Bæjarráð
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi frá 2. september 2021.
2109081
Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum áhugasamra sveitarfélaga til að taka þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög fyrir árið 2022.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir kynningu á verkefninu þar sem fram komi hvert er umfang þess og hver er kostnaður við innleiðingu.
2.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 7. september 2021.
2109079
Með bréfinu er vakin athygli á skýrslu sem starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra skilaði á dögunum varðandi kynheilbrigði og virkar ofbeldisforvarnir og eru stjórnendur skóla og hagsmunaaðilar hvattir til þess að ræða hana á sínum vettvangi og nýta til að efla umræðu og aðgerðir í skólasamfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar til nánari umfjöllunar og eftirfylgni.
3.Minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa - uppsetning á aðgangskerfi fyrir Sundlaugina Laugaskarði.
2109078
Lagt fram minnisblað frá menningar- og frístundafulltrúa frá 13. september 2021 vegna uppsetningu á nýju aðgangskerfi fyrir Sundlaugina Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við WISE um innleiðingu aðgangskerfis við Sundlaugina Laugaskarði. Þar með geta gestir sundlaugarinnar keypt sundkort og einskiptis aðgang að sundlauginni með rafrænum hætti og geymt sundkort í rafrænum veskjum. Auk þess er mikið hagræði fólgið í lausninni þar sem aðgangskerfi WISE yrði þá beintengt við bókhaldskerfi bæjarins.
4.Samningur við nemendur 7.bekkjar um umhverfishreinsun 2021-2022.
2109092
Lagður fram samningur við 7. bekk Grunnskólans í Hveragerði um umhverfishreinsun veturinn 2021-2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
5.Samningur við nemendur 10.bekkjar um aðstoð við skólastarf 2021-2022.
2109091
Lagður fram samningur við 10. bekk Grunnskólans í Hveragerði um aðstoð við skólastarf veturinn 2021-2022.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
6.Rafræn eftirlitskönnun - Héraðsskjalasafn Árnesinga.
2109080
Niðurstöður rafrænnar eftirlitskönnunar sem Héraðsskjalasafn Árnesinga framkvæmdi árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
7.Lóðaumsókn Vorsbæ 11 - 13 - 15 - 17.
2109082
K-102 ehf sækir um lóðirnar Vorsabæ 11, 13, 15 og 17.
Bæjarráð samþykkir að úthluta K-102 ehf lóðunum Vorsabæ 11, 13, 15 og 17 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir.
8.Verkfundargerð - Kambaland III frá 23. ágúst 2021 - áfangi 2020.
2109093
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9.Fundargerð SASS frá 3. september 2021.
2109083
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:23.
Getum við bætt efni síðunnar?