Fara í efni

Bæjarráð

768. fundur 19. ágúst 2021 kl. 08:00 - 10:24 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Dómsmálaráðuneytinu frá 11. ágúst 2021.

2108046

Í bréfinu er gerð grein fyrir framlagi ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna framkvæmdar þeirra á Alþingiskosningum þann 25. september 2021.
Lagt fram til kynningar en reikningur verður sendur dómsmálaráðuneytinu vegna þessa.

2.Bréf frá réttindagæslumanni fatlaðs fólk frá 13. júlí 2021.

2108047

Trúnaðargögn kynnt á fundinum.
Málið rætt sem trúnaðarmál og gögn skoðuð sem fylgdu erindinu. Starfsmönnum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings og félagsþjónustu Hveragerðisbæjar falið að svara erindinu og bæjarstjóra falið að fylgja eftir öðrum atriðum sem rædd voru á fundinum.

3.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 12. ágúst 2021.

2108038

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Greenhouse cafe ehf til sölu veitinga í flokki II-E kaffihús í Árhólmum 1 fnr. 235-7356
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

4.Bréf frá Björgun ehf frá 12. ágúst 2021.

2108049

Í bréfinu kemur Björgun ehf fram fyrir hönd meirihluta eigenda að nokkrum spildum innan marka sveitarfélagsins Hveragerði og óskar eftir viðræðum við Hveragerðisbæ um deiliskipulag og nýtingu landspildna við Öxnalæk.
Bæjarráð fagnar því að sá áfangi skuli hafa náðst að viðræður séu að hefjast við landeigendur á þessu svæði. Án vafa má þakka það því að nú er Hveragerðisbær beinn aðili að því félagi sem heldur utan um eignarhald að umræddu svæði. Bæjarstjóra er falið að ræða við bréfritara og kanna vilja þeirra til framkvæmda á svæðinu.

5.Erindi frá Orkídeu frá 9. ágúst 2021.

2108048

Í bréfinu óskar Orkídea eftir því að Hveragerðisbær leigi til frumkvöðla á vegum Orkídeu aðstöðuna við Breiðumörk 21.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisfulltrúa að kanna ástand hússins með tilliti til þeirrar starfsemi sem Orkidea sér fyrir sér að þar verði. Þar með einnig að meta þann kostnað sem mögulega þarf að leggja út í svo frumkvöðlasetur sem þetta geti verið þar til húsa áður en endanleg ákvörðun er tekin.

6.Minnisblað frá Consello vegna tryggingaútboðs.

2108037

Lagt fram minnisblað frá Consello þar sem farið er yfir Útboð á vátryggingum Hveragerðisbæjar og yfirferð á vátryggingamálum.
Bæjarráð fagnar góðri niðurstöðu í útboðinu og samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Sjóvá. VÍS sem hefur þjónustað Hveragerðisbæ í áratugi er um leið þökkuð góð þjónusta og gott samstarf.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra - hönnun Grunnskólans í Hveragerði.

2108055

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 17. ágúst 2021 vegna hönnunar Grunnskólans í Hveragerði. Í minnisblaðinu er fjallað um mikilvægi þess að hugað verði að frekari áföngum við uppbyggingu Grunnskólans í Hveragerði vegna fjölgunar barna í bæjarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við dr. Magga Jónsson um hönnun þeirra viðbygginga sem fyrirhugaðar eru við grunnskólann á grundvelli þeirrar stefnumörkunar sem bæjarstjórn hefur unnið eftir að undanförnu en þar er gert ráð fyrir að skólinn verði þriggja hliðstæðna skóli, þ.e. þrjár bekkjardeildir í hverjum árgangi að meðaltali og að nemendur geti verið um 600 talsins. Aðalhönnuði til halds og trausts verði Ríkharður Kristjánsson sem verkefnastýrði viðbyggingunni með miklum sóma. Með því að huga þegar að hönnun sem er tímafrekur hluti framkvæmda er auðveldara að bregðast hratt við þegar ákvörðun verður tekin um að ráðast í byggingu næsta áfanga.

8.Tillaga fulltrúa meirihluta D-listans til bæjarráðs - framtíð tilraunastöðvarinnar á Keldum.

2108053

Fulltrúar meirihluta D-listans leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarráð Hveragerðisbæjar tekur heilshugar undir hugmyndir Ölfusinga um að viðræður hefjist nú þegar við ráðherra menntamála með það fyrir augum að starfsemi tilraunastöðvarinnar á Keldum verði fundin heppileg lóð í Ölfusi.
Í því sambandi vilja fulltrúar D-listans benda á að staðsetning umræddrar starfsemi hlýtur ávallt að koma sterklega til greina að Reykjum í Ölfusi. Þar fer starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands að hluta fram í dag. Ljóst er að samlegðaráhrif í rekstri þessara tveggja stofnana yrðu mikil og einnig yrði þar með skotið sterkari stoðum undir þá starfsemi sem þegar fer fram á Reykjum. Auk þess er rétt að geta þess að Reykir eru afar vel staðsettir miðað við allar tengingar hvort sem er við höfuðborgarsvæðið og/eða Suðurland og þar er öll nauðsynleg þjónusta innan seilingar.
Að mati meirihluta D-listans er því full ástæða til að hvetja bæði forsvarsmenn Öfusinga sem og ráðuneytis menntamála til að hefja nú þegar viðræður er byggja á ofangreindu og með þá augljósu stðreynd að leiðarljósi að Reykir séu fyrsti kostur þegar kemur að því að finna heppilegt svæði fyrir nýjar stofnanir tengdum landbúnaði í Ölfusi.

Eyþór H. Ólafsson
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða og felur bæjarstjóra að kynna hana fyrir öllum sem koma að umræddu máli og jafnframt að benda aðilum á að á svipuðum slóðum eða í Keldnaholti fer fram viðamikil starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands sem einnig er í uppnámi verði áform tengd borgarlínu að veruleika. Sú starfsemi ætti vel heima að Reykjum, á landi í eigu ríkisins, í túnfæti höfuðborgarsvæðisins þar sem rík hefð er fyrir rannsóknarstarfi og kennslu.

9.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun.

2108045

Lögð fram tillaga að viðauka vegna lengingu lána hjá Lánasjóðunum.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga uppá kr. 170.000.000.- til að mæta afborgunum á lánum og þar með lengja í eldri lánum á lægri vöxtum en eru á núverandi lánum. Njörður Sigurðsson sat hjá.

10.Lánasamningur - Lánasjóður sveitarfélaga.

2108052

Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga upp á 170. m. kr..
Meirihluti bæjarráðs Hveragerðisbæjar samþykkir hér með á bæjarráðsfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 170.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögununar á afborgunum eldri lána hjá Lánasjóðnum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Aldísi Hafsteinsdóttur, kt. 211264-5009, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hveragerðisbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Njörður Sigurðsson sat hjá.

11.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 10. ágúst 2021.

2108002F

Liðir afgreiddir sérstaklega 1, 2, 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10 og 11.

Liður 1 "Heiðmörk 64, óveruleg breyting á deiliskipulagi, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sértaklega. Bæjarráð samþykkir breytingartillöguna.

Liður 2 "Grænamörk 10, tillaga að breytingu á deiliskipulagi NLFÍ svæðis, íbúðarbyggð á reit ÍB14,
athugasemdir sem borist hafa" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð óskar eftir umsögn höfunda deiliskipulagstillögunnar um athugasemdir íbúanna og hvort koma megi til móts við þær án þess að víkja frá ofangreindum ákvæðum og markmiðum.

Liður 3 "Deiliskipulag við Réttarheiði, óveruleg breyting, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir breytingartillöguna.

Liður 5 "ZIP LINE braut við Varmá á Árhólmasvæði" afgreiddur sértaklega. Bæjarráð samþykkir að leitað verði umsagnar um lýsingu hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt almenningi og veittur verði tveggja vikna frestur til að skila inn athugasemdum.

Liður 6 "Þelamörk 60, viðbygging, breyting á deiliskipulagi fyrir Edenreit" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir að umrædd breyting á deiliskipulagi Edenreits verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 7 "Brattahlíð 4, umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 8 "Þórsmörk 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir tveimur nýbyggingum og samtals 9 íbúðum á lóð" afgreiddur sértaklega. Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 9 "Lyngheiði 13, nýtt bílastæði á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Liður 10 "Kambahraun 45, ný bílastæði á lóð" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir erindið.

Liður 11 "Hveramörk 19, fjölgun fasteigna á lóð, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega. Bæjarráð samþykkir breytinguna.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð Umhverfisnefndar frá 15. júlí 2021.

2107002F

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Verkfundargerð frá 5. júlí 2021 - Kambaland III - áfangi 2020.

14.Verkfundargerð frá 17. ágúst 2021- Grunnskólinn í Hveragerði.

2108056

Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:24.

Getum við bætt efni síðunnar?