Bæjarráð
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Menntamálastofnun frá 7. desember 2021.
2112049
Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun þar sem tilkynnt er að alls bárust 17 umsóknir um ytra mat á leikskólum frá 10 sveitarfélögum. Valdir eru 4 leikskólar til mats vorið 2022. Menntamálastofnun þakkar sýndan áhuga á þátttöku og hefur ákveðið að fram fari ytra mat á starfsemi Undralands á vorönn. Ekki reyndist unnt að verða við umsókninni um ytra mat á leikskólanum Óskalandi að þessu sinni.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Lionsklúbb Hveragerðis frá 8. desember 2021.
2112045
Lagt fram bréf frá Lionsklúbb Hveragerðis þar sem þeir óska eftir að Hveragerðisbær styrki jólaballið sem Lionsklúbburinn hefur haldið í áraraðir og greiði fyrir auglýsingar til að kynna viðburðinn. Einnig óska þeir eftir leyfi til að halda jólaballið í Lystigarðinum með tilliti til aðstæðna vegna Covid.
Bæjarráð samþykkir erindi klúbbsins.
3.Bréf frá leikskólastjóra leikskólans Óskalands frá 1. desember 2021.
2112044
Lagt fram bréf frá leikskólastjóra leikskólans Óskaland þar sem lögð er fram beiðni kennara um að fá greidda undirbúningstíma sem þeir eiga inni.
Bæjarráð samþykkir að greiða þá tíma sem hér er um að ræða. Um algjöra undantekningu er að ræða og erindið er samþykkt vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem ríkt hafa á leikskólanum sem skapast hafa vegna mikilla forfalla. Bæjarráð ætlast til að undirbúningur sé tekinn með reglulegum hætti enda slíkt best bæði fyrir starfsemina sem og starfsmenn.
4.Minnisblað frá bæjarstjóra - greiðsla leikskólagjalda milli jóla og nýárs.
2112052
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 14. desember 2021 varðandi greiðslu leikskólagjalda milli jóla og nýárs.
Bæjarráð samþykkir að fella niður vistunar- og matargjald barna þeirra foreldra sem tilkynna fyrir jól að börnin muni ekki nýta sér þjónustu leikskólanna milli jóla og nýárs.
5.Minnisblað frá bæjarstjóra - úthlutun lóða í Kambalandi.
2112050
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 14. desember 2021 varðandi úthlutun lóða í Kambalandi.
Bæjarráð samþykkir að nú þegar verði auglýstar lóðir við Dalahraun þar sem heimilt er að byggja eitt fimm íbúða raðhús og þrjú fjölbýlishús, fimm íbúðir í hverju. Með því að auglýsa lóðirnar nú þegar er uppfyllt skilyrði um fjögurra vikna auglýsingu fyrir úthlutun sem færi þá fram á fundi bæjarráðs þann 3. febrúar 2022. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingahæfar í júní. Bæjarráð samþykkir að fjölbýlishúsunum verði úthlutað með sama hætti og gert var í Dalahrauni og Langahrauni þannig að þeir aðilar gangi fyrir sem sækja um allar tveggja hæða fjölbýlishúsalóðirnar.
Bæjarráð samþykkir einnig að byggingarréttargjald verði 30% á umrætt raðhús sem og fjölbýlishúsin. Úthlutun fari að öðru leyti fram með hefðbundnum hætti í samræmi við reglur um úthlutun lóða í bæjarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir einnig að byggingarréttargjald verði 30% á umrætt raðhús sem og fjölbýlishúsin. Úthlutun fari að öðru leyti fram með hefðbundnum hætti í samræmi við reglur um úthlutun lóða í bæjarfélaginu.
6.Markaðsstofa Suðurlands - ósk um endurnýjun samstarfssamnings.
2112037
Í bréfinu óskar Markaðsstofa Suðurlands eftir framlengingu á samstarfssamningi við Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samningurinn verði endurnýjaður til eins árs. Jafnframt óskar bæjarráð eftir kynningu á starfsemi Markaðsstofunnar fljótlega.
7.Samningur sveitarfélaga á Suðurlandi og N4 ehf.
2112041
Lögð fram drög að samningi við sjónvarpsstöðina N4 vegna þáttagerða og sýninga á miðlum N4 á svæðinu árið 2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að ganga til samstarfs við sjónvarpsstöðina N4 á grundvelli þess tilboðs sem hér liggur fyrir.
8.Ályktanir frá ársþingi SASS frá 28. og 29. október 2021.
2112038
Lagðar fram ályktanir frá ársþingi SASS frá 28. og 29. október 2021
Lagt fram til kynningar.
9.Verkfundargerð Kambaland III frá 6. desember 2021.
2112039
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
10.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10. desember 2021.
2112051
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fundargerð SASS frá 3. desember 2021.
2112042
Fundargerðin lögð fram til kynningar en bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um áhersluverkefni á sviði loftslagsmála.
12.Fundargerð aðalfundar Bergrisans frá 24. nóvember 2021.
2112043
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Fundargerð Heilbrigðisnefndar 25. nóvember 2021.
2112040
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:01.
Getum við bætt efni síðunnar?