Fara í efni

Bæjarráð

765. fundur 24. júní 2021 kl. 08:00 - 09:23 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Sigrún Árnadóttir
Starfsmenn
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 9. júní 2021.

2106845

Í bréfinu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu kemur fram að máli MMR20120033 hefur verið lokað en gera megi ráð fyrir því að mál verði stofnað hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

2.Bréf frá Forsætisráðuneytinu frá 3. júní 2021.

2106846

Í bréfinu er kynnt aðgerðaráætlun 2021 - 2025 sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun, nr.37/150.
Bæjarráð fagnar þessu sameiginlega átaki Forsætisráðueytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga og samþykkir að senda erindið til fræðslunefndar og Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings auk þess sem fræðslustofnanir sveitarfélagsins verða hvattar til að kynna sér efni bréfsins.

3.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 1. júní 2021.

2106847

Í bréfinu kemur fram að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var 28. maí 2021 var lögð fram fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. maí 2021. Eftirfarandi var bókað og samþykkt: "Stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að taka skýrslu Framtíðarseturs Íslands, sem var kynnt á landsþinginu 21. maí 2021, til umræðu í sveitarstjórn og undirbúa sig þannig fyrir landsþing 2022".
Fundargerðin lögð fram til kynningar en bæjarfulltrúar eru hvattir til að kynna sér efni skýrslu Framtíðarseturs Íslands sem verður til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

4.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 8. júní 2021.

2106848

Í bréfinu kemur fram ósk um 5 klst aukinn kennslukvóta í Hveragerði frá hausti 2021.
Bæjarráð samþykkir erindið enda ljóst að með mikilli íbúafjölgun má gera ráð fyrir að auka þurfi við þjónustu sem þessa og auk þess vilja bæjarfulltrúar allir gera veg menningar og lista sem mestan í bæjarfélaginu.

5.Bréf frá NPA Setri Suðurlands frá 7. júní 2021.

2106849

Í bréfinu óskar NPA Setur Suðarlands sem stofnað var í ársbyrjun 2020 eftir því að fá að koma á fund bæjarstjórnar og fá að halda stutta kynningu um félagið og hugmyndafræðina um NPA.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til umbeðins fundar.

6.Bréf frá stjórn Félags atvinnurekenda frá 1. júní 2021.

2106850

Í bréfinu vill stjórn Félags atvinnurekanda koma fram með eftirfarandi ályktun sem gerð var á fundi þeirra þann 1. júní 2021, "Stjórn Félags atvinnurekenda skorar á sveitarfélög að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2022.

Samkvæmt nýbirtu fasteignamati er hækkun mats atvinnuhúsnæðis 6,2% á landinu öllu; um 5,4% á höfuðborgarsvæðinu en um 8% á landsbyggðinni. Að óbreyttu þýðir þetta samsvarandi skattahækkun á fyrirtækin. FA bendir á að frá því að núverandi tekjumatsaðferð var tekin upp við útreikning fasteignamats atvinnuhúsnæðis fyrir árið 2015 og til ársins 2020 hefur álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði á landinu hækkað úr tæplega 17 milljörðum króna í um 28,5 milljarða. Skattbyrði fyrirtækjanna hefur á þessum skamma tíma þyngst um 11,5 milljarða eða tæplega 68%, þrátt fyrir lækkanir einstaka sveitarfélaga á skattprósentu.

Við svo búið verður ekki unað lengur. Áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna vegna húsnæðis dregur mátt úr atvinnulífinu, seinkar efnahagsbatanum eftir heimsfaraldurinn og skerðir getu fyrirtækjanna til að standa undir launagreiðslum sem um var samið í lífskjarasamningunum og eru grundvöllur útsvarstekna sveitarfélaganna.

Stjórn FA telur að hér verði hvert og eitt sveitarfélag að sýna ábyrgð og gera breytingar á sinni álagningarprósentu þannig að hækkanir á fasteignasköttum skaði ekki atvinnulífið í landinu meira en orðið er. FA skorar jafnframt á sveitarfélögin að taka upp viðræður hið fyrsta við ríkisvaldið um breytingar á þessu fráleita kerfi þar sem skattgreiðslur af húsnæði eru beintengdar við þróun fasteignamats og taka þannig sjálfkrafa hækkunum, án nokkurs tillits til gengis atvinnulífsins að öðru leyti.“
Bæjarráð vekur athygli á því að fasteignagjöld í Hveragerði hafa ekki hækkað í samræmi við fasteignamat mörg undanfarin ár því bæjarstjórn hefur ávallt lækkað álagningarprósentu til að tryggja að hækkun verði sem næst verðlagsþróun að meðaltali. Hefur þar tekist ágætlega til. Allar ákvarðanir varðandi álagningu fasteignagjalda eru teknar við fjárhagsáætlunargerð hvers árs og því verður erindið haft til hliðsjónar í haust.

7.Ársskýrsla Heilbrigðisstofunar Suðurlands fyrir árið 2020.

2106851

Lögð fram til kynningar.

8.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Árnesinga fyrir árið 2020.

2106854

Lögð fram til kynningar.

9.Úrgangstölur Sorpstöðvar Suðurlands fyrir árið 2020.

2106864

Lögð fram skýrsla um magn úrgangs á starfssvæði Sorpstöðvar Suðurlands 2020 og þróun síðustu fimm ára.
Lögð fram til kynningar og vísað til Umhverfisnefndar.

10.Verkfundargerð - Sundlaugin Laugaskarði frá 14. júní 2021.

2106852

Í fundargerðinni kemur meðal annars fram að verktaki áætli verklok þann 10. júlí 2021.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 15. júní 2021.

2106853

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021.

2106855

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð SASS frá 4. júní 2021.

2106858

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 18. maí 2021.

2106859

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 7. júní 2021.

2106860

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 8. júní 2021.

2106857

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 11.júní 2021.

2106861

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:23.

Getum við bætt efni síðunnar?