Fara í efni

Bæjarráð

796. fundur 17. nóvember 2022 kl. 08:00 - 08:38 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 9. nóvember 2022

2211046

Í bréfinu býður Innviðaráðuneytið kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Verkefnið er liður í aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 7. nóvember 2022

2211047

Í bréfinu vekur Innviðaráðuneytið athygli á því í að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð tekur undir umsögn sambands Íslenskra sveitarfélaga sem komin er í samráðsgáttina.

3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. október 2022

2211054

Í bréfinu óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir að sveitarfélagið verði áfram með í sameiginlegri þróun starfrænni umbreytingu árið 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Hveragerðisbær verði áfram þátttakandi í stafrænu ráði sveitarfélaga.

4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 7. nóvember 2022

2211037

Í bréfinu segir frá Evrópsku nýtnivikunni sem haldin verður 19.- 27. nóvember nk. þar sem markmið vikunnar er að hvetja til aukinnar nýtni og draga úr myndun úrgangs.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að taka þátt í verkefninu.

5.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 1. nóvember 2022

2211029

Í bréfinu óskar Umhverfisstofnun eftir að sveitarfélög tilnefni fulltrúa sinn, og annan til vara, sem og fulltrúa náttúruverndar- eða umhverfisnefndar sveitarfélags ef slík nefnd starfar á svæðinu, í vatnasvæðanefnd með tilvísan í 6. gr. reglugerðar nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Lagt er til að formaður Umhverfisnefndar verði fulltrúi Hveragerðisbæjar og varaformaður nefndarinnar til vara til móts við fulltrúa Ölfus.

6.Bréf frá Stígamótum frá 31. október 2022

2211009

Í bréfinu óska Stígamót eftir fjárstuðningi frá Hveragerðisbæ vegna ársins 2023.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 120.000.- líkt og undanfarin ár.

7.Bréf frá foreldrafélagi leikskólanna í Hveragerði ódagsett.

2211040

Í bréfinu óskar foreldrafélag leikskólanna í Hveragerði eftir auka styrk fyrir árið 2023 til að halda sumarhátíð næsta sumar.
Bæjarráð samþykkir að styrkur til foreldrafélags leikskólanna árið 2023 verði aukinn úr 400.000.- í 500.000.-

8.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2211038

Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárin 2022-2025
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir skólaárið 2022-2023.

9.Leikskólinn Óskaland - lóðaframkvæmdir - verkfundargerð frá 4. nóvember 2022

2211035

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Verkfundargerð - Hólmabrún frá 8. nóvember 2022

2211036

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Fundargerð NOS frá 24. október 2022

2211041

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 11. nóvember 2022

2211042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga 2021 og minnisblað um rafræna langtímavarðveislu

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:38.

Getum við bætt efni síðunnar?