Bæjarráð
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 24. mars 2022.
2203454
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 30. mars 2022.
2203455
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá dómsmálaráðuneytinu frá 21. mars 2022.
2203456
Í bréfinu er fjallað um endurskipulagningu sýslumannsembætta.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram kom í síðustu fundargerð sambandsins, þar sem lögð er áhersla á að störfum út á landi fækki ekki við þessa aðgerð.
4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 18. mars 2022.
2204317
Í bréfinu er rætt um sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 og breytingar á kosningalögum.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 25. mars 2022.
2203566
Í bréfinu eru kynntar viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka á sveitarstjórnarstigi.
Reglur eru í gildi varðandi framlög Hveragerðisbæjar til stjórnmálaflokka. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 1.500.000.- í framlög til stjórnmálaflokka á sveitarstjórnarstigi. Fjárhagsstyrkurinn skiptist í samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Helmingur styrksins er til greiðslu fyrir kosningar en hinn helmingurinn eftir kosningar.
6.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30. mars 2022.
2203602
Í bréfinu er kynnt bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna innleiðingu barnaverndarlaga.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30. mars 2022.
2203603
Í bréfinu er kynnt bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um átak um hringrásarkerfið.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúi Hveragerðisbæjar í verkefninu er Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi.
8.Bréf frá Brunabótafélagi Íslands frá 24. mars 2022.
2203604
Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2022.
Bæjarráð er afar þakklátt styrktarsjóði EBÍ vegna þeirra styrkja sem sjóðurinn hefur veitt bæjarfélaginu en mörg af söguskiltum bæjarins, sem nú eru vel á annan tug, eru sett upp með dyggum stuðningi Styrktarsjóðs EBÍ. Bæjarráð telur rétt að freista gæfunnar einu sinni enn og felur bæjarstjóra að senda umsókn í sjóðinn.
9.Bréf frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg frá 23. mars 2022.
2204032
Bréf frá undirbúningsnefnds Landsmóts Slysavarnadeilda þar sem óskað er eftir styrk vegna móttöku sem haldin verður föstudaginn 23. september 2022 í húsnæði hjálparsveit skáta í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að sjá um veitingar í móttöku í tengslum við landsmótið.
10.Bréf frá Tailwind ehf frá 11. mars 2022 - Hengill Ultra trail.
2204033
Bréf frá skipuleggjendum Hengill Ultra Trail keppninnar sem haldin verður tíunda árið í röð dagana 3. til 4. júní, þar sem þeir óska eftir fjárstuðningi og vinnuframlagi með sambærilegu móti og hefur verið síðustu ár.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið við forsvarsmenn Hengils Ultra og fagnar þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í kringum hlaupið. Það er ánægjulegt að sjá hversu fjöldi þátttakenda hefur aukist ár frá ári og ekki síður er gleðilegt að verða vitni að ánægju þeirra sem eru þátttakendur í þessum risastóra íþróttaviðburði.
Bæjarráð fagnar framtíðarhugmyndum mótshaldara varðandi framhald þessa verkefnis og hlakkar til áframhaldandi samstarfs enda er hlaupið góð kynning og lyftistöng fyrir bæjarfélagið. Bæjarráð samþykkir 1,8 m.kr. styrk til mótshaldara vegna hlaupsins sem að stærstu leyti rennur til Hjálparsveitar skáta í Hveragerði og Íþróttafélagsins Hamars vegna starfa þessara aðila við hlaupið. Gert var ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins undir liðnum 05790 Önnur hátíðarhöld. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara vegna samnings til nokkra ára.
Bæjarráð fagnar framtíðarhugmyndum mótshaldara varðandi framhald þessa verkefnis og hlakkar til áframhaldandi samstarfs enda er hlaupið góð kynning og lyftistöng fyrir bæjarfélagið. Bæjarráð samþykkir 1,8 m.kr. styrk til mótshaldara vegna hlaupsins sem að stærstu leyti rennur til Hjálparsveitar skáta í Hveragerði og Íþróttafélagsins Hamars vegna starfa þessara aðila við hlaupið. Gert var ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins undir liðnum 05790 Önnur hátíðarhöld. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara vegna samnings til nokkra ára.
11.Bréf frá HVER, áhugaljósmyndafélagi FEBH frá 1. apríl 2022.
2204326
Í bréfinu óskar HVER, hópur áhugaljósmyndara í Félagi eldri borgara í Hvergerði eftir styrk þar sem þeir stefna á að halda ljósmyndasýningu í Hveragarðinum á Blómstrandi dögum í sumar.
Bæjarráð samþykkir að styrkja hópinn um kr. 200.000.- enda fái Hveragerðisbær afnotarétt af myndum hópsins sem og myndir sem endurgjald fyrir styrkinn.
12.Lóðaumsóknir Hólmabrún.
2204330
Fyrir fundinum liggja 646 umsóknir um 18 einbýlishúsalóðir í Hólmabrún sem auglýstar hafa verið í 4 vikur í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði. Aðstoðamaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda.
Gunnar Þór Snorrason fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Gunnar Þór Snorrason fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutaðar einbýlishúsalóðir í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Hólmabrún 7 Dofri Þórðarson.
Hólmabrún 11 Sveinbjörg Guðnadóttir.
Hólmabrún 9 Ísak Sigurðarson.
Hólmabrún 13 Anna Erla Valdimarsdóttir.
Hólmabrún 15 Stefán Short
Hólmabrún 3 Hjaltey Sigurðardóttir
Hólmabrún 1 Sveinn Skorri Skarphéðinsson
Hólmabrún 5 Atli Ómarsson
Hólmabrún 18 Eiríkur Sævaldsson
Hólmabrún 20 Walter Fannar Kristjánsson
Hólmabrún 16 Baldur Örn Eiríksson
Hólmabrún 10 Andri Þorfinnur Ásgeirsson
Hólmabrún 12 Arinbjörn Snorrason
Hólmabrún 14 Sturla Rúnar Sigurðsson
Hólmabrún 8 Anna Margrét Þorfinnsdóttir
Hólmabrún 2 Þorsteinn Valur Baldvinsson
Hólmabrún 6 Björn Kjartansson
Hólmabrún 4 Hjörtur Hjartarson
Til vara voru dregin út 10 nöfn.
1. Helga Björt Guðmundsdóttir
2. Ríkharður Traustason.
3. Álfhildur Þorsteinsdóttir
4. Hlynur Kárason
5. Luke Shearman
6. Ingvi Þór Sigfússon
7. Ásdís Alda Runólfsdóttir
8. Ásdís Elva Einarsdóttir
9. Fríða Margrét Þorsteinsdóttir
10.Anton Fernández.
Hólmabrún 7 Dofri Þórðarson.
Hólmabrún 11 Sveinbjörg Guðnadóttir.
Hólmabrún 9 Ísak Sigurðarson.
Hólmabrún 13 Anna Erla Valdimarsdóttir.
Hólmabrún 15 Stefán Short
Hólmabrún 3 Hjaltey Sigurðardóttir
Hólmabrún 1 Sveinn Skorri Skarphéðinsson
Hólmabrún 5 Atli Ómarsson
Hólmabrún 18 Eiríkur Sævaldsson
Hólmabrún 20 Walter Fannar Kristjánsson
Hólmabrún 16 Baldur Örn Eiríksson
Hólmabrún 10 Andri Þorfinnur Ásgeirsson
Hólmabrún 12 Arinbjörn Snorrason
Hólmabrún 14 Sturla Rúnar Sigurðsson
Hólmabrún 8 Anna Margrét Þorfinnsdóttir
Hólmabrún 2 Þorsteinn Valur Baldvinsson
Hólmabrún 6 Björn Kjartansson
Hólmabrún 4 Hjörtur Hjartarson
Til vara voru dregin út 10 nöfn.
1. Helga Björt Guðmundsdóttir
2. Ríkharður Traustason.
3. Álfhildur Þorsteinsdóttir
4. Hlynur Kárason
5. Luke Shearman
6. Ingvi Þór Sigfússon
7. Ásdís Alda Runólfsdóttir
8. Ásdís Elva Einarsdóttir
9. Fríða Margrét Þorsteinsdóttir
10.Anton Fernández.
13.Opnun tilboða - lífræn sía við skólphreinsistöð.
2204318
Opnun tilboða í verkið - lífræn sía við skólphreinistöð fór fram fimmtudaginn 31. mars 2022.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið.
Arn-verk ehf, frávik, 5.786.921.kr
Frumskógar ehf 6.929.500.kr
Trésmíðar Sæmundar 7.690.895.kr
Jafnframt lagt fram minnisblað frá byggingafulltrúa þar sem farið er yfir frávikið í tilboði Arn-verk ehf.
Alls bárust þrjú tilboð í verkið.
Arn-verk ehf, frávik, 5.786.921.kr
Frumskógar ehf 6.929.500.kr
Trésmíðar Sæmundar 7.690.895.kr
Jafnframt lagt fram minnisblað frá byggingafulltrúa þar sem farið er yfir frávikið í tilboði Arn-verk ehf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Arn-verk ehf verði tekið enda uppfylli tilboð fyrirtækisins skilyrði útboðsgagna.
14.Minnisblað - Vatnsrannsóknir - öflun frekara neysluvatns fyrir ört stækkandi byggð í Hveragerði.
2204325
Lagt fram minnisblað frá Guðmundi Baldurssyni frá 17. mars 2022 varðandi öflun frekara neysluvatns fyrir ört stækkandi byggð í Hveragerði. Með minnisblaðinu voru drög að verksamningi við Ísor um rannsóknir á möguleikum á öflun frekari neysluvatns fyrir Vatnsveitu Hveragerðis.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verksamningur við Ísor verði samþykktur.
15.Sláttursamningur við Golfklúbb Hveragerðis fyrir árið 2022.
2204376
Lagður fram sláttursamningur við Golfklúbb Hveragerðis fyrir árið 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
16.Skýrsla fyrir Hveragerðisbæ dags. 1. apríl 2022 frá Þjóðskrá Ísland.
2204334
Lögð fram skýrsla frá Þjóðskrá Íslands um sveitarfélagið sem inniheldur gögn úr þjóðskrá og fasteignaskrá gefin út 5. apríl 2022.
Bæjarráð fagnar þeirri nýbreytni sem felst í sjálfvirkri skýrslugerð Þjóðskrár þar sem fram koma ýmsar tölulegar staðreyndir um Hveragerðisbæ. Sambærilegar skýrslur um öll önnur sveitarfélög má finna á vef Þjóðskrár, www.skra.is. Í nýjustu skýrslunni sem hér er lögð fram til kynningar kemur fram að íbúum hefur fjölgað í Hveragerði um 40 frá 1. desember 2021 og eru þeir nú 3.020. Erlendir ríkisborgarar eru 6,4% af heildaríbúatölu Hveragerðisbæjar. Í Hveragerði eru nú 965 íbúðir í sérbýli, 224 íbúðir í fjölbýlishúsum og 3 sumarhús. Meðalaldur kaupenda húsnæðis í Hveragerði fer hækkandi og er nú 45,7 ár. Þegar horft er til fyrstu kaupenda þá er meðalaldur þeirra 26,1 ár og þeir keyptu íbúðir sem voru að meðaltali 109,2 m2. Til gamans má geta þess að algengasta nafnið í Hveragerði er Guðmundur(46) en fast á hæla því fylgir Sigurður(41) og svo Guðrún(36) sem er algengasta kvenmannsnafnið hér í bæ.
17.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. mars 2022.
2204319
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð NOS frá 24. mars 2022.
2204320
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 28. febrúar 2022.
2204321
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 29. mars 2022 og magntölur úrgangs 2021.
2204328
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 13. desember 2022
2204322
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 7. febrúar 2022.
2204323
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 21. mars 2022.
2204324
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
24.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 30. mars 2022 ásamt ársreikning fyrir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands bs. 2021 og ný samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi.
2204375
Fundargerð ásamt ársreikning fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurland bs. 2021 og ný samþykkt um vatnsvernd á Suðurlandi lögð fram til kynningar.
25.Minnispunktar frá fundi með aðildarsveitarfélögum Bergrisans frá 21. mars 2022.
2204327
Minnispunktar lagðir fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Getum við bætt efni síðunnar?