Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 3.maí 2017.
1705023
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (innleiðing samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), 439. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 3.maí 2017.
1705024
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, 438. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 5.maí 2017.
1705022
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 190. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16.maí 2017.
1705039
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16.maí 2017.
1705040
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um landgræðslu, 406. mál.
Lagt fram til kynningar.
6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16.maí 2017.
1705041
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Þjóðskjalasafni Íslands frá 8.maí 2017.
1705026
Í bréfinu eru drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.
Bæjarráð leggur til að sameiginlegt álit á reglugerðardrögunum verði unnið á starfssvæði Héraðskjalasafns Árnessýslu og sent Þjóðskjalasafni Íslands eftir að einstaka sveitarfélög hafa fjallað um þau.
8.Bréf frá Landskerfi bókasafna frá 2.maí 2017.
1705027
Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf sem haldin verður miðvikudaginn 24. maí að Katrínartúni 2, Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Hlíf Arndal forstöðumaður bókasafnsins sæki aðalfundinn.
9.Umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
1705025
Lögð fram umsókn um tímabundna leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags í tvær vikur í mánuði.
Bæjarráð hafnar erindinu á grundvelli álits frá Umboðsmanni barna frá árinu 2012 þar sem m.a. er vitnað til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að það hvað er barni fyrir bestu á alltaf að hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem varða börn.[Umboðsmaður barna telur það almennt ekki í samræmi við bestu hagsmuni barna að vera á tveimur leikskólum, í sitthvorum landsfjórðungnum]. Leiðbeinandi álit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna tvöfaldrar leikskólavistunar tekur í sama streng.
10.Bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra frá 20.apríl 2017.
1705029
Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2016.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna. Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
11.Bréf frá landeigendum Öxnalækjalands frá 17.maí 2017.
1705037
Í bréfinu óska landeigendur Öxnalækjarlands eftir endurupptöku máls vegna forkaupsréttar vegna 6,0 ha lóðar við Öxnalækjarland 171614 fastanr. 234-3314 sem var áður á fundi bæjarráðs 16. mars og bæjarstjórnar 11. apríl.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.
12.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 16.maí 2017.
1705038
Í bréfinu er óskað eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Elvars Þrastasonar f.h. Einfalt ehf um veitingaleyfi í flokki II fyrir Ölverk að Breiðumörk 2.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bæði afgreiðslutími og staðsetning er innan marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
13.Minnisblað: Lóðir Breiðás ehf við Heiðmörk og Þórsmörk.
1705035
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra þar sem rætt er um lóðir Breiðás við Heiðmörk og Þórsmörk og ósk þeirra um að fá úthlutað lóðinni Þórsmörk 2.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Breiðás ehf verði úthlutað lóðinni Þórsmörk 2 með því skilyrði að framkvæmdir á henni verði hafnar innan 12 mánaða frá því að lóðablað er tilbúið. Verði framkvæmdir ekki hafnar á lóðinni innan þessa tíma fellur úthlutun þessi úr gildi og lóðin fellur til baka til bæjarfélagsins án frekari viðvörunar.
14.Aðaluppdrættir Austurmörk 6-10, Valgarð Sörensen og Haukur Guðmundsson mæta á fundinn.
1705007
Á fundinn mættu Valgarð Sörensen og Haukur Guðmundsson og kynntu áform vegna fyrirhugaðrar byggingar að Austurmörk 6-10.
15.Minnisblað: Yfirdráttaheimild í Arion banka.
1705028
Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra þar sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki yfirdráttarheimild í Arion banka að upphæð 55 mkr. Er þetta í samræmi við reglur er nýverið tóku gildi en þar óskar Arion banki eftir árlegri staðfestingu bæjarstjórnar á yfirdráttarheimild í bankanum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að yfirdráttarheimild upp á 55 mkr. hjá Arion banka verði samþykkt.
16.Minnisblað: Viðhaldsvinna, Heiðmörk 24.
1705033
Lagt fram minniblað frá byggingarfulltrúa vegna viðhaldsvinnu við Heiðmörk 24.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í framkvæmdirnar. Áætlaður kostnaður nemur um 1 mkr umfram það sem samþykkt er til viðhalds félagslegra íbúða á árinu. Sá kostnaðarauki verði greiddur með framlagi af liðnum 21-01-9990.
17.Leigusamningur Þelamörk 29.
1705036
Lagður fram leigusamningur við Kristmund Hannesson og Þorvald Snorrason f.h. óstofnaðs félags um gróðurhús að Þelamörk 29.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leigusamningurinn verði samþykktur.
18.Umbótaáætlun í samræmi við bókun 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
1705017
Lögð fram umbótaáætlun frá starfshópi sem bæjarstjórn skipaði á fundi sínum þann 19. janúar í samræmi við bókun 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umbótaáætlunin verði send samstarfsnefnd í samræmi við samþykkt kjarasamnings.
19.Verkfundargerð Leikskóli, Þelamörk 62, frá 9.maí 2017.
1705031
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
20.Verkfundagerð gatnagerð Hjallabrún frá 10.maí 2017.
1705032
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
21.Verkfundargerð gatnagerð Dynskógar frá 3.maí 2017.
1705034
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
22.Fundargerð stjórnar SASS frá 5.maí 2017.
1705030
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 3.maí 2017.
1705042
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði formaður fram dagskrárbreytingartillögu að við fundarboð bætist liður 14" Austurmörk 6-10, Valgarð Sörensen og Haukur Guðmundsson mæta á fundinn".
Dagskrárbreytingartillagan samþykkt samhljóða.