Fara í efni

Bæjarráð

787. fundur 30. júní 2022 kl. 08:00 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Sandra Sigurðardóttir formaður
  • Halldór Benjamín Hreinsson
  • Friðrik Sigurbjörnsson
Starfsmenn
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði.
Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá innviðaráðuneytinu frá 20. júní 2022.

2206085

Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum frá bæjarstjórn vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum, stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.
Lagt fram til kynningar en bæjarráði þykir of stuttur tími vera liðinn síðan ný bæjarstjórn tók við auk þess eru sumarleyfi, þannig að erfitt er að svara þessari könnun núna.

2.Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga frá 22. júní 2022

2206093

Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem ársreikningur Hveragerðisbæjar uppfyllir ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu frá 24. júní 2022.

2206102

Með bréfinu fylgdi stjórnsýlukæra varðandi ákvörðun Grunnskólans í Hveragerði um flutning barns úr staðnámi í heimakennslu.
Bæjarstjóra ásamt lögmanni bæjarins falið að svara erindinu.

4.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 20. júní 2022.

2206075

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Tónræktarinnar ehf., kt. 610404-2780 um tækifærisleyfi - tímabundið áfengisleyfi til fjölskyldu, tónlistar og skemmtihátíðar í Lystigarðinum Fossflöt frá 30. júní 2022 frá kl. 17:00 til kl. 02.00 aðfaranótt 3. júlí 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn Tónræktarinnar ehf kt. 610404-2780 um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi í Lystigarðinum Fossflöt 30. júní 2022 frá kl. 17:00 til kl. 02.00 aðfaranótt 3. júlí 2022.

5.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 21. júní 2022.

2206087

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Hveragerðisbæjar, kt. 650169-4849 um tækifærisleyfi vegna Blómstrandi daga bæjarhátíðar frá 11. ágúst 2022 kl. 17:00 til kl. 18.00 14. ágúst 2022.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn Hveragerðisbæjar kt. 650169-4849 um tækifærisleyfi vegna Blómstrandi daga bæjarhátíð 11. ágúst 2022 frá kl. 17:00 til kl. 18:00 14. ágúst 2022.

6.Bréf frá Landkerfi bókasafna frá 14. júní 2022.

2206088

Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf sem haldin var fimmtudaginn 29. júní í húsakynnum félagsins að Katrínartúni 4.
Edda Hrund Svanhildardóttir forstöðumaður bókasafnsins sótti aðalfundinn.

7.Bréf frá Alviðru fræðslusetri frá 29. maí 2022.

2206077

Í bréfinu er óskað eftir stuðningi sveitarfélaga í Árnessýslu við starf Landverndar að fræðslu í Alviðru fyrir grunnskóla á svæðinu í tvo mánuði að vori og tvo að hausti. Áætlaður kostnaður er um 4 mkr. og er lagt til að kostnaði verði skipt á milli sveitarfélaganna í samræmi við fjölda grunnskólanema.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.

8.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 10. júní 2022.

2206076

Í bréfinu er óskað eftir auknum kennslukvóta í Hveragerði hjá Tónlistarskóla Árnesinga frá hausti 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja aukin kennslukvóta um 10 tíma á mánuði vegna mikils fjölgunar íbúa enda mikilvægt að gera veg menningar og lista sem mestan í bæjarfélaginu.

9.Bréf frá Sýndarferð frá 13. júní 2022.

2206078

Í bréfinu er bæjarfélaginu boðið upp á að uppfæra Street View myndir á Google.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að fá þessa þjónustu eins og er.

10.Bréf frá Ölverki brugghúsi frá 13. júní 2022.

2206079

Í bréfinu er kynnt fyrirhuguð bjórhátíð sem Ölverk brugghús mun standa fyrir helgina 30. september og 1. október.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með hátíðina sem er nú haldin í þriðja sinn og gerir ekki athugasemd við hana. Jafnframt felur hún umhverfisdeild að aðstoða við vegmerkingar og lokun gatna eins og verið hefur undanfarin ár.

11.Bréf frá Einfalt ehf frá 28. júní 2022.

2206112

Í bréfinu er óskað eftir heimild bæjarstjórnar til að veita Einfalt ehf heimild til að selja áfengi beint frá framleiðslustað þegar lagaheimildir liggja fyrir.
Bæjarráð samþykkir heimildina.

12.Bréf frá Ástu Hallsdóttur og Benedikt Ólafssyni frá 13. júní 2022.

2206080

Í bréfinu óska bréfritarar eftir að hraðahindrun neðst í Þelamörk.
Umhverfisfulltrúa falið að skoða viðunandi úrlausn á miklum umferðarhraða neðst í Þelamörk þrátt fyrir 30 km hámarkshraða.
Umhverfisfulltrúa jafnframt falið að setja hindranir á göngustíg milli Þórsmerkur og Fljótsmerkur.
Á næsta fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar verður lögð fram skýrsla um umferðarmál í Hveragerði og í framhaldi af því verður unnið að varanlegum úrlausnum.

13.Bréf frá Lionsklúbbi Hveragerðis frá 22. júní 2022.

2206101

Í bréfinu kynnir Lionsklúbbur Hveragerðis að hefur keypt hafa verið fyrstu útivistartækin sem klúbburinn ætlar að gefa Hveragerðisbæ í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins.
Í bréfinu er rætt um staðsetningu tækjanna annað hvort í Skrúðgarðinum eða á útivistarsvæði undir hamrinum.
Bæjarráð þakkar félögum í Lionsklúbbi Hveragerðis fyrir þessa góðu gjöf. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa ásamt bæjarstjóra að vinna málið áfram með klúbbfélögum en staðsetning undir Hamrinum á útivistarsvæði bæjarbúa hugnast bæjarráði betur.

14.Minnisblað frá leikskólastjórum um forgangsúthlutun leikskólaplássa.

2206097

Lagt fram minnisblað frá leikskólastjórum þar sem óskað er eftir forgangsplássi vegna barns starfsmanns með sérhæfða menntun á svið uppeldis og menntunar.
Bæjarráð samþykkir erindið.

15.Minnisblað frá leikskólastjórum um breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum og ósk um sumarlokun 2023.

2206098

Lagt fram minnisblað frá leikskólastjórum þar sem rætt eru um breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum og um ósk um sumarlokun 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu í Fræðslunefnd.

16.Minnisblað frá leikskólastjórum um talmeinafræðing við leikskóla Hveragerðisbæjar.

2206081

Í minniblaðinu óska leikskólastjórar eftir að starf talmeinafræðings við leikskólana verði aukið úr 50% starfi í 80% starf.
Bæjarráð samþykkir erindið.

17.Minnisblað frá forstöðumanni frístundamála - Nafnabreyting á Frístundaheimilinu Skólasel.

2206086

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni frístundamála þar sem óskað er eftir nafnabreytingu á Frístundaheimilinu Skólasel. Óskað verði eftir tillögum frá foreldrum notanda og jafnvel notendum sjálfum um nýtt nafn fyrir frístundaheimilið.
Bæjarráð samþykkir erindið.

18.Minnisblað frá forstöðumanni frístundamála um skráning á viðveru í frístundaheimilinu

2206091

lagt fram minnisblað frá forstöðumanni frístundamála þar sem rætt er um að breyta möguleikum á viðveruskráningu þannig að boðið verði upp á viðveru frá að skóla líkur til klukkan 14:30, 16:00 eða 16:30. Öllum í viðveru verði boðin hressing.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.Framkvæmdasýslan ríkiseignir - útboð hjúkrunarheimilið Ás - niðurrif húsa og skipun fulltrúa í matsnefnd.

2206082

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkiseigna þar sem rætt er um útboð á nýju hjúkrunarheimili Ás. Hveragerðisbær þarf að sjá um niðurrif á húsum þar sem nýtt hjúkrunarheimili á að rísa og tilnefnda fulltrúa í matsnefnd.
Bæjarráð samþykkir að fela byggingafulltrúa að fá tilboð í niðurrif á húsunum. Jafnframt tilnefnir bæjarráð Guðmund F. Baldursson sem fulltrúa í matsnefnd.

20.Minnisblað frá Guðmundi Baldurssyni um grunnskólinn í Hveragerði 3. og 4. áfangi viðbyggingar við skólann.

2206095

Í minnisblaðinu er rætt um ýmis mál er varða hönnun og framkvæmd á 3. og 4. áfanga viðbyggingar við Grunnskólann í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að nýr bæjarstjóri og Eva Harðardóttir formaður fræðslunefndar verði fulltrúar í bygginganefnd. Nýr bæjarstjóri verður jafnframt formaður nefndarinnar.

Áfangaskiptingu, útboð framkvæmdanna og fjármögnun er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar.

21.Ráðgjafasamningur um hönnun á stækkun Grunnskólans í Hveragerði áfangi 3.

2206096

Lagður fram ráðgjafasamningur við hönnunarstjóra á stækkun Grunnskólans í Hveragerði um fullhönnun á 3 áfanga og frumhönnun 4. áfanga.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn við hönnunarstjóra verði samþykktur. Aukinn kostnaður við hönnun fellur innan fjárfestingaráætlunar.

22.Minnisblað frá Guðmundi Baldurssyni um nýjan leikskóla Hrauntungu 2

2206092

Í minnisblaðinu er rætt um ýmis mál er varða hönnun og framkvæmd á nýjum leikskóla við Hrauntungu 2.
Guðmundi F. Baldurssyni falið að ganga til samninga við Mannvit ehf um gerð burðarvirkis og lagnauppdrátta og Landhönnun um gerð lóðaruppdrátta.
Hönnunar- og framkvæmdatími og framkvæmdakostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og gerðar þriggja ára áætlunar.

23.Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags frestað á bæjarráðsfundi 14. júní 2022.

2206037

Óskað eftir því að börn með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í utan Hveragerðis veturinn 2022-2023. Afgreiðslu umsóknarinnar var frestað á síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir umsóknirnar.

24.Fundargerð hönnunarstjórnar - þriðji áfangi stækkunar Grunsskólans í Hveragerði frá 23. maí 2022.

2206083

Fundargerðin samþykkt.

25.Fundargerð hönnunarstjórnar - þriðji áfangi stækkun Grunnskólans í Hveragerði frá 21. júní 2022.

26.Verkfundargerð Vorsabær áfangi 2 frá 15. júní 2022.

2206100

Fundargerðin samþykkt.

27.Verkfundagerð Kambaland III Áfangi 2020 frá 20. júní 2022.

28.Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga frá 9. maí 2022.

2206084

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?