Fara í efni

Bæjarráð

784. fundur 22. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:09 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir varaformaður
  • Friðrik Sigurbjörnsson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir Gestur
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11. apríl 2022.

2204432

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða
persónulega aðstoð), 590. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 11. apríl 2022.

2204431

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Frost og Funa ehf kt. 690708-0940 um leyfi til reksturs gististaðar í flokk IV - A Hótel.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn Frost og funa ehf kt. 690708-0940 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV-A hótel, Hverhamar, fasteignanúmer: 226-8838.

3.Bréf frá Pure North ódagssett.

2204434

Í bréfinu óskar Pure North eftir því að hefja tilraunaverkefni með Hveragerðisbæ í að prófa nýjar lausnir í úrgangstjórnun. Tilgangur verkefnisins er að hrinda af stað breyttu úrgangstjórnunarkerfi sem skilar meira af endurvinnsluefnum í betri gæðum en hingað til hefur verið hægt að fá með núverandi úrgangsstjórnunarkerfum sveitarfélaga.
Bæjarráð þakkar greinargott og áhugavert erindi en þar sem ekki er gert ráð fyrir lausninni og kostnaði við hana í fjárhagsáætlun er erfitt að verða við slíkri beiðni á þessum tíma. Umhverfisfulltrúa er falið að ræða við bréfritara um möguleika á öðrum og ódýrari aðferðum við nýjar lausnir í úrgangsstjórnun.

4.Bréf frá Baldri Sigurðssyni frá 11. apríl 2022.

2204433

Í bréfinu óskar Baldur Sigurðsson verkstjóri hjá Aðalleið ehf eftir upplýsingum um skil verktaka á umsömdum verkefnum á vegum bæjarins undanfarin 4 ár, einkum með tilliti til umsamins verktíma og hvort skil miðað við athugasemdalausar úttektir hafa dregist og hversu lengi.
Bæjarstjóra falið að leita upplýsinga hjá byggingafulltrúa og verkeftirlitsmönnum varðandi þær spurningar sem lagðar eru fram og kynna niðurstöðuna fyrir bæjarráði.

5.Bréf frá Arinbirni Snorrasyni og Birni Kjartanssyni frá 20. apríl 2022.

2204444

Í bréfinu óska undirritaðir eftir að fá að skipta innbyrðis á lóðum sem þeim var úthlutað í Hólmabrún.
Bæjarráð samþykkir erindið.

6.Beiðni frá fulltrúa Frjáls með Framsókn um gögn um viðhaldskostnað vegna Hamarshallarinnar.

2204435

Fulltrúi Frjálsra með Framsókn óskar eftir upplýsingum um viðhaldskostnað vegna Hamarshallarinnar frá árinu 2013-2021
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Hreyfingalisti hvers árs frá 2013-2021 þar sem fram kemur nafn verktaka og upphæð sem greidd er fyrir hvert verk var lagður fram með fundarboði. Af gögnunum má sjá að viðhaldskostnaður við Hamarshöllina er frá 1,5 m.kr á ári og uppí 5 m.kr þegar mest var þegar teknir hafa verið frá liðir sem eru með öllu ótengdir sjálfu húsinu. Inn í þessum tölum er til dæmis viðhald og uppsetning öryggiskerfa, allt viðhald vélbúnaðar, ljósa, dúks og annars slíks. Á reikningunum má sjá að langstærstu tölurnar felast í lagfæringu á snjóbræðslukerfi utanhúss og endurnýjun á frostlegi og endurnýjun á varmaskipti og viðhald á honum. Í báðum tilfellum er um að ræða viðhald sem er með öllu óháð þeirri tegund húss sem þarna er. Á reikningunum hefur verið gerð grein fyrir viðhaldi búnaðar innanhúss sem er einnig með öllu óháð húsinu þó það sé fært til bókar á þessum stað. Eins og þarna sést er beint viðhald Hamarshallar undir 30 m.kr. á þessum tíu árum sem höllin hefur staðið. Gerir það um 3 m.kr. á ári sem meirihluta D-listans þykir ekki mikið sé haft í huga að hér er um 5.000m2 upphitað mannvirki að ræða.

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson.

Fulltrúi Frjálsra með Framsókn fagnar því að gögnin um viðhald Hamarshallarinnar séu opinber enda telur undirrituð farsælt að opna bókhald bæjarins.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

7.Römpum upp Ísland - verklagsreglur.

2204436

Lagðar fram verklagsreglur fyrir verkefnið Römpum upp Ísland.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóra jafnframt falið að kynna verkefnið fyrir fyrirtækjum í Hveragerði.

8.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - einstakur árangur í blaki.

2204446

Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa vegna árangurs karlaliðs Blakdeildar Hamars.
Bæjarráð fagnar góðum árangri karlaliðs Hamars í blaki og óskar liðinu, þjálfurum og forsvarsmönnum blakdeildar innilega til hamingju með bikar- og deildarmeistaratitla ársins 2022. Sem viðurkenningu fyrir góðan árangur færir bæjarráð deildinni kr. 300.000,- fyrir hvorn titil. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögur að viðurkenningum til liða sem vinna til titla á bikar-, deildar- og Íslandsmótum sem lagðar eru fram í minnisblaði menningar- og frístundafulltrúa.

9.Verkfundargerð - Ölfusvegur um Varmá frá 6. apríl 2022.

2204437

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

10.Fundargerð NOS frá 6. apríl 2022.

2204439

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 11. apríl 2022 og ársreikningur 2021.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:09.

Getum við bætt efni síðunnar?