Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá Örk fasteignir ehf frá 28. júní 2022.
2207001
Í bréfinu er óskað eftir nafnabreytingu á lóðarhafa Öxnalækjarvegs 2 þannig að lóðarhafi verði Armaro ehf.
Bæjarráð samþykkir nafnabreytinguna enda eru sömu eigendur af báðum fyrirtækjunum.
2.Bréf frá Elvari Þrastasyni frá 28. júní 2022.
2207009
Í bréfinu óskar Elvar Þrastason um að fá frest til að skila inn fullgildum aðaluppdráttum vegna framkvæmda á Friðarstöðum 3 (lóð 19 á deiliskipulagsuppdrætti).
Bæjarráð samþykkir að veita frest til 1. júlí 2023 til að skila inn fullgildum aðaluppdráttum.
3.Tillaga um uppsetningu á nýjum ærslabelg.
2207011
Tillaga um uppsetningu á nýjum ærslabelg í Hveragerði.
Bæjarráð leggur til að tekið verði tilboði frá Leiktæki & Sport ehf í nýjan ærslabelg sem verði 170m2 að stærð.
Greinargerð.
Á fundi bæjarstjórnar 7. júní sl. var samþykkt að setja upp nýjan ærslabelg í Hveragerði. Jafnframt var samþykkt að fá tillögur frá íbúum um staðsetningu á honum.
Auglýst var á heimasíðu Hveragerðisbæjar um tillögur og bárust alls 75 tillögur.
Flestar tillögur eða 26 voru um sömu staðsetningu og gamli belgurinn var á við Dynskóga. Næst flestir völdu staðsetningu í Smágörðunum eða 24 tillögur. Aðrir staðir fengu færri atkvæði.
Fengin voru tilboð frá tveimur aðilum í ærslabelg ásamt uppsetningu og ákveðið var að taka tilboði frá Leiktæki & Sport ehf þar sem það tilboð var hagstæðara.
Belgurinn verður stækkaður frá því sem hann var eða sem nemur 70m2 og verður því 170m2 að stærð. Tilboðið er upp á 3.994.000 kr með VSK með öllum kostnaði ásamt grasmottum í kring um belginn.
Samkvæmt meirihlutasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar lögðu flokkarnir mikla áherslu á fjölskylduvænt samfélag og að koma ærslabelgnum upp strax í sumar. Er því ánægjulegt að sjá það verða að veruleika og sjá aftur líflega leiki og hoppandi börn og ungmenni á ærslabelgnum í Dynskógum.
Umhverfisdeild verður falið að setja girðingu eða aðrar úrbætur í kring um belginn til að sporna við því að hjól komist upp á belginn sem varð þess valdandi að hann eyðilagðist.
Bæjarráð leggur til að tekið verði tilboði frá Leiktæki & Sport ehf í nýjan ærslabelg sem verði 170m2 að stærð.
Greinargerð.
Á fundi bæjarstjórnar 7. júní sl. var samþykkt að setja upp nýjan ærslabelg í Hveragerði. Jafnframt var samþykkt að fá tillögur frá íbúum um staðsetningu á honum.
Auglýst var á heimasíðu Hveragerðisbæjar um tillögur og bárust alls 75 tillögur.
Flestar tillögur eða 26 voru um sömu staðsetningu og gamli belgurinn var á við Dynskóga. Næst flestir völdu staðsetningu í Smágörðunum eða 24 tillögur. Aðrir staðir fengu færri atkvæði.
Fengin voru tilboð frá tveimur aðilum í ærslabelg ásamt uppsetningu og ákveðið var að taka tilboði frá Leiktæki & Sport ehf þar sem það tilboð var hagstæðara.
Belgurinn verður stækkaður frá því sem hann var eða sem nemur 70m2 og verður því 170m2 að stærð. Tilboðið er upp á 3.994.000 kr með VSK með öllum kostnaði ásamt grasmottum í kring um belginn.
Samkvæmt meirihlutasamningi Okkar Hveragerðis og Framsóknar lögðu flokkarnir mikla áherslu á fjölskylduvænt samfélag og að koma ærslabelgnum upp strax í sumar. Er því ánægjulegt að sjá það verða að veruleika og sjá aftur líflega leiki og hoppandi börn og ungmenni á ærslabelgnum í Dynskógum.
Umhverfisdeild verður falið að setja girðingu eða aðrar úrbætur í kring um belginn til að sporna við því að hjól komist upp á belginn sem varð þess valdandi að hann eyðilagðist.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Leiktæki & Sport ehf í nýjan ærslabelg sem verði 170 m2 að stærð.
Ærslabelgurinn verði settur upp á sama stað og fyrri ærslabelgur var á við Dynskóga.
Umhverfisdeild falið að setja girðingu eða aðrar úrbætur í kring um belginn til að sporna við því að hjól komist á belginn.
Fjármögnun belgsins rúmast innan umhverfismála þ.e. á 11100-öðrum leikvöllum og á 11280-önnur garðavinna.
Ærslabelgurinn verði settur upp á sama stað og fyrri ærslabelgur var á við Dynskóga.
Umhverfisdeild falið að setja girðingu eða aðrar úrbætur í kring um belginn til að sporna við því að hjól komist á belginn.
Fjármögnun belgsins rúmast innan umhverfismála þ.e. á 11100-öðrum leikvöllum og á 11280-önnur garðavinna.
4.Minnisblað frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu um ráðningu ráðgjafaþroskaþjálfa.
2207002
Lagt fram minnisblað frá 28. júní 2022 frá forstöðumanni Skóla- og velferðaþjónustu um ráðningu ráðgjafaþroskaþjálfa til Hveragerðisbæjar.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að auglýsa eftir ráðgjafaþroskaþálfa til félagsþjónustu Hveragerðisbæjar í 100% starf til að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi í félagsþjónustu bæjarins.
Aukinn kostnaður um 3.800 þúsund kr vegna ráðningarinnar fari af lykli 21010-9980.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu þessa máls. Í ljósi þess að fara á í heildarstefnumótun og þarfagreiningu fyrir bæjarfélagið þar sem þjónusta við íbúa, betra starfsumhverfi starfsmanna bæjarins og hagræðingu í rekstri bæjarins verður haft í forgrunni, samkvæmt ákvörðun frá síðasta bæjarstjórnarfundi, þykir fulltrúa D-listans eðlilegt að bíða með ákvarðanir um frekari mannaráðningar þar til þessari úttekt er lokið og að vísa eigi þá ákvörðunni frekar til gerðar fjárhagsáætlunar.
Friðrik Sigurbjörnsson
Aukinn kostnaður um 3.800 þúsund kr vegna ráðningarinnar fari af lykli 21010-9980.
Fulltrúi D-listans lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi D-listans situr hjá við afgreiðslu þessa máls. Í ljósi þess að fara á í heildarstefnumótun og þarfagreiningu fyrir bæjarfélagið þar sem þjónusta við íbúa, betra starfsumhverfi starfsmanna bæjarins og hagræðingu í rekstri bæjarins verður haft í forgrunni, samkvæmt ákvörðun frá síðasta bæjarstjórnarfundi, þykir fulltrúa D-listans eðlilegt að bíða með ákvarðanir um frekari mannaráðningar þar til þessari úttekt er lokið og að vísa eigi þá ákvörðunni frekar til gerðar fjárhagsáætlunar.
Friðrik Sigurbjörnsson
5.Tillaga að viðauka vegna aukinna stöðugilda í Bungubrekku.
2207003
Lagt fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun frá forstöðumanni Bungubrekku um aukningu stöðugilda um 3.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með metnaðarfullt starf í Bungubrekku sem eftir er tekið. Vilji er til þess að styðja frekar við öflugt starf Bungubrekku og er því erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
6.Verkfundargerð nr 10 Ölfusvegur um Varmá.
2207004
Fundargerðin samþykkt.
7.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. maí 2022.
2207005
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. júní 2022.
2207006
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs.
2207007
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 29. júní 2022.
2207008
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 30. júní 2022.
2207010
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.