Fara í efni

Bæjarráð

793. fundur 06. október 2022 kl. 08:00 - 08:43 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varamaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Geir Sveinsson bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 3. október 2022

2210006

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 26. september 2022

2209080

Í bréfinu er boðað á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélag sem haldinn verður miðvikudaginn 12. október nk. á Hilton Reyjavík Nordica kl. 16:00.
Geir Sveinsson, bæjarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

3.Bréf frá UNICEF frá 28. september 2022

2209094

Í bréfinu hvetur UNICEF á Íslandi Hveragerðisbæ til að fjölga tækifærum barna til áhrifa innan sveitarfélagsins með stofnun ungmennaráðs.
Bæjarráð tekur undir þau orð að mikilvægt er að ungmenni hafi rödd og hversu mikilvægt er að ungmennaráðið sé virkt. Árið 2010 var ungmennaráð fyrst stofnað í Hveragerði en illa hefur tekist að halda því virku. Í upphafi síðasta kjörtímabils var óskað eftir áhugasömum í ungmennaráð og var ráðið skipað þremur öflugum einstaklingum, en ráðið hefur þó ekki verið virkt og betur má ef duga skal. Rætt hefur verið við forstöðumann Bungubrekku um að leiða þetta starf og verður hann tengiliður við bæjarstjórn.

4.Bréf frá Soffíu Theodórsdóttur frá 20. september 2022

2209060

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að breyta nýtingu á íbúð sinni við Breiðamörk 25 (fnr. 227-3736) úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá Skipulags- og mannvirkjanefndar.

5.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara

2209075

Í bréfinu skora bréfritarar á ríki og sveitarfélög að grípa til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.
Á fundi bæjarstjórnar þann 7. júní var samþykkt að að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði álagningahlutfall fasteignagjalda lækkað til að mæta hækkun á fasteignamati.

6.Útboð - Uppsetning á lýsingarbúnaði fyrir götu- og stígalýsingu

2209069

Alls bárust þrjú tilboð í verkið "Uppsetning á lýsingarbúnaði fyrir götu- og stígalýsingu"

Raftaug 20.187.022.-
Árvirkinn 32.329.471.-
Rafbæ ehf 36.749.012.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Raftaug verði tekið enda uppfylli tilboð fyrirtækisins skilyrði útboðsgagna.

7.Ráðgjafasamningur við Eflu - Grunnskólinn í Hveragerði 3. og 4. áfangi

2209082

Lagður fram ráðgjafasamningur við Eflu hf um hönnun útboðsgagna þriðja og fjórða áfanga í stækkun Grunnskólans í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

8.Fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Hveragerði frá 13. september 2022

2209073

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Verkfundargerð - Hólmabrún 27. september 2022

2209086

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 13. september 2022

2209061

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 19. september 2022

2209062

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 16. september 2022

2209081

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Auka aðalfundur Bergrisans frá 30. júní 2022

2209072

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Bergrisans frá 23. ágúst 2022

2209063

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Bergrisans frá 6. september 2022

2209064

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Bergrisans frá 14. september 2022

2209065

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Bergrisans frá 16. september 2022

2209083

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Í lið 7 er sveitarfélögum boðið upp á kynningu og samtal um hlutverk og störf Bergrisans sé þess óskað. Bæjarstjóra falið að finna fundartíma til að fá kynningu á Bergrisanum.

18.Fundargerð Bergrisans frá 26. september 2022

2209084

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð Byggðasafn Árnesinga frá 13. september 2022

2209071

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerð Héraðsskjalasafns Árnesinga frá 20. september 2022

2209074

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 27. september 2022

2209085

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:43.

Getum við bætt efni síðunnar?