Bæjarráð
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 13. október 2022
2210030
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 13. október 2022
2210031
Í bréfinu óskar Atvinnuveganefnd Alþingis eftir umsagn um tillögu til þingsályktunar og endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Innviðaráðuneytinu frá 5. október 2022
2210027
Í bréfinu er fjallað um minningardag Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðaslysa sem haldinn verður sunnudaginn 20. nóvember 2022, dagurinn er jafnan haldinn þriðja sunnudag í nóvember til að heiðra minningu allra þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Skipulagsstofnun frá 10. október 2022
2210036
Bréf frá Skipulagstofnun þar sem fjallað er um fyrirspurn um áform nýrrar sveitarstjórnar um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Skipulagsfulltrúa vegan vinnu við aðalskipulag.
Þann 20. september síðastliðinn skilaði skipulagsfulltrúi bæjarins minnisblaði og ráðleggur að hafin verði vinna við að endurskoða aðalskipulag Hveragerðisbæjar. Bæjarráð leggur því til við bæjarstjórn að sú vinna verði sett af stað. Jafnframt er tekið á í minnisblaðinu að um 400 - 500 íbúðir bætist við núverandi 1350 íbúðir á allra næstu misserum. Þeir innviðir sem eru að fara í útboð á næstu mánuðum eiga að anna núverandi nemendaþörf þéttbýlisins ásamt fyrirséðri aukningu íbúafjölda sem ýmist er búið að úthluta eða eru á skipulagsstigi.
5.Bréf frá stjórn Hamars frá 4. október 2022
2210015
Bréf frá stjórn Hamars þar óskað er eftir upplýsingum um hvernig undirbúningur við byggingu á nýrri Hamarshöll gengur og að Hveragerðisbær skoði möguleika til að bæta aðstöðuna til knattspyrnuiðkunar.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans tekur undir þær áhyggjur sem koma frá stjórn Íþróttafélagsins Hamars.
Hvað varðar tímaáætlun O-listans og Framsóknar við byggingu nýs íþróttamannvirkis þá hafa fulltrúar D-listans einnig ítrekað bent á það að mjög ólíklegt er að tímaáætlunin standist og að nýtt íþróttamannvirki verði komið í notkun í nóvember 2023. Einnig er það mikið áhyggjuefni sú staðreynd að engin tilboð hafi borist í stór byggingarverkefni á Suðurlandi undanfarið sem sett voru í alútboð líkt og til stendur með nýtt íþróttamannvirki, fyrir þremur dögum birtist frétt frá Grímsnes- og Grafningshreppi um nýjasta dæmið sem er alútboð á 700m2 viðbyggingu við íþróttahúsið við Borg í Grímsnesi þar sem ekkert tilboð barst og varð að skipta verkinu upp í kjölfarið.
Ljóst er að veturinn er og verður þungur fyrir allar deildir Hamars með skertum æfingatíma, fjölda æfinga og akstri utan bæjarfélagsins á æfingar og því er mikilvægt að Hveragerðisbær geri það sem hægt er til að létta undir með starfsemi félagsins í heild.
Þá tekur fulltrúi D-listans einnig undir með stjórn Hamars að skoða eigi þann möguleika að koma upp upphituðum knattspyrnuvelli. Skoða mætti þann möguleika að staðsetja þann völl undir Hamri á Hamarsvelli, en þar er fyrir tiltölulega sléttur knattspyrnuvöllur sem mögulega gæti sparað kostnað við byggingu gervigrasvallar.
Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarráð harmar þá stöðu sem nú er uppi í bæjarfélaginu og getur með sanni sagt að verið sé að vinna eins hratt og mögulegt er í uppbyggingu Hamarshallarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma upp ljóskösturum á núverandi gervigrasvelli.
Einn liður í uppbyggingu íþróttaaðstöðu upp í dal er að skoða möguleika á upphituðum og upplýstum velli, sú vinna er í fullum gangi.
Í bæjarráði þann 2. september voru niðurstöður hönnunarhópsins kynntar og í framhaldi af því voru verkfræðistofan Mannvit og arkitekt frá Alark fengnir til að aðstoða við gerð alútboðsgagna. Fjórir undirbúningsfundir hafa verið haldnir á þessu tímabili til að kappkosta að útboðsgögn séu vel unnin og verið er að leggja lokahönd á þau.
Fulltrúi D-listans tekur undir þær áhyggjur sem koma frá stjórn Íþróttafélagsins Hamars.
Hvað varðar tímaáætlun O-listans og Framsóknar við byggingu nýs íþróttamannvirkis þá hafa fulltrúar D-listans einnig ítrekað bent á það að mjög ólíklegt er að tímaáætlunin standist og að nýtt íþróttamannvirki verði komið í notkun í nóvember 2023. Einnig er það mikið áhyggjuefni sú staðreynd að engin tilboð hafi borist í stór byggingarverkefni á Suðurlandi undanfarið sem sett voru í alútboð líkt og til stendur með nýtt íþróttamannvirki, fyrir þremur dögum birtist frétt frá Grímsnes- og Grafningshreppi um nýjasta dæmið sem er alútboð á 700m2 viðbyggingu við íþróttahúsið við Borg í Grímsnesi þar sem ekkert tilboð barst og varð að skipta verkinu upp í kjölfarið.
Ljóst er að veturinn er og verður þungur fyrir allar deildir Hamars með skertum æfingatíma, fjölda æfinga og akstri utan bæjarfélagsins á æfingar og því er mikilvægt að Hveragerðisbær geri það sem hægt er til að létta undir með starfsemi félagsins í heild.
Þá tekur fulltrúi D-listans einnig undir með stjórn Hamars að skoða eigi þann möguleika að koma upp upphituðum knattspyrnuvelli. Skoða mætti þann möguleika að staðsetja þann völl undir Hamri á Hamarsvelli, en þar er fyrir tiltölulega sléttur knattspyrnuvöllur sem mögulega gæti sparað kostnað við byggingu gervigrasvallar.
Friðrik Sigurbjörnsson.
Bæjarráð harmar þá stöðu sem nú er uppi í bæjarfélaginu og getur með sanni sagt að verið sé að vinna eins hratt og mögulegt er í uppbyggingu Hamarshallarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma upp ljóskösturum á núverandi gervigrasvelli.
Einn liður í uppbyggingu íþróttaaðstöðu upp í dal er að skoða möguleika á upphituðum og upplýstum velli, sú vinna er í fullum gangi.
Í bæjarráði þann 2. september voru niðurstöður hönnunarhópsins kynntar og í framhaldi af því voru verkfræðistofan Mannvit og arkitekt frá Alark fengnir til að aðstoða við gerð alútboðsgagna. Fjórir undirbúningsfundir hafa verið haldnir á þessu tímabili til að kappkosta að útboðsgögn séu vel unnin og verið er að leggja lokahönd á þau.
6.Opnun tilboða í verkið - Grænamörk og Austurmörk, færsla gatnamóta
2210013
Opnun tilboða í verkið Grænamörk og Austurmörk, færsla gatnamóta fór fram þriðjudaginn 11. október 2022.
Alls bárust sjö tilboð í verkið.
Aðalleið ehf 35.577.570.kr-
Sportþjónustan ehf 34.925.950.kr
Smávélar ehf 35.101.095.kr
Stórverk ehf 35.898.900.kr
Vargur ehf 51.400.000.kr
Kostnaðaráætlun Eflu var 34.918.125.kr
Alls bárust sjö tilboð í verkið.
Aðalleið ehf 35.577.570.kr-
Sportþjónustan ehf 34.925.950.kr
Smávélar ehf 35.101.095.kr
Stórverk ehf 35.898.900.kr
Vargur ehf 51.400.000.kr
Kostnaðaráætlun Eflu var 34.918.125.kr
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu.
7.Forkaupsréttur - Austurmörk 20
2210016
Lagt fram kauptilboð í eignina að Austurmörk 20 fnr.220-9844, eignarhluti 02 01 01, en Hveragerðisbær á þar forkaupsrétt á grundvelli skipulags.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti að eigninni að þessu sinni.
8.Minnisblað samráðsfundar frá 6. október 2022
2210017
Lagt fram minnisblað frá 6. október frá samráðfundi um Hamarshöll, enduruppbyggingu og alútboð.
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúa D-listans þykir einkennilegt að kalla þennan fund samráðsfund þar sem hvorki fulltrúar D-listans né fulltrúar Íþróttafélagsins Hamars hafi fengið að sitja þennan fund. Þá hafa fulltrúar D-listans ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem kynntar voru á þessum fundi né svokölluðum startfundi sem haldinn var 12. september.
Rétt er þó að geta þess að fulltrúar D-listans fengu boð á samráðsfund sem halda átti upphaflega 12. október, en þeim fundi hefur nú tvívegis verið frestað og nýtt fundarboð ekki borist. Þá hafa ekki fengist skýr svör frá meirihluta O-lista og Framsóknar hvort fulltrúar Íþróttafélagsins Hamars hafi fengið boð á þennan fund sem nú hefur tvívegis verið frestað, en fulltrúar frá þeim voru ekki í fundarboðinu sem barst bæjarstjórn.
Friðrik Sigurbjörnsson.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúa D-listans þykir einkennilegt að kalla þennan fund samráðsfund þar sem hvorki fulltrúar D-listans né fulltrúar Íþróttafélagsins Hamars hafi fengið að sitja þennan fund. Þá hafa fulltrúar D-listans ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem kynntar voru á þessum fundi né svokölluðum startfundi sem haldinn var 12. september.
Rétt er þó að geta þess að fulltrúar D-listans fengu boð á samráðsfund sem halda átti upphaflega 12. október, en þeim fundi hefur nú tvívegis verið frestað og nýtt fundarboð ekki borist. Þá hafa ekki fengist skýr svör frá meirihluta O-lista og Framsóknar hvort fulltrúar Íþróttafélagsins Hamars hafi fengið boð á þennan fund sem nú hefur tvívegis verið frestað, en fulltrúar frá þeim voru ekki í fundarboðinu sem barst bæjarstjórn.
Friðrik Sigurbjörnsson.
9.Minnisblað - Nýr leikskóli Hrauntungu 2 - Hönnunarfundur
2210018
Lagt fram minnisblað frá hönnunarfundi þann 6. október vegna nýs leikskóla að Hrauntungu 2 í Hveragerði.
Lagt fram til kynningar.
10.Áætlun um loftgæði 2022-2033 - drög
2210029
Bréf frá Umhverfisstofnun vegna endurskoðunar á Áætlun um loftgæði á Íslandi 2017-2029 - Hreint loft til framtíðar.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu í Umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umræðu í Umhverfisnefnd.
11.Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista - Opnunartími gámasvæðisins
2210039
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hvernig var aðsóknin að gámasvæðinu á sunnudögum í júlí og ágúst?
Greinagerð:
Á bæjarstjórnarfundi í júlí var samþykkt að bjóða upp á aukna opnun á gámasvæðinu með því að hafa opið á sunnudögum frá 12:00-16:00 fyrir tímabilið júlí-ágúst. Því er óskað eftir skriflegum upplýsingum um það hvernig þessi auka opnun nýtist.
Friðrik Sigurbjörnsson
Hvernig var aðsóknin að gámasvæðinu á sunnudögum í júlí og ágúst?
Greinagerð:
Á bæjarstjórnarfundi í júlí var samþykkt að bjóða upp á aukna opnun á gámasvæðinu með því að hafa opið á sunnudögum frá 12:00-16:00 fyrir tímabilið júlí-ágúst. Því er óskað eftir skriflegum upplýsingum um það hvernig þessi auka opnun nýtist.
Friðrik Sigurbjörnsson
Samkvæmt umhverfisfulltrúa var sunnudagsopnunin ekki vel nýtt meðal bæjarbúa. Að meðaltali komu fimm viðskiptavinir á dag.
Bæjarráð leggur til að kannað verði meðal íbúa hvaða dagar henti best fyrir aukna opnun frá því sem nú er.
Bæjarráð leggur til að kannað verði meðal íbúa hvaða dagar henti best fyrir aukna opnun frá því sem nú er.
12.Fyrirspurn frá D-lista - Úttekt á rekstri og þjónustu
2210040
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hafa borist tilboð í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar líkt og samþykkt var á bæjarstjórnarfundi og hvenær má reikna með að tilboðin verði lögð fyrir bæjarstjórn?
Greinagerð:
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að leitað yrði tilboða í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar. Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar var falið að leita tilboða í verkið. Nú eru liðnir meira en fjórir mánuðir frá því að samþykkt var að leita tilboða í verkið og enn hefur tilboð í úttektina ekki verið lagt fyrir bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi D-listans lagði fram fyrirspurn varðandi þessa úttekt á bæjarráðsfundi þann 18. ágúst 2022 og fékk þau svör að verið væri að vinna í þessu og að gögn yrðu lögð fyrir á bæjarstjórnarfundi, sem hefur ekki gerst.
Friðrik Sigurbjörnsson
Hafa borist tilboð í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar líkt og samþykkt var á bæjarstjórnarfundi og hvenær má reikna með að tilboðin verði lögð fyrir bæjarstjórn?
Greinagerð:
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að leitað yrði tilboða í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar. Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar var falið að leita tilboða í verkið. Nú eru liðnir meira en fjórir mánuðir frá því að samþykkt var að leita tilboða í verkið og enn hefur tilboð í úttektina ekki verið lagt fyrir bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi D-listans lagði fram fyrirspurn varðandi þessa úttekt á bæjarráðsfundi þann 18. ágúst 2022 og fékk þau svör að verið væri að vinna í þessu og að gögn yrðu lögð fyrir á bæjarstjórnarfundi, sem hefur ekki gerst.
Friðrik Sigurbjörnsson
Á fundi bæjarstjórnar síðar í dag verður lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna tilboða í úttekt á rekstri og þjónustu Hveragerðisbæjar.
13.Fyrirspurn frá D-lista - Veitingar á meirihlutafundum
2210041
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hafa fulltrúar O-listans og Framsóknar pantað veitingar á kostnað Hveragerðisbæjar á meirihlutafundum? Ef svo er, hvaða heimild er fyrir slíkum kaupum, hvaðan hafa veitingarnar verið keyptar og hver er heildarupphæð þessara veitinga?
Friðrik Sigurbjörnsson
Hafa fulltrúar O-listans og Framsóknar pantað veitingar á kostnað Hveragerðisbæjar á meirihlutafundum? Ef svo er, hvaða heimild er fyrir slíkum kaupum, hvaðan hafa veitingarnar verið keyptar og hver er heildarupphæð þessara veitinga?
Friðrik Sigurbjörnsson
Engar veitingar hafa verið pantaðar á kostnað Hveragerðisbæjar á meirihlutafundum.
14.Fyrirspurn frá D-lista - Ærslabelgur
2210042
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Hver er staðan á uppsetningu nýs ærslabelgs?
Greinagerð
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að settur yrði upp nýr ærslabelgur strax í sumar. Á fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022 var samþykkt tilboð sem barst í nýjan ærslabelg og að hann yrði settur upp við Dynskóga þar sem fyrri ærslabelgur var staðsettur. Á bæjarráðs fundi þann 18. ágúst 2022 kom fram að ærslabelgurinn yrði kominn upp seinni partinn í september. Nú er að líða undir lok október mánaðar, það hafa verið margir góðir veðurdagar það sem af er hausti sem börn hefðu getað nýtt ærslabelginn en nýr ærslabelgur hefur ekki enn verið settur upp.
Friðrik Sigurbjörnsson
Hver er staðan á uppsetningu nýs ærslabelgs?
Greinagerð
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. júní 2022 samþykkti bæjarstjórn samhljóða að settur yrði upp nýr ærslabelgur strax í sumar. Á fundi bæjarráðs þann 7. júlí 2022 var samþykkt tilboð sem barst í nýjan ærslabelg og að hann yrði settur upp við Dynskóga þar sem fyrri ærslabelgur var staðsettur. Á bæjarráðs fundi þann 18. ágúst 2022 kom fram að ærslabelgurinn yrði kominn upp seinni partinn í september. Nú er að líða undir lok október mánaðar, það hafa verið margir góðir veðurdagar það sem af er hausti sem börn hefðu getað nýtt ærslabelginn en nýr ærslabelgur hefur ekki enn verið settur upp.
Friðrik Sigurbjörnsson
Vinna er hafin við uppsetningu ærslabelgsins við Dynskóga. Þegar belgurinn var pantaður hjá verktaka var hann ekki til á lager og barst hann ekki til landsins fyrr en nú um mánaðarmótin. Gröfuvinnu ætti að ljúka í næstu viku og gerir verktakinn ráð fyrir að klára uppsetningu belgsins fyrir lok þessa mánaðar.
15.Fyrirspurn frá D-lista - Biðlistar leikskóla
2210043
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir
Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig aldursdreifing barna á biðlistum sé og hvernig skiptingin á biðlista er milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum? Þá óskar fulltrúi D-listans einnig eftir upplýsingum um það hversu margir hafa hafnað boði um leikskólapláss á síðustu 6 mánuðum og upplýsingum um hversu margir hafi sótt um og nýtt sér foreldragreiðslur sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í september?
Óskað er eftir skriflegum svörum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn séu á biðlista eftir leikskólaplássum í Hveragerði. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig aldursdreifing barna á biðlistum sé og hvernig skiptingin á biðlista er milli leikskólanna Óskalands og Undralands og þeirra sem sækja um á báðum leikskólum? Þá óskar fulltrúi D-listans einnig eftir upplýsingum um það hversu margir hafa hafnað boði um leikskólapláss á síðustu 6 mánuðum og upplýsingum um hversu margir hafi sótt um og nýtt sér foreldragreiðslur sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í september?
Óskað er eftir skriflegum svörum.
Friðrik Sigurbjörnsson
Þann 19. október voru alls 12 börn 12 mánaða og eldri sem búsett eru í Hveragerði og Ölfusi á biðlista eftir leikskólaplássi.
Alls eru 38 börn á biðlista og þar af eru þrjú börn sem bætast í hópinn síðar á árinu. Eitt barn er fætt 2018, tvö börn fædd 2020, 15 börn fædd 2021 og 20 börn fædd 2022.
25 sækja um Undraland, 4 sækja um Óskaland og 9 sækja um hvort heldur sem er.
Alls hafa 6 foreldrar sótt um foreldragreiðslur í október. Eitt foreldri hefur hafnað boði á leikskóla.
Alls eru 38 börn á biðlista og þar af eru þrjú börn sem bætast í hópinn síðar á árinu. Eitt barn er fætt 2018, tvö börn fædd 2020, 15 börn fædd 2021 og 20 börn fædd 2022.
25 sækja um Undraland, 4 sækja um Óskaland og 9 sækja um hvort heldur sem er.
Alls hafa 6 foreldrar sótt um foreldragreiðslur í október. Eitt foreldri hefur hafnað boði á leikskóla.
16.Leikskólinn Óskaland - lóðaframkvæmdir - verkfundargerð frá 3. október 2022
2210025
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
17.Leikskólinn Óskaland - lóðaframkvæmdir - verkfundargerð frá 17. október 2022
2210037
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18.Fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Hveragerði frá 17. október 2022
2210038
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
19.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. september 2022
2210026
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 7. október 2022
2210021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð SASS frá 7. október 2022
2210035
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22.Ársskýrsla Tónlistarskóla Árnesinga október 2022
2210028
Skýrslan lögð fram til kynningar.
23.Fundargerð Héraðsnefndarnefndar Árnesing frá 12. ágúst 2022
2210019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
24.Fundargerð Héraðsnefndarnefndar Árnesing frá 29. ágúst 2022
2210020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
25.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga frá 7. september 2022
2210022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
26.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga 3. október 2022
2210024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:04.
Getum við bætt efni síðunnar?