Bæjarráð
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 20. janúar 2022.
2201152
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 25. janúar 2022.
2201158
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 26. janúar 2022.
2201352
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
Bæjarráð fagnar þeirri tillögu sem þarna er komin fram og að fyrirhugað sé að gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara.
Bæjarráð vill þó gera tvær athugasemdir og óskar eftir að tillit verði tekið til þessara atriða við frekari vinnslu málsins.
Í fyrsta lagi óskar bæjarráð eftir því að horft verði til náttúruhamfara sem riðið hafa yfir síðustu 15 árin en ekki eingöngu síðustu 10 árin en með þeirri breytingu yrðu afleiðingar jarðskjálftanna sem riðu yfir Suðurland í maí 2008 teknar með í umræddri úttekt.
Í öðru lagi óskar bæjarráð eftir því að kannað verði hver sé staða íbúa varðandi mögulegt tjón sem orðið getur af manngerðum náttúruhamförum en niðurdælingar eru þekkt orsök jarðskjálfta og því mikilvægt að tryggingavernd íbúa sé alveg skýr ef að mögulega yrði tjón af slíkum völdum.
Bæjarráð vill þó gera tvær athugasemdir og óskar eftir að tillit verði tekið til þessara atriða við frekari vinnslu málsins.
Í fyrsta lagi óskar bæjarráð eftir því að horft verði til náttúruhamfara sem riðið hafa yfir síðustu 15 árin en ekki eingöngu síðustu 10 árin en með þeirri breytingu yrðu afleiðingar jarðskjálftanna sem riðu yfir Suðurland í maí 2008 teknar með í umræddri úttekt.
Í öðru lagi óskar bæjarráð eftir því að kannað verði hver sé staða íbúa varðandi mögulegt tjón sem orðið getur af manngerðum náttúruhamförum en niðurdælingar eru þekkt orsök jarðskjálfta og því mikilvægt að tryggingavernd íbúa sé alveg skýr ef að mögulega yrði tjón af slíkum völdum.
4.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 25. janúar 2022.
2201164
Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem lögð er fram kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins Hveragerði.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Meirihluti bæjarráðs vill gera grein fyrir því að þær tillögur sem meirihlutinn lagði fram á fundinum, og hér er lögð fram kvörtun yfir, voru lagðar fram vegna kröftugrar bókunar í fundargerð fræðslunefndar þar sem bæjarstjórn var hvött til að hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýs leikskóla og viðbyggingar við Óskaland í samræmi við þau áform sem samþykkt höfðu verið í þriggja ára áætlun.
Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2022 var hafin og það var ljóst að framkvæmdir við umræddar byggingar yrðu settar á fjárhagsáætlun komandi árs. Til að ná framkvæmdum við viðbyggingu við Óskaland yfir sumarlokunartíma leikskóla varð hönnun að hefjast eins fljótt og nokkur var kostur. Reyndar er hér ekki um nýjar deildir að ræða heldur um 70-80m2 viðbyggingu sem hýsir stoðþjónustu og starfsmannaaðstöðu. Bæjarfulltrúar vissu af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum og þekktu þá brýnu þörf sem þarna var um að ræða. Einnig gátu þeir gengið að því nokkuð vísu að örfáum vikum seinna myndu þeir samþykkja þessar sömu framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar. Enda samþykktu þeir umræddar ákvarðanir við fjárhagsáætlunargerð um 4 vikum síðar.
Óneitanlega virðist þetta mál allt vera stormur í vatnsglasi og leitt að það skuli nú vera lent á borði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
Meirihluti bæjarráðs vill gera grein fyrir því að þær tillögur sem meirihlutinn lagði fram á fundinum, og hér er lögð fram kvörtun yfir, voru lagðar fram vegna kröftugrar bókunar í fundargerð fræðslunefndar þar sem bæjarstjórn var hvött til að hefja nú þegar undirbúning að byggingu nýs leikskóla og viðbyggingar við Óskaland í samræmi við þau áform sem samþykkt höfðu verið í þriggja ára áætlun.
Vinna við fjárhagsáætlun ársins 2022 var hafin og það var ljóst að framkvæmdir við umræddar byggingar yrðu settar á fjárhagsáætlun komandi árs. Til að ná framkvæmdum við viðbyggingu við Óskaland yfir sumarlokunartíma leikskóla varð hönnun að hefjast eins fljótt og nokkur var kostur. Reyndar er hér ekki um nýjar deildir að ræða heldur um 70-80m2 viðbyggingu sem hýsir stoðþjónustu og starfsmannaaðstöðu. Bæjarfulltrúar vissu af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum og þekktu þá brýnu þörf sem þarna var um að ræða. Einnig gátu þeir gengið að því nokkuð vísu að örfáum vikum seinna myndu þeir samþykkja þessar sömu framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlunar. Enda samþykktu þeir umræddar ákvarðanir við fjárhagsáætlunargerð um 4 vikum síðar.
Óneitanlega virðist þetta mál allt vera stormur í vatnsglasi og leitt að það skuli nú vera lent á borði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
5.Bréf frá Skipulagstofnun frá 18. janúar 2022.
2201154
Bréf frá Skipulagsstofnun þar sem fram kemur að Orka Náttúrunnar óskar eftir umsögn vegna byggingar nýrrar hreinsistöðvar við Heillisheiðavirkjun.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við þær upplýsingar sem þarna eru settar fram og telur að áform sem dregið geta úr loftmengun frá virkjuninni séu jákvæð. Bæjarráð gerir þó athugasemdir við að niðurdælingarverkefnið, Carbfix, og áhrif vegna þess skuli ekki kynnt sem eitt verkefni, bæði stöðvarhús og niðurdæling, og að þannig geti umsagnaraðilar gert athugasemdir við verkefnið í heild sinn. Bæjarráð áskilur sér allan rétt til athugasemda þegar umhverfismat vegna fyrirhugaðrar niðurdælingar verður lagt fram.
6.Bréf frá Umboðsmanni barna frá 28. janúar 2022.
2201351
Bréf frá Umboðsmanni barna þar sem fjallað er um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þátttöku og áhrifa.
Lagt fram til kynningar. Nú er unnið að eflingu ungmennaráðs þannig að verklag þess geti stuðlað að aukinni þátttöku barna og ungmenna í ákvörðunum er lúta að hinum ýmsu málefnum bæjarins.
7.Bréf frá Klúbbnum Strók frá 20. janúar 2022.
2201153
Bréfinu frá Styrktarfélagi Klúbbsins Stróks þar sem óskað er eftir styrkveitingu frá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að starfsemi klúbbsins verði styrkt með 150.000,-.
8.Minnisblað frá bæjarstjóra - breytingar á gerð ársreiknings og fjárhagsáætlunar.
2201159
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 26. janúar 2022 varðandi breytingar á gerð ársreiknings og fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umrædd breyting taki gildi árið 2022 og að fjárhagsáætlun ársins verði endurskoðuð með viðauka eigi síðar en 1. júní n.k. Með þessu móti verða ársreikningar yfirstandandi kjörtímabilis samanburðarhæfir og nýtt kjörtímabil hefst með nýjum reglum um reikningsskil.
9.Leigusamningur - Tjaldsvæði Hveragerðisbæjar.
2201354
Lagður fram leigusamningur við Plís ehf um tjaldsvæði Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
10.Opnun tilboða í verkið - Hólmabrún í Hveragerði.
2201161
Opnun tilboða í verkið - Hólmabrún í Hveragerði fór fram miðvikudaginn 26. janúar 2022. Alls bárust sjö tilboð í verkið.
Arnon ehf 238.912.475.kr-
Aðalleið ehf 241.784.300.kr-
Smávélar ehf 259.991.710.kr-
Verktækni ehf 296.062.050.kr-
Stórverk ehf 260.763.620.kr-
VBF Fjölnir ehf 282.382.600.kr-
Gröfutækni ehf 235.995.150.kr-
Arnon ehf 238.912.475.kr-
Aðalleið ehf 241.784.300.kr-
Smávélar ehf 259.991.710.kr-
Verktækni ehf 296.062.050.kr-
Stórverk ehf 260.763.620.kr-
VBF Fjölnir ehf 282.382.600.kr-
Gröfutækni ehf 235.995.150.kr-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Gröfutækni ehf verði tekið enda uppfylli tilboð fyrirtækisins skilyrði útboðsgagna.
11.Verðkönnun - Opnun tilboða í verkið - Álfafell.
2201163
Opnun tilboða (verðkönnun) í verkið "Álfafell" fór fram miðvikudaginn 26. janúar 2022. Alls bárust tvö tilboð.
Sportþjónustan 3.900.000.kr-
Gummi Sig ehf 8.141.000.kr-
Sportþjónustan 3.900.000.kr-
Gummi Sig ehf 8.141.000.kr-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Sportþjónustunnar ehf verði tekið.
12.Lóðaumsóknir.
2201353
Fyrir fundinum liggja 103 umsóknir um lóðina Dalahraun 28-36, 77 umsóknir um lóðirnar Dalahraun 17, 19, 21 og 10 umsóknir um lóðina Öxnalækjarvegur 2 sem auglýstar hafa verið í 4 vikur í samræmi við reglur um úthlutun lóða í Hveragerði. Aðstoðamaður í tæknideild hefur yfirfarið öll gögn umsækjenda. Gunnar Þór Snorrason fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með útdrætti um þær lóðir þar sem fleiri en ein umsókn barst.
Hv23 slf. fékk úthlutað lóðinni Dalahraun 28-36 og til vara Grjótlist ehf og Baldur Guðmundsson.
Eignafell ehf fékk úthlutað lóðunum Dalahraun 17,19 og 21 og til vara Fagverk ehf og Sportgæðingar ehf.
Örk fasteignir ehf fékk úthlutað lóðinni Öxnalækjarveg 2 og til vara Róbert Árni Jörgensen, Arnar Ingi Ingason og Ergosspa ehf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutanirnar verði samþykktar.
Eignafell ehf fékk úthlutað lóðunum Dalahraun 17,19 og 21 og til vara Fagverk ehf og Sportgæðingar ehf.
Örk fasteignir ehf fékk úthlutað lóðinni Öxnalækjarveg 2 og til vara Róbert Árni Jörgensen, Arnar Ingi Ingason og Ergosspa ehf.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að úthlutanirnar verði samþykktar.
13.Verkfundagerð nr. 2 - Ölfusvegur um Varmá - Vegagerðin.
2201162
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. janúar 2022.
2201155
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Bergrisans frá 20. september 2022.
2201156
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð Bergrisans frá 24. nóvember 2021.
2201157
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum haldin 25. janúar 2022.
2201160
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum haldin 1. febrúar 2022.
2202008
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:41.
Getum við bætt efni síðunnar?