Fara í efni

Bæjarráð

789. fundur 20. júlí 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Alda Pálsdóttir
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 12. júlí 2022.

2207023

Í bréfinu er fulltrúum sveitarfélaga boðið á upplýsinga og samráðsfund þann 31. ágúst nk. um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar en bæjarfulltrúar hvattir til að mæta á fundinn.

2.Bréf frá Sigurhæðum frá 12. júlí 2022.

2207024

Í bréfinu þakkar verkefnastjóri Sigurhæða fyrir samstarf, fjármögnun og þáttöku í verkefninu og vilja því bjóða bæjarstjórum, pólitískri forystu í bæjarráðum / bæjarstjórnum og í félagsmála- eða velferðarnefndum ásamt æðstu embættismönnum innan félagsþjónustu ykkar í heimsókn til SIGURHÆÐA að Þórsmörk 7, Selfossi.
Bæjarráð þakkar fyrir boðið og mun senda inn tillögur af heimsóknardögum.

3.Bréf frá framkvæmdastjórn Fundar fólksins 2022 frá 15. júlí 2022.

2207029

Í bréfinu er vakin athygli á því að skráning á viðburð Fund fólksins og Lýðræðishátíð unga fólksins 2022 stendur nú yfir.
Lagt fram til kynningar.

4.Ráðningarsamningur bæjarstjóra.

2207025

Lagður fram ráðningasamningur við bæjarstjóra, Geir Sveinsson kjörtímabilið 2022-2026.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun.
Okkar Hveragerði og Framsókn lýsir yfir ánægju þessa samnings og hlakkar til fá Geir til starfa.
Í ráðningarsamningi við fyrrum bæjarstjóra voru akstursgreiðslur hluti af biðlaunum. Ekki var í ráðningarsamningi ákvæði um að biðlaun myndu falla niður ef viðkomandi fengi annað starf og var því fyrrum bæjarstjóra greidd sex mánaða biðlaun með launatengdum gjöldum að upphæð 20.058.749 sem við teljum óeðlilegt og er því þessu ákvæði breytt við gerð þessara samnings.
Sandra Sigurðardóttir
Halldór Benjamín Hreinsson.

Ráðningasamningurinn samþykktur með tveimur atkvæðum meirihlutans. Fulltrúi D-listans sat hjá.
Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráð falið að skrifa undir samninginn fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

5.Viljayfirlýsing um uppbyggingu á Sólborgarsvæðinu.

2207014

Lögð fram viljayfirlýsingu á milli Hveragerðisbæjar og þróunarfélags NLFÍ varðandi viðræður um uppbyggingu á nýju hverfi í landi Hveragerðisbæjar. Viljayfirlýsingin gildir til 31.12.2022.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans fagna áhuga Heilsustofnunar á frekari uppbyggingu starfsemi félagsins í Hveragerði. Undirritaður bæjarfulltrúi D-listans bendir hins vegar á að umrætt svæði, virðist vera nærri allt framtíðar byggingarland Hveragerðisbæjar sem gæti rúmað allt að 2.000 manna íbúabyggð ásamt verslun, þjónustu, skólamannvirkjum og öðrum innviðum. Kambalandið verður fullbyggt innan nokkurra ára og þegar það verður þá á Hveragerðisbær, verði af þessari afhendingu umrædds lands til Heilsustofnunar, nær ekkert byggingarland til úthlutunar.
Bæjarfulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu málsins og varar við því að einum byggingaraðila verði afhent nær því allt framtíðar byggingarland bæjarins. Nær væri að viljayfirlýsingin næði yfir mun minna svæði en hér er gert ráð fyrir.
Alda Pálsdóttir.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir viljayfirlýsinguna. Fulltrúi D-listans sat hjá.

6.Leikskólinn Finnmörk - tilboð í lóðaframkvæmdir.

2207030

Tilboð frá Bokki garðar í lóðarframkvæmdir við leikskólann Óskaland.

Tilboðið hljóðar uppá 25.257.838.kr
Bæjarráð samþykkir tilboðið.

7.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum.

2207026

Lögð fram umsókn frá Bryndísi Jónu Gunnarsdóttur um styrk til leikskólakennararnáms B.Ed.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

8.Verkfundargerð - Ölfusvegur um Varmá frá 13. júlí 2022.

2207027

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Verkfundargerð Vorsabær - áfangi 2 frá 13. júlí 2022.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Getum við bætt efni síðunnar?