Fara í efni

Bæjarráð

667. fundur 19. janúar 2017 kl. 08:00 - 08:16 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Njörður Sigurðsson varamaður
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 10.janúar 2017.

1701020

Í bréfinu er rætt um úttekt á Leikskólanum Óskalandi sem gerð var árið 2014. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum vegna úttektarinnar.
Lagt fram til kynningar en bæjarstjóra og leikskólastjóra leikskólans Óskalands falið að svara fyrirspurn ráðuneytisins.

2.Bréf frá starfshópi um Dag leikskólans frá 4.janúar 2017.

1701016

Í bréfinu er rætt um dag leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í tíunda sinn þann 6. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá stjórn Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum frá 31.desember 2016.

1701010

Í bréfinu er rætt um gang kjarasamningaviðræðna en tónlistarkennarar hafa verið samningslausir í 14 mánuði.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá Minjastofnun Íslands frá 10.janúar 2017.

1701021

Í bréfinu er rætt um skil á skilaskyldum gögnum vegna skráningar menningarminja ; fornleifa, húsa og mannvirkja.
Skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara erindinu.

5.Bréf frá Veritas lögmönnum frá 4.janúar 2017.

1701022

Í bréfinu sem ritað er fyrir hönd Grænumarkar ehf er óskað eftir að bærinn skipi matsmenn til að meta eignir félagsins við Þelamörk 35.
Bæjarstjóra falið að svara bréfritara í samráði við lögmann bæjarins.

6.Bréf frá Brunavörnum Árnessýslu frá 12.janúar 2017.

1701012

Í bréfinu er rætt um breytingar á lögum og reglugerðum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og verkferla við að fá umsagnir vegna leyfisveitinga.
Lagt fram til kynningar en sýslumaður hefur boðað til fundar um málið á Hvolsvelli þann 8. febrúar nk.

7.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 6.janúar 2017.

1701013

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II að Breiðumörk 3 fyrir Ömmu í Hveró ehf.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en opnunartími og staðsetningin er innan marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

8.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 11.janúar 2017.

1701014

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II að Austurmörk 23 fyrir Leikfélag Hveragerðis.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en opnunartími og staðsetningin er innan marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

9.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 17.janúar 2017.

1701015

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Varmahlíð 6 fyrir Þvottahús Grundar og Áss ehf.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið verði veitt en opnunartími og staðsetningin er innan marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

10.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna nýrrar leikskóladeildar við Undraland.

1701011

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 3. janúar 2017 þar sem rætt er um biðlista eftir leikskólaplássum.
Bæjarráð samþykkir að hefja þegar undirbúning að opnun nýrrar deildar í húsnæði Apótekarans. Gerður verði leigusamningur um húsnæðið til 16. júní. Um leið og húsnæðið losnar myndi leigutími hefjast og innan tveggja vikna ætti að vera hægt að opna deildina. Þegar í stað verði auglýst eftir nýjum starfsmönnum við leikskólann Undraland.
Áætluðum kostnaði við opnun og rekstur nýrrar deildar rúmar 9,1 mkr verði mætt með fjárveitingu af liðnum " Óráðstafað vegna lífeyrissjóðs" þar sem nýsamþykkt frumvarp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A deild sjóðsins) gerir að verkum að kostnaður sveitarfélagsins verður mun minni en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

11.Minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tekjutengds afsláttar fasteignagjalda til öryrkja og ellilífeyrisþega.

1701019

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna tekjutengds afsláttar af fasteignagjöldum til öryrkja og ellilífeyrisþega vegna ársins 2017 (tekjur ársins 2016).
Bæjarráð samþykkir hækkun á viðmiðunartekjum um 9,7% frá árinu 2016 sem er sama hækkun og greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins hafa hækkað milli áranna 2015 og 2016.

12.Minnisblað frá skrifstofustjóra vegna bókunar 1 í kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

1701018

Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 16. janúar sl. vegna bókunar 1 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.
Bæjarráð samþykkir að stofna starfshóp til fara yfir breytingar á starfsumhverfi og vinnumati sem innleitt var í grunnskólum í kjarasamningum 2014.

Í starfshópnum verði þrír kennarar, einn af hverju stigi, skólastjóri, bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar.

13.Fundargerð frá stjórn Brunavarna Árnessýslu frá 17.janúar 2017.

1701017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:16.

Getum við bætt efni síðunnar?