Bæjarráð
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði í forföllum Eyþórs H. Ólafssonar. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 2. mars 2022.
2203040
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 7. mars 2022.
2203041
Í bréfinu óskar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldstofn fasteignaskatts), 78. mál.
Lagt fram til kynningar en bæjarráð treystir því að lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga geri ítarlega umsögn um málið þar sem það snýr að einum helsta tekjustofni sveitarfélaganna.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9. mars 2022.
2203042
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10. mars 2022.
2203043
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
Bæjarráð fagnar frumkvæði ríkisstjórnarinnar hvað varðar réttindi hinsegin fólks og mun taka þátt í þeim verkefnum sem lúta að sveitarfélögunum. Jafnframt minnir bæjarráð um leið á mikilvægi góðrar samvinnu við sveitarfélög landsins um innleiðingu verkefnanna.
5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 10. mars 2022.
2203044
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.
Lagt fram til kynningar.
6.Bréf frá mennta- og barnamálaráðherra frá 3. mars 2022.
2203045
Í bréfinu óskar mennta- og barnamálaráðuneyti eftir góðu samstarfi við nemendur, starfsfólk grunnskóla, sveitarfélög og skólaþjónustu sveitarfélaga um þátttöku í PISA könnuninni sem
framundan er.
framundan er.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 14. mars 2022.
2203046
Í bréfinu óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir umsögn í samráðsgátt vegna breytinga sveitarstjórnarlögum.
Lagt fram til kynningar.
8.Ný hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun - ákvörðun um matsskyldu.
2203064
Í bréfinu segir frá að á grundvelli fyrirliggjandi gagna er niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé
ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2.viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð undrast niðurstöðu Skipulagsstofnunar og vísar í fyrri bókanir sínar um málið. Að jafn umfangsmiklar framkvæmdir og fyrirhugaðar eru á Hellisheiði og nærliggjandi svæðum, aukin massavinnsla og miklar niðurdælingar, skuli ekki vera háðar einu sameiginleg umhverfismati er óskiljanlegt enda er hver framkvæmd annarri háð á þessu sviði og þessum stað. Allri ábyrgð af afleiðingum fyrirhugaðra framkvæmda er vísað til þeirra sem taka jafn óskiljanlega ákvörðun og hér um ræðir.
9.Bréf frá Vegagerðinni frá 28. febrúar 2022.
2203063
Í bréfinu svarar Vegagerðin hvaða verklagsreglur eru í gildi varðandi mokstur á Hellisheiði og hverjar eru þær helstu breytingar sem urðu á samningum Vegagerðarinnar við það útboð sem er nýafstaðið.
Bæjarráð þakkar þær upplýsingar sem fram koma í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar og þakkar einnig þá fundi sem haldnir hafa verið um málið annars vegar með bæjarráði Hveragerðisbæjar og hins vegar fund bæjarstjóra Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss með fulltrúum Vegagerðarinnar sem haldinn var nýlega. Það er von bæjarráðs að öll sú upplýsingagjöf sem átt hefur sér stað og viðræður leiði til enn betri þjónustu þó að við öll gerum okkur glögga grein fyrir þeim vandkvæðum sem vont veður hefur í för með sér á Hellisheiðinni.
10.Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfus frá 15. mars 2022.
2203095
Í bréfinu óskar bæjarstjórinn í Ölfusi eftir því að sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Árborg vinni saman að móttöku flóttamanna frá Úkraínu sem dvelja myndu í Ölfusborgum.
Bæjarráð sér marga fleti á þátttöku Hveragerðisbæjar í verkefninu enda eru Ölfusborgir staðsettar í göngufæri við bæjarfélagið og þar með er óhjákvæmilegt annað en að snertifletir bæjarins við þá aðila sem þar munu dvelja verði margir. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi bæjarins í viðræðum við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um verkefnið.
11.Hveragerðisbær - skýrsla - Þjóðskrá Íslands.
2203054
Lögð fram skýrsla frá Þjóðskrá Íslands um sveitarfélagið sem inniheldur gögn úr þjóðskrá og fasteignaskrá .
Bæjarráð fagnar þeirri nýbreytni sem felst í sjálfvirkri skýrslugerð Þjóðskrár þar sem fram koma ýmsar tölulegar staðreyndir um Hveragerðisbæ. Sambærilegar skýrslur um öll önnur sveitarfélög má finna á vef Þjóðskrár, www.skra.is. Í nýjustu skýrslunni sem hér er lögð fram til kynningar kemur fram að íbúum hefur fjölgað í Hveragerði um 43 frá 1. desember 2021 og eru þeir nú 3.023. Erlendir ríkisborgarar eru 6,4% af heildaríbúatölu Hveragerðisbæjar. Í Hveragerði eru nú 964 íbúðir í sérbýli, 224 íbúðir í fjölbýlishúsum og 3 sumarhús. Meðalaldur kaupenda húsnæðis í Hveragerði fer lækkandi og er nú 43,2 ár. Þegar horft er til fyrstu kaupenda þá er meðalaldur þeirra 31,4 ár og þeir keyptu íbúðir sem voru að meðaltali 99,4 m2.
Til gamans má geta þess að algengasta nafnið í Hveragerði er Guðmundur(46) en fast á hæla því fylgir Sigurður(41) og svo Guðrún(37) sem er algengasta kvenmannsnafnið hér í bæ.
Til gamans má geta þess að algengasta nafnið í Hveragerði er Guðmundur(46) en fast á hæla því fylgir Sigurður(41) og svo Guðrún(37) sem er algengasta kvenmannsnafnið hér í bæ.
12.Verkfundargerð - Vorsabær áfangi 2 - frá 3. mars 2022.
2203047
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
13.Verkkaupafundur - Hjúkrunarheimilið Ás - nýbygging frá 2. mars 2022.
2203065
Fundargerðin lögð fram til kynningar en gert er ráð fyrir að forval fyrir lokað alútboð verði auglýst um næstu helgi.
14.Verkfundargerð - Ölfusvegur um Varmá - frá 9. mars 2022.
2203048
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
15.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar 2022.
2203049
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð SASS frá 4. mars 2022.
2203053
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð Bergrisans frá 1. mars 2022.
2203050
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Bergrisans frá 8. mars 2022.
2203051
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 25. febrúar 2022.
2203052
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Getum við bætt efni síðunnar?