Fara í efni

Bæjarráð

798. fundur 01. desember 2022 kl. 08:00 - 08:36 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18. nóvember 2022

2211088

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð fagnar að tryggja eigi öruggt farsímasamband á þjóðvegum landsins og þá sérstaklega á leiðinni yfir Hellisheiði einum fjölfarnasta kafla þjóðvegarins.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingi frá 28. nóvember 2022

2211092

Í bréfinu óskar efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.
Til fram til kynningar.

3.Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 22. nóvember 2022

2211094

Í bréfinu tilkynnir Mennta- og barnamálaráðuneytið um mögulega afturköllun staðfestingar mennta- og barnamálaráðherra á reglum um innritun og útskrift nemenda vegna sérdeildar Suðurlands. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins.
Bæjarstjóra í samráði við lögmann bæjarins falið að svara erindinu.

4.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 18. nóvember 2022

2211089

Í bréfinu vekur Innviðaráðuneytið athygli á því að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 25. nóvember 2022

2211095

Í bréfinu þakkar ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja og standa að fallegum viðburðum um land allt á minningardaginn. Dagurinn eflir vitund allra um afleyðingar slysa og hvernig megi vinna að því að koma í veg fyrir þau.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. nóvember 2022

2211087

Í bréfinu óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir endurnýjun á kjarasamningsumboði og samþykkt á samkomulagi um sameiginlega ábyrgð á öflun upplýsinga með rafrænum hætti.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að endurnýja kjarasamningsumboð við Samband íslenskra sveitarfélaga og samþykkja sameiginlega ábyrgð á öflun upplýsinga með rafrænum hætti.

7.Bréf frá ADHD samtökunum frá 17. nóvember 2022

2211086

Í bréfinu óska ADHD samtökin eftir samstarfi við Hveragerði um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Suðurlandi. Hver sem leiðin yrði, óska þeir eftir allt að kr. 500.000,- í styrk, sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

8.Bréf frá Sjóðnum góða frá 17. nóvember 2022

2211085

Í bréfinu óskar Sjóðurinn góði, sem er samstarfsverkefni félagasamtaka í Árnessýslu eftir fjárframlagi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Sjóðurinn góði verði styrktur um 100.000,-.

9.Bréf frá Ríkharði Traustasyni frá 18. nóvember 2022

2211100

Í bréfinu óskar Ríkharður Traustason sem lóðarhafi að Hólmabrún 2, óska eftir að fá að skipta á Hólmabrún 2 fyrir Hólmabrún 4.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skiptin þannig að Ríkarður Traustason fái lóðina Hólmabrún 4 og lóðin Hólmabrún 2 verði auglýst laus til umsókna.

10.Bréf frá Markaðsstofu Suðurlands frá 25. nóvember 2022

2211093

Í bréfinu óskar Markaðsstofa Suðurlands eftir framlengingu á samstarfssamningi við Hveragerðisbæ.
Bæjarráð hefur ákveðið að framlengja ekki starfssamninginn við Markaðsstofu Suðurlands en þakkar jafnframt fyrir það starf sem þar hefur verið unnið.

11.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Yfirtaka héraðsvegar meðfram Varmá

2211090

Minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 21. nóvember 2022 varðandi yfirtöku á héraðsvegi meðfram Varmá.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja við Vegagerðina um yfirtöku bæjarins á Breiðumörk frá Laufskógum til vesturs að afleggjara að brú yfir í Ölfus.

12.Minnisblað frá leikskólastjórum - leikskólagjöld milli jóla og nýárs

2211097

Minnisblað frá leikskólastjórum frá 28. nóvember 2022 varðandi greiðslur leikskólagjalda milli jóla og nýárs.
Bæjarráð samþykkir að fella niður vistunar- og matargjald barna þeirra foreldra sem tilkynna fyrir jól að börnin muni ekki nýta sér þjónustu leikskólanna milli jóla og nýárs.

13.Umhverfisstofnun auglýsir breytingu á starfsleyfi Orku náttúrunnar ohf.

2211077

Umhverfisstofnun auglýsir breytingu á starfsleyfi Orku náttúrunnar ohf. fyrir vetnisverksmiðju að Tæknigörðum við Hellisheiðavirkjun. Breytingin fellst í að gildistími starfsleyfisins er lengdur til 16 ára og framleiðslumagn er aukið úr
93,468 tonnum af vetni á ári í 130 tonn. Einnig eru önnur ákvæði starfsleyfisins uppfært til samræmis við nýleg starfsleyfi.
Lagt fram til kynningar.

14.Fyrirspurn frá D-lista - Hækkun launa bæjarstjórnar

2211098

Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Í fjárhagsáætlun ársins 2023 sem meirihluti O-lista og Framsóknar hafa lagt fram saman kemur fram að hækka eigi nefndarlaun og launatengd gjöld bæjarstjórnar um 37% milli áætlana ársins 2022 og 2023.

Fulltrúi D-listans óskar eftir svörum við því hvort til standi að hækka laun bæjarfulltrúa um 37% eða hvort til standi að fjölga bæjarfulltrúum úr 7 í 9 á næsta ári?

Friðrik Sigurbjörnsson
Sú hækkun sem sjá má í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 á launum kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn skýrist einkum af eftirfarandi þáttum:
1. Hækkun á hlutfalli við þingfararkaup. Laun kjörinna fulltrúa hjá Hveragerðisbæ hafa í langan tíma miðast við tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í fjárhagsáætlunarvinnunni árið 2022, sem allir þáverandi bæjarfulltrúar tóku þátt í, var ákveðið að miðað yrði við að hver hlutur árið 2022 yrði 6% af þingfararkaupi og hann yrði svo hækkaður í 7,5% árið 2023 og er miðað við það í fjárhagsáætlun 2023. Með því yrðu laun bæjarfulltrúa hjá Hveragerðisbæ í „þokkalegu samræmi við sveitarfélög af svipaðri stærð“ svo vitnað sé í orð fyrrum bæjarstjóra.

Við útreikning á launum kjörinna fulltrúa er tekið mið af viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem samþykktar voru 24. júní 2016 og reiknireglu sem hefur verið viðhöfð hjá Hveragerðisbæ. Í viðmiðunarreglunum er miðað við að laun kjörinna fulltrúa sé tiltekið hlutfall af þingfararkaupi á hverjum tíma eins og reiknireglan hefur verið hjá Hveragerðisbæ í langan tíma. Í viðmiðunarreglum Sambandsins fyrir sveitarfélög þar sem íbúafjöldi er 3.001 til 5.000 er miðað við að lægri mörk í laun kjörinna fulltrúa sé 14,82% af þingfararkaupi en efri mörk er 19,31% af þingfararkaupi. Við útreikning á launum kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn er miðað við að einn hlutur sé 7,5% af þingfararkaupi og fær bæjarfulltrúi tvo hluti á mánuði, sem gerir 15% af þingfararkaupi sem er í samræmi við neðri mörk í viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá má geta þess að á árinu 2022 fór íbúafjöldi Hveragerðisbæjar yfir 3.000 og stendur nú í 3.185.
2. Hækkun á þingfararkaupi. Á milli áranna 2022 og 2023 hækkar þingfararkaup um 4,68%
3. Fleiri varamenn sitja bæjarstjórnarfundi. Í áætluninni er gert ráð fyrir að varabæjarfulltrúar sitji fleiri bæjarstjórnarfundi en áður, eða tíu varamenn í stað fjögurra áður. Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru af þessu kjörtímabili hafa verið haldnir átta bæjarstjórnarfundir og hefur þurft að boða varabæjarfulltrúa tíu sinnum, þar af hefur Sjálfstæðisflokkur boðað varamenn fimm sinnum, Framsókn fjórum sinnum og Okkar Hveragerði einu sinni.
4. Þá liggur hækkun í að allir pólitískir fulltrúar fá greitt fyrir setu á fundum SASS og Héraðsnefndar Árnesingaen en fyrrum bæjarstjóri, sem jafnframt var pólitískur fulltrúi, fékk ekki greitt fyrir setu á þessum fundum.

Reikniregla við útreikning á setu í bæjarstjórn er reiknuð út frá 7,5% hlut af þingfararkaupi. Þingfararkaup frá 1. janúar 2023 verður kr. 1.354.582 en var árið 2022 kr. 1.285.411. Út frá þessum forsendum breytast laun fyrir setu í bæjarstjórn þannig að árið 2022 eru launin kr. 154.249 á mánuði en verða árið 2023 kr. 201.837 á mánuði. Eins og áður fá bæjarfulltrúar tvo hluti á mánuði en forseti bæjarstjórnar fjóra hluti á mánuði.

15.Byggingarnefnd Grunnskólans í Hveragerði frá 15. nóvember 2022

2211052

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Leikskólinn Óskaland - lóðarframkvæmdir frá 28. nóvember 2022

2211099

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð SASS frá 4. nóvember 2022

2211091

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:36.

Getum við bætt efni síðunnar?