Bæjarráð
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25. október 2022
2210071
Í bréfinu óskar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál.
Lagt fram kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. október 2022
2210081
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá SASS frá 30. október 2022
2210088
Í bréfinu kemur fram að á nýliðnu ársþingi SASS var ákveðið að segja upp samningi um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands til samræmis við uppsagnarákvæði 8. gr. samnings um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands í Hveragerði, sbr. samning aðila dagsettur 3. febrúar 2004.
Bæjarráð harmar að SASS sjái sér ekki lengur fært að vera með í rekstri Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands.
4.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 18. október 2022
2210072
Í bréfinu er kynnt ágóðahlutagreiðsla EBÍ árið 2022 en Hveragerðisbær fær kr. 593.500.-
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá verkefnastjóra Sigurhæða frá 15. október 2022
2210070
Í bréfinu er óskað eftir styrk til verkefnisins Sigurhæða - þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi - vegna starfseminnar árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins þar til ljóst verður hvort Sigurhæðir fái enn óbreytt framlag frá Sóknaráætlun eða ekki. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
6.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Kambalandi
2210089
Í minnisblaðinu frá byggingarfulltrúa frá 31. október 2022 er fjallað um gatnagerð í Kambalandi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fara í verkið og að samið verði við núverandi gatnagerðar verktaka á svæðinu á grundvelli einingaverða í því verki. Kostnaðinum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
7.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð í Lindarbrún
2210090
Minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 31. október 2022 varðandi gatnagerð í Lindarbrún.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fara í verkið og að samið verði við núverandi gatnagerðar verktaka á svæðinu á grundvelli einingaverða í því verki. Kostnaðinum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
8.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - gatnagerð við Varmá
2210091
Minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 31. október 2022 varðandi gatnagerð við Varmá.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fara í framkvæmdina og verkið verði boðið út. Kostnaður sem fellur til á árinu 2022 rúmast innan fjárhagsáætlunar en kostnaði sem fellur til á árinu 2023 verði vísað til fjárhagsáætlunar.
9.Lóðaumsóknir - Hólmabrún 15
2211002
Fyrir fundinum liggja 3 gildar umsóknir um lóðina Hólmabrún 15. Aðstoðamaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.
Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Kristján Óðinn Unnarsson, fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Bragi Þorsteinn Bragason fær úthlutað lóðinni Hólmabrún 15 í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Til vara 1. Helgi Gíslason og 2. Gísli Sveinsson.
Til vara 1. Helgi Gíslason og 2. Gísli Sveinsson.
10.Skrá yfir þá starfsmenn Hvergerðisbæjar sem eru undanskildir verkfallsheimild
2210073
Lögð fram auglýsing um skrá yfir þá starfsmenn Hveragerðisbæjar sem undanskildir eru verkfallsheimild.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja listann.
11.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna úttektar á rekstri og þjónustu bæjarins
2210050
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna úttektar á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar. Minnisblaðið var áður lagt fram á bæjarstjórn 20. október og var afgreiðslu þá frestað til fullnaðarafgreiðslu á næsta bæjarráðsfundi.
Bæjarráð samþykkir að semja við KPMG um úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar. Kostanður við verkið rúmast innan bókhaldlykils 21010-9990 til síðari ráðstöfunar hjá bæjarstjórn.
12.Fyrirspurn frá D-lista - Gögn frá svokölluðum samráðsfundi
2211003
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Frá 18. október hefur fulltrúi D-listans ítrekað óskað eftir gögnum sem kynntar voru fyrir fulltrúum O-lista og Framsóknar á svokölluðum samráðsfundi þann 6. október 2022. Í þessum tölvupóst samskiptum þar sem óskað er eftir þessum gögnum eru allir bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, byggingafulltrúi, starfsmenn Mannvits og Alark arkitektastofu. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa lítil sem engin svör borist. Óskar því fulltrúi D-listans hér opinberlega eftir þessum gögnum og að þau verði birt verði á vefsíðu Hveragerðisbæjar eins og þau voru lögð fyrir á þessum svokallaða samráðsfundi. Samkvæmt fundargerðinni var eftirfarandi kynnt og er óskað að verði birt óbreytt á vefsíðu Hveragerðisbæjar : Fyrstu forsagnartillögur, rýmisáætlun, tillögur að grunnmyndum sniði og útliti húss sem er samkvæmt fundargerð samtals 7.760m2. Þá er óskað eftir þeim alútboðs- og forvalsgögnum ásamt tímalínu sem kynnt var á fundinum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Frá 18. október hefur fulltrúi D-listans ítrekað óskað eftir gögnum sem kynntar voru fyrir fulltrúum O-lista og Framsóknar á svokölluðum samráðsfundi þann 6. október 2022. Í þessum tölvupóst samskiptum þar sem óskað er eftir þessum gögnum eru allir bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, byggingafulltrúi, starfsmenn Mannvits og Alark arkitektastofu. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa lítil sem engin svör borist. Óskar því fulltrúi D-listans hér opinberlega eftir þessum gögnum og að þau verði birt verði á vefsíðu Hveragerðisbæjar eins og þau voru lögð fyrir á þessum svokallaða samráðsfundi. Samkvæmt fundargerðinni var eftirfarandi kynnt og er óskað að verði birt óbreytt á vefsíðu Hveragerðisbæjar : Fyrstu forsagnartillögur, rýmisáætlun, tillögur að grunnmyndum sniði og útliti húss sem er samkvæmt fundargerð samtals 7.760m2. Þá er óskað eftir þeim alútboðs- og forvalsgögnum ásamt tímalínu sem kynnt var á fundinum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Líkt og kemur fram í fundargerð voru tillögur kynntar á fundinum en engin gögn lögð fram.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans undrast þá leynd sem hvílir yfir byggingu nýs íþróttamannvirkis og að ekki sé hægt að afhenda þau gögn sem lágu fyrir á þessum svokallaða samráðsfundi.
Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans undrast þá leynd sem hvílir yfir byggingu nýs íþróttamannvirkis og að ekki sé hægt að afhenda þau gögn sem lágu fyrir á þessum svokallaða samráðsfundi.
Friðrik Sigurbjörnsson.
13.Fyrirspurn frá D-lista - Kostnaður vegna færslu á kennslustofu
2211004
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Óskað er eftir upplýsingum um þann kostnað sem hefur fallið til, þ.m.t. útlagða vinnu Áhaldahúss, við færsluna og viðgerðir á kennslustofunni sem sett hefur verið niður fyrir aftan Kaupfélagshúsið(handmenntastofuna).
Friðrik Sigurbjörnsson
Óskað er eftir upplýsingum um þann kostnað sem hefur fallið til, þ.m.t. útlagða vinnu Áhaldahúss, við færsluna og viðgerðir á kennslustofunni sem sett hefur verið niður fyrir aftan Kaupfélagshúsið(handmenntastofuna).
Friðrik Sigurbjörnsson
Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignafulltrúa er heildar kostnaður með vinnu áhaldahúss við uppsetningu og færslu á lausri kennslustofu um 6 milljónir. Kostnaðaráætlun var rúmar 4 milljónir.
Í kostnaðaráætlun var ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna byggingaleyfis og hönnunarvinnu sem er rúmlega 500 þús. Í kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að stofan væri hituð með rafmagnsofnum en við nánari skoðun kom í ljós að það var ekki hægt og því þurfti að fara í meiri pípulagavinnu en áætlað var. Kostaður við að gera stofuna aðgengilega fyrir alla var eins nokkur sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun.
Hveragerðisbær átti þessa lausu kennslustofu, en árið 2020 samþykkti fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins að selja kennslustofuna en án árangurs. Ef hún hefði verið seld er ljóst að kostnaður við kennslustofuna hefði verið mun meiri.
Í kostnaðaráætlun var ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna byggingaleyfis og hönnunarvinnu sem er rúmlega 500 þús. Í kostnaðaráætlun var gert ráð fyrir að stofan væri hituð með rafmagnsofnum en við nánari skoðun kom í ljós að það var ekki hægt og því þurfti að fara í meiri pípulagavinnu en áætlað var. Kostaður við að gera stofuna aðgengilega fyrir alla var eins nokkur sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun.
Hveragerðisbær átti þessa lausu kennslustofu, en árið 2020 samþykkti fyrrum meirihluti Sjálfstæðisflokksins að selja kennslustofuna en án árangurs. Ef hún hefði verið seld er ljóst að kostnaður við kennslustofuna hefði verið mun meiri.
14.Fyrirspurn frá D-lista - Samningur um eftirlit í Reykjadal
2211005
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hefur verið gerður samningur vegna hreinsunar og eftirlits í Reykjadal? Ef svo er til hversu langs tíma er sá samningur, í hverju fellst samningurinn, hvað fær aðilinn greitt fyrir samninginn og hvaðan fékkst sú heimild að gera samning?
Greinagerð
Fulltrúar D-listans telja það mikilvægt að í Reykjadal sé haft reglulegt eftirlit og hreinsunarstarf, enda er dalurinn einn stærsti viðkomustaður ferðamanna á landinu. Fyrir heimsfaraldur er talið að hátt í 300.000 manns hafi heimsótt Reykjadal ár hvert til að njóta þeirrar einstöku upplifunar sem þar er í boði og gerðu Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus og Landbúnaðarháskóli Íslands samning við Hjálparsveit Skáta í Hveragerði(HSSH) þar sem HSSH átti að sjá um eftirlit og hreinsun í Reykjadal ásamt því að sinna upplýsingagjöf. Samningurinn var tekinn fyrir og samþykktur samhljóða á fundi nr. 500 í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 17. október 2018 og gilti til lok maí 2019. Í kjölfarið tók Umhverfisstofnun tímabundið við landvörslu á svæðinu eða allt þar til heimsfaraldurinn skall á. Nú, eftir heimsfaraldur, hafa birst fréttir af slæmri umgengni í Reykjadal og í frétt frá síðustu helgi birtist viðtal við bæjarstjóra þar sem kom fram að samið hafði verið við HSSH um reglubundið eftirlit. Þannig að vitnað sé beint í fréttina í Morgunblaðinu „Geir[bæjarstjóri] segir að nú sé búið að gera samning á milli Hveragerðisbæjar og hjálparsveitarinnar um reglubundið eftirlit í Reykjadal.“ Bæjarfulltrúar D-listans kannast hinsvegar ekki við að samningur hafi verið gerður að nýju við HSSH, enda enginn slíkur samningur borinn fyrir bæjarfulltrúa né bæjarstjórn. Samkvæmt samþykktum Hveragerðisbæjar og Sveitarstjórnarlögum ber bæjarstjórn ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum sveitarfélagsins og gerð og eftirfylgni þjónustusamninga.
Friðrik Sigurbjörnsson
Hefur verið gerður samningur vegna hreinsunar og eftirlits í Reykjadal? Ef svo er til hversu langs tíma er sá samningur, í hverju fellst samningurinn, hvað fær aðilinn greitt fyrir samninginn og hvaðan fékkst sú heimild að gera samning?
Greinagerð
Fulltrúar D-listans telja það mikilvægt að í Reykjadal sé haft reglulegt eftirlit og hreinsunarstarf, enda er dalurinn einn stærsti viðkomustaður ferðamanna á landinu. Fyrir heimsfaraldur er talið að hátt í 300.000 manns hafi heimsótt Reykjadal ár hvert til að njóta þeirrar einstöku upplifunar sem þar er í boði og gerðu Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus og Landbúnaðarháskóli Íslands samning við Hjálparsveit Skáta í Hveragerði(HSSH) þar sem HSSH átti að sjá um eftirlit og hreinsun í Reykjadal ásamt því að sinna upplýsingagjöf. Samningurinn var tekinn fyrir og samþykktur samhljóða á fundi nr. 500 í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 17. október 2018 og gilti til lok maí 2019. Í kjölfarið tók Umhverfisstofnun tímabundið við landvörslu á svæðinu eða allt þar til heimsfaraldurinn skall á. Nú, eftir heimsfaraldur, hafa birst fréttir af slæmri umgengni í Reykjadal og í frétt frá síðustu helgi birtist viðtal við bæjarstjóra þar sem kom fram að samið hafði verið við HSSH um reglubundið eftirlit. Þannig að vitnað sé beint í fréttina í Morgunblaðinu „Geir[bæjarstjóri] segir að nú sé búið að gera samning á milli Hveragerðisbæjar og hjálparsveitarinnar um reglubundið eftirlit í Reykjadal.“ Bæjarfulltrúar D-listans kannast hinsvegar ekki við að samningur hafi verið gerður að nýju við HSSH, enda enginn slíkur samningur borinn fyrir bæjarfulltrúa né bæjarstjórn. Samkvæmt samþykktum Hveragerðisbæjar og Sveitarstjórnarlögum ber bæjarstjórn ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum sveitarfélagsins og gerð og eftirfylgni þjónustusamninga.
Friðrik Sigurbjörnsson
Um miðjan maí mánuð varð ljóst að ekki yrði landvörður á svæðinu í sumar og hefði þá þegar þurft að semja við einhvern um hafa eftirlit í dalnum en það var ekki gert.
Í sumar hefur HSSH nokkrum sinnum farið og þrifið í dalnum þegar ástandið hefur verið slæmt og hafa þeir ávalt brugðist hratt og vel við beiðnum um það.
Nú þegar fréttir bárust um að mikið væri af rusli í dalnum var rætt við HSSH um hvort þeir væru tilbúnir í að gera aftur samning um eftirlit í dalnum eins og var áður en landvörður kom á svæðið.
Samningur við Hjálparsveitina var undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þann 22. október og gildir hann frá 1. nóvember. Þar sem ekki hefur verið bæjarstjórnarfundur síðan samningurinn var gerður hefur hann ekki farið fyrir bæjarstjórn en áætlað er að hann fari fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Kostnaður vegna hreinsunarinnar fari á móti tekjum af bílastæðinu á Árhólmum.
Í sumar hefur HSSH nokkrum sinnum farið og þrifið í dalnum þegar ástandið hefur verið slæmt og hafa þeir ávalt brugðist hratt og vel við beiðnum um það.
Nú þegar fréttir bárust um að mikið væri af rusli í dalnum var rætt við HSSH um hvort þeir væru tilbúnir í að gera aftur samning um eftirlit í dalnum eins og var áður en landvörður kom á svæðið.
Samningur við Hjálparsveitina var undirritaður með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar þann 22. október og gildir hann frá 1. nóvember. Þar sem ekki hefur verið bæjarstjórnarfundur síðan samningurinn var gerður hefur hann ekki farið fyrir bæjarstjórn en áætlað er að hann fari fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Kostnaður vegna hreinsunarinnar fari á móti tekjum af bílastæðinu á Árhólmum.
15.Verkfundargerð - Hólmabrún 25. október 2022
2210074
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
16.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. október 2022
2210076
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð NOS frá 20. október 2022
2210075
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 11. október 2022
2211006
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:59.
Getum við bætt efni síðunnar?