Bæjarráð
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. nóvember 2021.
2111072
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Greenhouse hótel ehf kt. 460919-0450 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV-A hótel.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn Greenhouse hótel ehf kt. 460919-0450 um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV-A hótel, Austurmörk 6, fasteignanúmer:235-7516.
2.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 29. nóvember 2021.
2111088
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Yuzu ehf kt. 640818-0500 um leyfi til reksturs Veitingaleyfi flokkur II C Veitingastofa og greiðasala.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn Yuzu ehf kt. 640818-0500 um leyfi til reksturs veitingaleyfi flokkur II C veitingastofa og greiðasala, Austurmörk 6, fastanúmer 235-7516.
3.Bréf frá stjórn Bergrisans frá 22. nóvember 2021
2111080
Í bréfinu leggur stjórn Bergrisans bs til að stofnuð verði húsnæðissjálfseignarstofnun(hses) um byggingu, og rekstur íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Sjálfseignarstofnunin mun eiga og annast rekstur íbúðakjarna, þ.e. húsnæðisins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að Hveragerðisbær gerist aðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni.
4.Bréf frá Pétri Inga Frantzsyni frá 16. nóvember 2021.
2111073
Í bréfinu óskar undirritaður eftir því að leigusamningur hans um rekstur tjaldsvæðisins verði framlengdur um tvö ár í viðbót við það eina sem eftir er af leigusamningi.
Bæjarráð samþykkir að leigusamningurinn verði framlengdur um tvö ár og að áfram verði í honum skilyrði varðandi uppsögn komi til þess að svæðið verði nýtt í annað. Bæjarstjóra falið að gera drög að leigusamningi og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
5.Bréf frá Fimleikdeild Hamars ódagsett.
2111074
Í bréfinu óskar stjórn fimleikadeildar eftir því að Hveragerðisbær gangi til samninga við Ölfus um afnot af fimleikahúsinu í Þorlákshöfn, 2-4 æfingar í mánuði. Jafnframt er óskað eftir því að Hveragerðisbær standi straum af þeim leigukostnaði sem þá félli til.
Bæjarstjóra falið að ræða við menningar- og frístundafulltrúa um stöðu fimleikadeildar og þá möguleika sem þar eru fyrirsjáanlegir til eflingar starfi deildarinnar.
6.Bréf frá ÓJÓ Import ehf frá 30. nóvember 2021.
2111094
Í bréfinu óskar fyrirtækið ÓJÓ Import ehf eftir að fá að taka á leigu húsnæðið að Breiðumörk 21.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa hluta húsnæðisins til leigu og kalla eftir aðilum sem myndu vilja nýta það í núverandi ástandi og þannig að garðyrkjudeild geti einnig nýtt hluta af húsnæðinu. Bæjarráð mun hafa til hliðsjónar við ákvörðun um leigutaka með hvaða hætti sú starfsemi sem þarna fer inn muni efla mannlíf og þjónustu við Breiðumörk. Erindi frá nýsköpunarfyrirtækinu Orkideu er með þessari ákvörðun hafnað enda hefur ekki náðst lending um fyrirkomulag vegna aðkomu félagsins að leigu á húsnæðinu.
7.Bréf frá ADHD samtökunum frá 1. október 2021.
2111079
Í bréfinu óska ADHD samtökin eftir samstarfi við Hveragerði um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn bæjarins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Suðurlandi. Hver sem leiðin yrði, óskar þeir eftir allt að kr. 750.000,- í styrk, sem nýttur yrði samhvæmt nánara samkomulagi.
Erindinu vísað til fræðslunefndar.
8.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
2111096
Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis 2021-2022 eða á meðan beðið er eftir plássi í Hveragerði.
Þar sem börn í Hveragerði fá að jafnaði ekki boð um leikskólavistun fyrr en í fyrsta lagi þegar þau verða tólf mánaða þá er erindið samþykkt frá þeim tíma sem að barnið nær þeim aldri og þar til því er boðin leikskólavistun hér í Hveragerði.
9.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
2111076
Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis skólaárið 2021-2022.
Með vísan til fyrirliggjandi álits félagsmálafulltrúa samþykkir bæjarráð erindið til loka þessa skólaárs eða styttra flytji lögheimili barns annað fyrir þann tíma.
10.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.
2111077
Óskað er eftir því að barn með lögheimili í Hveragerði fái leikskólavist í leikskóla utan Hveragerðis skólaárið 2021-2022.
Með vísan til fyrirliggjandi álits félagsmálafulltrúa samþykkir bæjarráð erindið til loka þessa skólaárs eða styttra flytji lögheimili barns annað fyrir þann tíma.
11.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
2111078
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í skóla utan Hveragerðis skólaárið 2021-2022.
Með vísan til fyrirliggjandi álits félagsmálafulltrúa samþykkir bæjarráð erindið til loka þessa skólaárs eða styttra flytji lögheimili barns annað fyrir þann tíma.
12.Kæra 167/2021 - úrskurðanefnd umhverfis og auðlindamála.
2111081
Lögð fram gögn vegna kæru nr. 167/2021 sem barst úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála vegna starfa byggingarfulltrúa í Hveragerði.
Lagt fram til kynningar en kæran hefur verið felld niður að beiðni eiganda umrædds húsnæðis.
13.Minnisblað frá byggingarfulltrúa - Gatnagerð 2022.
2111083
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2021 vegna útboðs gatnagerðar í Vorsabæ, Hólmabrún og við Varmá.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur byggingafulltrúa verði samþykktar og útboð gatnagerðar ársins 2022 auglýst í samræmi við tillögur sem þarna koma fram.
Í dag eru í byggingu 141 íbúð í bæjarfélaginu sem er samkvæmt tölum HMS mesta hlutfallslega aukning húsnæðis á Íslandi í dag. Þrátt fyrir þetta er ljóst að eftirspurn eftir lóðum til frekari uppbyggingar er mikil og við því vill bæjarráð bregðast með þessum hætti.
Í dag eru í byggingu 141 íbúð í bæjarfélaginu sem er samkvæmt tölum HMS mesta hlutfallslega aukning húsnæðis á Íslandi í dag. Þrátt fyrir þetta er ljóst að eftirspurn eftir lóðum til frekari uppbyggingar er mikil og við því vill bæjarráð bregðast með þessum hætti.
14.Umsókn um lóð - Varmá 20.
2111071
Lögð fram beiðni frá Kristmundi Stefáni Hannessyni um að fá frátekna lóð númer 20 við Varmá í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með umsækjanda þar sem hann myndi kynna hugmyndir sínar að uppbyggingu og rekstri á svæðinu.
15.Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 26. nóvember 2021.
2111097
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð aðalfundur SASS frá 28. og 29. október 2021.
2111089
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð SASS frá 5. nóvember 2021.
2111086
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 29. október 2021.
2111087
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 4. október 2021
2111084
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð Markaðsstofu Suðurlands frá 1. nóvember 2021.
2111085
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?