Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 19. maí 2021.
2105079
Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 18. maí 2021.
2105080
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá 28. maí 2021.
2106241
Í bréfinu er farið yfir helstu breytingar sem sem koma til vegna breytinga á jarðalögum nr. 81/2004.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu frá 7. maí 2021.
2106604
Í bréfinu er rætt um gjaldskrár vatnsveitna og að þær eiga að taka mið af þeim sjónarmiðum að vatnsgjald er þjónustugjald og óheimilt er að ákvarða sveitarfélögum arð af fjármagni sem bundið er í rekstri vatnsveitna.
Bæjarráð telur rétt að koma því á framfæri að arður hefur ekki verið greiddur til Hveragerðisbæjar af rekstri vatnsveitu frá árinu 2014. Sá hluti bréfs ráðuneytisins á því ekki við hér í Hveragerði. Bæjarstjóra er falið að svara öðrum beiðnum sem fram koma í erindinu.
5.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 26. maí 2021.
2106239
Með bréfinu fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins frá 26. maí 2021 um launaþróun sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar en samkvæmt þeim upplýsingum sem þarna koma fram hafa launahækkanir sveitarfélaga fylgt taxtahækkunum lífskjarasamnings sem byggði á krónutöluhækkunum. Kostnaðarmat á almennri hlutfallslegri grunnkaupshækkun kjarasamninga er fyrir aðila í BSRB 20,5% á tímabilinu frá mars 2019 til janúar 2021. Sambærilegar hækkanir hjá BHM eru 14,1% á tímabilinu, 12,1% hjá KÍ og 21,4% hjá ASÍ.
6.Bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu frá 20. maí 2021.
2105127
Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2020.
Bæjarráð ítrekar fjölmargar fyrri bókanir bæjarráðs um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg.
Bæjarráð lýsir furðu sinni á því að frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra sem lagt var fram Alþingi í mars árið 2017 hafi ekki orðið að lögum. Það er furðuleg tímaskekkja að upplifa þá mismunun milli kynja sem þessi löggjöf felur í sér. Einnig er það með öllu óskiljanlegt að engin skoðun skuli fara fram á fjárhagslegri stöðu þiggjenda ferðapeninganna en slíkt er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
Að sveitarfélög séu skylduð til að greiða fyrir skemmtiferðir,mögulega mjög velstæðra kvenna, með fjármunum almennings er með öllu ólíðandi.
Bæjarráð hvetur alþinginmenn og verðandi alþingismenn til að endurflytja og samþykkja frumvarpið frá árinu 2017 og leggja þar með af þetta löngu úrelda fyrirkomulag.
Bæjarráð lýsir furðu sinni á því að frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra sem lagt var fram Alþingi í mars árið 2017 hafi ekki orðið að lögum. Það er furðuleg tímaskekkja að upplifa þá mismunun milli kynja sem þessi löggjöf felur í sér. Einnig er það með öllu óskiljanlegt að engin skoðun skuli fara fram á fjárhagslegri stöðu þiggjenda ferðapeninganna en slíkt er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
Að sveitarfélög séu skylduð til að greiða fyrir skemmtiferðir,mögulega mjög velstæðra kvenna, með fjármunum almennings er með öllu ólíðandi.
Bæjarráð hvetur alþinginmenn og verðandi alþingismenn til að endurflytja og samþykkja frumvarpið frá árinu 2017 og leggja þar með af þetta löngu úrelda fyrirkomulag.
7.Bréf frá Soffíu Theodórsdóttur frá 19. maí 2021.
2105081
Í bréfinu óskar bréfritari, sem er íbúi í Þórsmörk, eftir því að sett verði upp hraðahindrun í Þórsmörk við göngustíg.
Umhverfisfulltrúa hefur þegar verið falið að gera úrbætur á Þórsmörk við umræddan göngustíg og þar með tengja göngustíga á Grímsstaðareit saman með öruggari hætti en nú er gert. Varðandi ósk um hraðahindrun er vísað í nýlega bókun Skipulags- og mannvirkjanefndar um umferðaröryggismál og ákvörðun um endurskoðun á umferðaröryggisáætlun.
8.Styrktarumsókn frá Klúbbnum Geysi frá 26. maí 2021
2105128
Í bréfinu óskar Klúbburinn Geysir eftir fjárstuðningi frá Hveragerðisbæ.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að styrkja klúbbinn í þetta sinn.
9.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.
2105063
Óskað er eftir að nemandi með lögheimili í Hveragerði fái að stunda nám í utan lögheimilissveitarfélags skólaárið 2021-2022. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi bæjarráðs þann 20. maí.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
10.Lóðaumsóknir Kambalandi júní 2021.
2105166
Fyrir fundinum liggja 976 umsóknir um 19 einbýlishúsalóðir í Kambalandi.
Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar.
Kristján Óðinn Unnarsson fulltrúi sýslumanns hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar.
Eftirtaldir aðilar fengu úthlutaðar einbýlishúsalóðir í samræmi við reglur um úthlutun lóða.
Helluhraun 1 Guðmundur Sigurðsson.
Helluhraun 2 Gunnbjörn Steinarsson
Helluhraun 3 Sveinn Gíslason.
Helluhraun 4 Aron Örn Karlsson.
Helluhraun 5 Smári Björn Stefánsson.
Helluhraun 6 Þórir Thorlacius.
Helluhraun 7 Ari Ísberg.
Helluhraun 8 Ágúst Jón Óskarsson.
Helluhraun 9 Ari Sveinsson.
Helluhraun 10 Vigfús Halldórsson.
Lindahraun 1 Sigurbjörg Hlöðversdóttir.
Lindahraun 2 Bjarni Halldór Kristinsson.
Lindahraun 3 Andrea Ösp Viðarsdóttir.
Lindahraun 4 Geir Höskuldsson.
Lindahraun 5 Sæbjörg Lára Másdóttir.
Lindahraun 6 Steingrímur Goði Snæbjörnsson
Lindahraun 7 Katrín Viðarsdóttir.
Lindahraun 8 Ólafur Þ. Erlingsson
Lindahraun 10 Brynjar Guðmundur Steinarsson.
Til vara voru dregin út 7 nöfn.
1. Kjartann Guðmundsson
2. Sturla Rúnar Sigurðsson.
3. Elín Harpa Jóhannsdóttir.
4. Valdimar Thorlacius.
5. Sædís Lind Másdóttir.
6. Janus Bjarnason.
7. Indiana Svala Ólafsdóttir.
Helluhraun 1 Guðmundur Sigurðsson.
Helluhraun 2 Gunnbjörn Steinarsson
Helluhraun 3 Sveinn Gíslason.
Helluhraun 4 Aron Örn Karlsson.
Helluhraun 5 Smári Björn Stefánsson.
Helluhraun 6 Þórir Thorlacius.
Helluhraun 7 Ari Ísberg.
Helluhraun 8 Ágúst Jón Óskarsson.
Helluhraun 9 Ari Sveinsson.
Helluhraun 10 Vigfús Halldórsson.
Lindahraun 1 Sigurbjörg Hlöðversdóttir.
Lindahraun 2 Bjarni Halldór Kristinsson.
Lindahraun 3 Andrea Ösp Viðarsdóttir.
Lindahraun 4 Geir Höskuldsson.
Lindahraun 5 Sæbjörg Lára Másdóttir.
Lindahraun 6 Steingrímur Goði Snæbjörnsson
Lindahraun 7 Katrín Viðarsdóttir.
Lindahraun 8 Ólafur Þ. Erlingsson
Lindahraun 10 Brynjar Guðmundur Steinarsson.
Til vara voru dregin út 7 nöfn.
1. Kjartann Guðmundsson
2. Sturla Rúnar Sigurðsson.
3. Elín Harpa Jóhannsdóttir.
4. Valdimar Thorlacius.
5. Sædís Lind Másdóttir.
6. Janus Bjarnason.
7. Indiana Svala Ólafsdóttir.
11.Verkfundargerð Kambaland III frá 25. maí 2021.
2105165
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
12.Verkfundargerð nr. 11 - Sundlaugin Laugaskarði frá 31. maí 2021.
2106238
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
13.Verkfundargerð nr. 28 - Grunnskólinn í Hveragerði frá 1. júní 2021.
2106240
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
14.Fundargerð NOS frá 20. maí 2021.
2105164
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021
2106236
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Ársskýrsla 2020 og ársreikningur 2020 Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
2106237
Lagt fram til kynningar.
17.Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 28. maí 2021
2105162
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:26.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar var eftirfarandi samþykkt samhljóða:
Bæjarráð fyrir hönd bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar sendir karlaliði Hamars í blaki innilegar hamingjuóskir í tilefni af Íslandsmeistaratitlinum sem liðið hampaði í liðinni viku. Af þessu tilefni samþykkir bæjarráð að Íslandsmeistararnir fái viðurkenningu frá bæjarfélaginu að upphæð kr. 500.000,-.