Fara í efni

Bæjarráð

674. fundur 04. maí 2017 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson varamaður
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2017.

1705001

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 375. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 28. apríl 2017.

1705002

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 435. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. apríl 2017.

1705003

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna, 436. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndarsviði Alþingis frá 28. apríl 2017.

1705004

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021, 434. mál.
Bæjarstjóra falið að fylgja eftir fyrri bókunum og afstöðu sveitarfélaga á Suðurlandi og Sambandsins til þessa máls.

5.Austurmörk 6-10 - Valgarð Sörenssen mætir á fundinn.

1705007

Á fundinn mætti Valgarð Sörensen og kynnti aðaluppdrætti vegna fyrirhugaðrar byggingar að Austurmörk 6-10.
Bæjarráð samþykkir að veita Valgarð frest til maí loka til að gera grein fyrir fjármögnun verkefnisins og framvindu framkvæmda. Valgarð mun kynna samstarfsaðila sína á næsta fundi bæjarráðs.

6.Endurbætur á tjaldsvæði.

1705009

Leigutakar á tjaldsvæðinu hafa óskað eftir viðbótum á salernum á tjaldsvæðinu og einnig að fá þráðlaust netsamband á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að settur verði salernisgámur í nálægð við núverandi þjónustuhús sem tengst geti fráveitukerfi bæjarins. Ennfremur samþykkir bæjarráð að setja upp búnað fyrir þráðlaust net í og við þjónustuhús svæðisins. Kostnaði sem gæti numið um 1 mkr. verði mætt með fjárveitingu af lið 21-01-9990. Bæjarráð samþykkir ennfremur að við lok leigutíma núverandi leigutaka á tjaldsvæðinu muni bæjarfélagið kaupa gáminn en árlegar afskriftir hans munu nema 10%.

7.Verkfundargerð "gatnagerð 2017" frá 28. apríl 2017.

1705008

Fundargerðin samþykkt.

8.Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 2. maí 2017.

1705006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð Almannavarna Árnessýslu frá 25. apríl 2017.

1705005

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu frá 2.maí 2017.

1705010

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Getum við bætt efni síðunnar?