Bæjarráð
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 4. október 2021.
2110075
Í bréfinu segir Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu frá því að gefnar hafa verið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þáttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að endurskoða samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar með tilliti til þeirra breytinga sem kynntar eru í erindi frá ráðuneytinu. Endurskoðuð samþykkt verði lögð fyrir bæjarstjórn í samræmi við reglur þar um.
2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. september 2021.
2109142
Í bréfinu er kynnt úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir árið 2021. Grunnskólinn í Hveragerði fær úthlutað kr. 505.764.-
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 17. september 2021.
2109141
Í bréfinu segir frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiða í sveitarfélögum á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög sem kom út í maí 2021. Umsóknarfrestur um þáttöku er til 15. október n.k.
Bæjarráð fagnar því að verkefni varðandi innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá sveitarfélögum hafi fengið styrk og felur umhverfisfulltrúa að sækja um þátttöku í verkefninu. Tengiliðir við verkefnið verða Höskuldur Þorbjarnarson, umhverfisfulltrúi og Bryndís Eyr Þorsteinsdóttir, formaður umhverfisnefndar.
4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30. september 2021.
2110069
Í bréfinu er sagt frá að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24. september sl., var fjallað um hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.
Lagt fram til kynningar en Hveragerði er á vaxtarsvæði og fellur því ekki undir þau markmið sem hugmyndin felur í sér.
5.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 1. október 2021.
2110068
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi á bjórhátíð hjá Einfalt ehf kt. 521016-1830.
Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.
6.Bréf frá Jafnréttisstofu frá 17. september 2021.
2110015
Í bréfinu boðar Jafnréttistofa og Samband íslenskra sveitarfélaga til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn 14. október næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
7.Minnisblað frá bæjarstjóra - málefni ungra barna í Hveragerði.
2110067
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 4. október 2021 þar sem lagt er til að því fyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið varðandi fastar greiðslur til eins dagforeldris í Hveragerði verði haldið áfram.
Bæjaráð samþykkir að einu dagforeldri verði tryggðar tekjur óháð fjölda barna í vistun til 1.maí 2022.
8.Lóðaumsókn - Friðarstaðir 3.
2110074
Elvar Þrastarson sækir um Friðarstaðir 3, lóð 19.
Aldís Hafsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu stóð.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir ráðgefandi áliti skipulagshöfunda og skipulagsfulltrúa þar sem fram kæmi mat á því hversu vel tillagan fellur að markmiðum deiliskipulags á svæðinu en slíkt mat var áskilið í auglýsingu.
Bæjarráð óskar einnig eftir fundi með umsækjanda þar sem betur yrði farið yfir hugmyndir um framkvæmdahraða, umfang og annað slíkt en stefnt yrði að því að á næsta fundi bæjarráðs kæmi þá til formlegrar úthlutunar lóðarinnar.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir ráðgefandi áliti skipulagshöfunda og skipulagsfulltrúa þar sem fram kæmi mat á því hversu vel tillagan fellur að markmiðum deiliskipulags á svæðinu en slíkt mat var áskilið í auglýsingu.
Bæjarráð óskar einnig eftir fundi með umsækjanda þar sem betur yrði farið yfir hugmyndir um framkvæmdahraða, umfang og annað slíkt en stefnt yrði að því að á næsta fundi bæjarráðs kæmi þá til formlegrar úthlutunar lóðarinnar.
9.Lóðaumsókn Friðastaðir 5 og 7.
2110009
Varmá ehf sækir um lóðirnar Friðastaðir 5 og 7.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir ráðgefandi áliti skipulagshöfunda og skipulagsfulltrúa þar sem fram kæmi mat á því hversu vel tillagan fellur að markmiðum deiliskipulags á svæðinu en slíkt mat var áskilið í auglýsingu.
Bæjarráð óskar einnig eftir fundi með umsækjanda þar sem betur yrði farið yfir hugmyndir um framkvæmdahraða, umfang og annað slíkt en stefnt yrði að því að á næsta fundi bæjarráðs kæmi þá til formlegrar úthlutunar lóðanna.
Bæjarráð óskar einnig eftir fundi með umsækjanda þar sem betur yrði farið yfir hugmyndir um framkvæmdahraða, umfang og annað slíkt en stefnt yrði að því að á næsta fundi bæjarráðs kæmi þá til formlegrar úthlutunar lóðanna.
10.Minnisblað frá bæjarstjóra - Gatnagerð Vorsbær og Öxnalækur.
2110078
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 5. október 2021 varðandi gatnagerð í Vorsabæ og Öxnalæk.
Bæjarráð samþykkir að bjóða nú þegar út gatnagerð í Öxnalæk og Vorsabæ og að þær lóðir sem aðgengilegar eru til uppbyggingar nú þegar verði auglýstar lausar til úthlutunar. Kostnaður við þann hluta gatnagerðar sem mögulega myndi falla til á þessu ári rúmast innan fjárhagsáætlunar en öðrum kostnaði er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
11.Hveragerði og Gallup - Sveitarfélagakönnun 2021.
2110071
Í bréfinu er kynnt tillaga að áframhaldandi samstarfi um árlega Sveitarfélagakönnun við Gallup.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að ganga til samstarfs við Gallup um sveitarfélagakönnun árið 2021. Spurningar vegna umhverfismála verði innifaldar í könnuninni.
12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september 2021.
2110014
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Fundargerð NOS frá 13. september 2021.
2110013
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 23. september 2021.
2110010
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 24. ágúst 2021.
2110011
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 21. september 2021.
2110012
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð Tónlistarskóla Árnesinga frá 1. október 2021.
2110072
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 29. september 2021.
2110076
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.Fundargerð Byggingarnefndar Búðarstígs 22 frá 29. september 2021.
2110077
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:31.
Getum við bætt efni síðunnar?