Bæjarráð
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Mennta og menningarmálaráðuneyti frá 7.febrúar 2017.
1702037
Í bréfinu er kynnt innleiðing á nýjum námsmatskvarða við lok grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 21.febrúar 2017.
1702040
Í bréfinu er óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins við mat fráveituframkvæmda.
Umhverfisfulltrúa og skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.
3.Bréf frá styrktarsjóði EBÍ frá 23.febrúar 2017.
1702042
Í bréfinu er auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2017.
Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til sjóðsins.
4.Bréf frá Viðlagatryggingu Íslands frá 20.febrúar 2017.
1702041
Í bréfinu er rætt um náttúruhamfaratryggingu opinberra mannvirkja.
Í kjölfar jarðskjálftans 2008 var farið rækilega yfir tryggingar bæjarfélagsins og hefur nýjum mannvirkjum verið bætt inn á listann eftir því sem þau hafa byggst upp. Bygginga- og mannvirkjafulltrúa er falið að fara enn og aftur yfir tryggingar mannvirkja Hveragerðisbæjar vegna náttúruhamfara til að tryggja að þær falli allar undir tryggingavernd félagsins.
5.Bréf frá Orkustofnun frá 14.febrúar 2017.
1702031
Í bréfinu er kynnt staða úttektar Orkustofnunar á jarðhitanýtingu í Ölfusdal.
Lagt fram til kynningar en bæjarráð leggur áherslu á að afstaða Orkustofnunar liggi fyrir hið fyrsta enda eru hagsmunir sérstaklega fyrir Hveragerði og Hvergerðinga ríkir á svæðinu.
6.Bréf frá Ísorku ódagsett.
1702032
Í bréfinu býður Ísorka að tengja rafhleðslustöðina, sem Orkusalan ehf gaf nýlega, við rekstrar- og upplýsingakerfi hjá Ísorku.
Skrifstofustjóra falið að kynna erindið fyrir stjórn Húsfélagsins við Sunnumörk en þar er rafhleðslustöðin staðsett.
7.Bréf frá Gámaþjónustunni frá 23.febrúar 2017.
1702036
Í bréfinu er rætt um sorphirðu hjá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð harmar það að losun allra tunna á þriggja vikna fresti, sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun, hefjist ekki fyrr en í maí og óskar sýringa á því af hverju þetta fyrirkomulag gat ekki hafist í janúar eins og lofað hafði verið.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið að efla beri flokkun og endurnýtingu með öllum tiltækum ráðum og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að slíkum verkefnum. Bæjarráð telur ekki að breyta eigi núverandi sorpflokkunarkerfi að svo komnu máli og því verður þriggja tunnu kerfi áfram við lýði í Hveragerði.
Bæjarráð tekur undir það sjónarmið að efla beri flokkun og endurnýtingu með öllum tiltækum ráðum og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að slíkum verkefnum. Bæjarráð telur ekki að breyta eigi núverandi sorpflokkunarkerfi að svo komnu máli og því verður þriggja tunnu kerfi áfram við lýði í Hveragerði.
8.Bréf frá Ræktunarmiðstöðinni frá 9.janúar 2017.
1702035
Í bréfinu óskar Ræktunarmiðstöðin eftir að svæði Ræktunarmiðstöðvarinnar á svokölluðu Fagrahvammstúni verði breytti í aðalskipulagi frá því að vera skilgreint sem athafnarsvæði í að vera skilgreint íbúðasvæði.
Bæjarstjóri upplýsti að tölvupóstur með þessu sama erindi hefði borist í janúar og þá þegar hefði honum verið komið til aðila sem nú vinna að endurskoðun aðalskipulagsins og því hefur efnisleg umræða um þetta erindi farið fram eins og reyndar má sjá í kynningu að endurskoðuðu aðalskipulagi á heimasíðu bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.
9.Bréf frá eigendum fasteignarinnar Dalsbrún 1 frá 15.febrúar 2017.
1702030
Í bréfinu óska eigendur fasteignarinnar Dalsbrún 1 eftir að fá spildu vestan við lóð sína til fósturs.
Bæjarráð sér ekki annmarka á því að umrætt svæði verði "tekið í fóstur" af bréfriturum enda verði eftirfarandi skilyrðum þá uppfyllt. Svæðið verði ekki girt af og heimild verði fyrir almenning að fara þar um. Allar framkvæmdir verði afturkræfar. Lóðarhafar geri sér grein fyrir að allur gróður gæti verið fjarlægður á svæðinu af alls konar ástæðum í framtíðinni. Enginn réttur myndast til reitsins vegna þessa "fósturs".
Bæjarráð bendir aftur á móti einnig á þann möguleika að bréfritari óski eftir stækkun lóðar með erindi til skipulags- og mannvirkja nefndar. Erindi varðandi göngustíg er vísað til umhverfisfulltrúa sem sjá mun um að fjarlægja hann auk þessa að skoða mögulegar úrbætur á sigdæld.
Bæjarráð bendir aftur á móti einnig á þann möguleika að bréfritari óski eftir stækkun lóðar með erindi til skipulags- og mannvirkja nefndar. Erindi varðandi göngustíg er vísað til umhverfisfulltrúa sem sjá mun um að fjarlægja hann auk þessa að skoða mögulegar úrbætur á sigdæld.
10.Bréf frá Elínu Káradóttur og Sigurði Vilberg Svavarssyni frá 22.febrúar 2017.
1702029
Í bréfinu óska bréfritarar eftir að fá hærri niðurgreiðslu vegna daggæslu hjá dagforeldri í Reykjavík heldur en greitt er fyrir daggæslu í Hveragerði enda fellur tugþúsunda kostnaður nú á þau þar sem dagforeldrar eru ekki með laus pláss í Hveragerði.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við beiðninni. Félagsráðgjafa er jafnframt falið að fara yfir reglur Hveragerðisbæjar um niðurgreiðslur til dagforeldra með það að leiðarljósi að bæta starfskjör þeirra. Þannig myndast vonandi grundvöllur til þess að fleiri vilji gerast dagforeldrar.
11.Bréf frá Sigríði E. Sigmundsdóttur og Pétri Inga Frantzsyni frá 28.febrúar 2017.
1702044
Í bréfinu óska bréfritarar, sem eru rekstraraðilar að tjaldsvæðinu, eftir úrbótum á tjaldsvæðinu.
Byggingar- og mannvirkjafulltrúa falið að skoða málið og senda minnisblað með kostnaðartölum fyrir næsta fund bæjarráðs.
12.Bréf frá Fróða ehf frá 6.janúar 2017.
1702034
Í bréfinu óskar Fróði ehf eftir viðræðum við Hveragerðisbæ um að kaupa land þar sem gömlu öskuhaugarnir voru í Vorsabæ en landið er í eigu Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð hafnar erindinu en bæjarstjóra er jafnframt falið að láta fara fram verðmat á umræddu landi og reynist sala þess fýsileg verði það auglýst.
13.Lóðaumsókn Dynskógar 11 og 13.
1702028
Hornsteinn ehf sækir um lóðirnar Dynskóga 11 og 13.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Hornsteini ehf lóðinni Dynskógar 11 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.
14.Lóðaumsókn Dynskógar 13
1703001
Árni og Þröstur Johnsen sækja um lóðina Dynskógar 13.
Bæjarráð samþykkir að úthluta bræðrunum lóðinni Dynskógar 13 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.
15.Kauptilboð í fasteignina Lækjarbrún 9.
1702043
Lagt fram kauptilboð frá Kristjáni G. Valdimarssyni og Olgu Ragnarsdóttur í fasteignina Lækjarbrún 9 upp á 33 milj. kr.
Bæjarráð samþykkir kauptilboðið og felur bæjarstjóra að ganga frá sölu fasteignarinnar.
16.Bréf frá Ara Eggertssyni frá 24.febrúar 2017.
1702033
Í bréfinu segir Ari Eggertsson lausri stöðu sinni sem Umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð þakkar Ara afar gott samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi í framtíðinni.
17.Leikskóli, Þelamörk 62 - Verkfundagerð nr.7 frá 21.febrúar 2017.
1702038
Fundargerðin samþykkt.
18.Fundargerð frá Heilsulindarsamtökum Íslands frá 14.febrúar 2017.
1702039
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að forseti bæjarstjórnar sæki aðalfund ESPA í Róm 10. til 12. maí n.k. Hveragerðisbær greiði ferðakostnað vegan þessa allt að kr. 130.000.-
Bæjarráð samþykkir að forseti bæjarstjórnar sæki aðalfund ESPA í Róm 10. til 12. maí n.k. Hveragerðisbær greiði ferðakostnað vegan þessa allt að kr. 130.000.-
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Getum við bætt efni síðunnar?