þó ekki strax. Þegar framkvæmdir við 3. áfanga hefjast þarf að fjarlægja viðbygginguna við austurenda Egilsstaða. Þar sem aðaltafla rafmagns og hitaveituinntak er í viðbyggingunni rofna þær tengingar við Egilsstaði þegar hún verður rifin en stefnt er að niðurrifið getið hafist í byrjun maímánaðar. Vegna þessa verður ekki hægt að nýta Egilsstaði eftir 1. maí.

Þegar byggingu 3. áfanga skólans er lokið er stefnt á að framkvæmdir við 4. áfanga hefjist og þá þarf að flytja Egilsstaði. Í fyrrgreindri úttekt Péturs Ármannssonar er lagt til að húsið verði fært svo að það geti orðið hluti af þeirri heild sem mjólkurbúið (Breiðamörk 26) og Þinghúsið (Skyrgerðin, Breiðamörk 25) mynda. Hugmyndir hafa ræddar innan bæjarstjórnar um að færa húsið á milli gamla kaupfélagsins (Breiðamörk 24) og mjólkurbúsins (Breiðamörk 26) og ásamt Varmahlíð (Breiðumörk 31) myndi glæsilega götumynd þar sem elstu hús bæjarins standa. Það er mikill vilji meðal bæjaryfirvalda að stuðla að mögulegri færslu og varðveislu hússins á nýjum stað. Lagt er til að bæjaryfirvöld fari strax í viðræður við hæfa aðila um mögulegan flutning og endurgerð hússins á nýjum stað.

Hjá Handverki og hugviti undir Hamri er unnið að menningu og handverki sem er samfélaginu í Hveragerði mikilvægt. Á meðan aðstaða er í Egilsstöðum og hún nýtist félaginu er Hveragerðisbær tilbúinn til að framlengja samning um afnot af húsinu. Í ljósi framkvæmda við grunnskólann sem hefjast á næstunni er lagt til að samningurinn verði framlengdur til 30. apríl 2023. Bæjarstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn félagsins og í framhaldinu gera samning við félagið á sama grundvelli og eldri samningur. Undir lok samningstíma verði skoðað með frekari framlengingu á samningi með tilliti til hvernig framkvæmdir við grunnskólann ganga.

5.Fyrirspurn frá D-lista - Kostnaður vegna Hamarshallar áforma

2212046

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Óskað er eftir upplýsingum um þann kostnað sem hefur fallið til við vinnu Mannvits og Alarks arkitekta fram til þessa vegna uppbyggingaáforma um nýja Hamarshöll.

Friðrik Sigurbjörnsson
Sá kostnaður sem fallið hefur til vegna ráðgjafar, hönnunar og gerð alútboðsgagna vegna uppbyggingu Hamarshallarinnar er eftirfarandi:

Verkís 2,9 millj
Alark 3,6 millj
Mannvit. 3,5 millj
Samtals: 10 millj

Af þessu eru tælega 3 m.kr. sem féll til vegna hugmynda fyrrum meirihluta um kaup á nýju loftbornu íþróttahúsi og ráðgjafar vegna tryggingabóta.

Til að setja þessar fjárhæðir í samhengi við aðrar framkvæmdir og fjárfestingar Hveragerðisbæjar þá var kostnaður vegna arkitekta og verkfræðinga við byggingu 3. áfanga grunnskólans: 39 millj, kostaður vegna leikskólans Undralands var: 36 millj, hönnunarkostnaður vegna leikskólans í Kambalandi 8 millj og kostnaður vegna Hamarshallarinnar þegar hún var reist árið 2012 var 32 millj.

Mikilvægt er að vanda vel til verka áður en lagt er af stað í stór og veigamikil verkefni og borgar það sig til lengri tíma litið.

6.Verkfundargerð - Hólmabrún 6. desember 2022

2212047

Fundargerðin samþykkt.

7.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. nóvember 2022

2212041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð aðalfundar SASS 2022

2212049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð Bergrisans frá 15. nóvember ásamt skýrslu HLH ráðgafar vegna úttektar á stjórnsýslu og rekstri Bergrisans bs

10.Fundargerð Byggðasafn Árnesinga frá 6.desember 2022

2212040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 8. desember 2022

2212048

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:35.

Getum við bætt efni síðunnar?