Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Frá nefndasviði Alþingis frá 21. apríl 2021.
2104102
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skráða sambúð fleiri en tveggja aðila, 539. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Frá nefndasviði Alþingis frá 21. apríl 2021.
2104103
Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006 (gagnsæi, skráning og vinnsla persónuupplýsinga), 668. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Frá nefndasviði Alþingis frá 27. apríl 2021.
2105001
Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Frá nefndasviði Alþingis frá 27. apríl 2021.
2105002
Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 2. maí 2021.
2105010
Lögð fram kæra sem barst Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála þann 2. maí 2021 þar sem kærð er starfsemi á tjaldsvæðinu Reykjamörk, Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa í samráði við bæjarstjóra og lögmann bæjarins að svara erindinu.
6.Bréf frá íbúum efri hluta Heiðmerkur - Umferðaröryggi við Heiðmörk.
2105003
Í bréfinu koma íbúar efri hluta Heiðmerkur á framfæri óánægju sinni vegna umferðarhraða við götuna.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa af hraðaakstri í bæjarfélaginu og hvetur íbúa sem og gesti bæjarins til að aka í samræmi við löglegan hámarkshraða.
Samkvæmt umferðaröryggisáætlun Hveragerðisbæjar er Heiðmörkin safngata með 30 km hámarkshraða. Á Heiðmörk ofan Breiðumerkur eiga að vera tvær gönguþveranir (upphækkuð 30 km hlið) önnur rétt ofan við Breiðumörk og hin rétt ofan við Laufskóga. Nú hefur þverunin við Breiðumörk verið boðin út og mun framkvæmdum við hana ljúka í júní.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þverunin ofan við Laufskóga verði einnig framkvæmd í sumar enda eru þau gatnamót með þeim hættulegustu í bæjarfélaginu og brýnt að þar geri vegfarendur sér grein fyrir því að Laufskógar eiga þar umferðarréttinn. Bæjarráð vill jafnframt fela skipulags- og mannvirkjanefnd að fara yfir umferðaröryggiáætlun bæjarins með það fyrir augum að meta hvort nóg sé að gert í umferðaröryggismálum í bæjarfélaginu og meðal annars hvort hægt sé að fjölga gönguþverunum.
Samkvæmt umferðaröryggisáætlun Hveragerðisbæjar er Heiðmörkin safngata með 30 km hámarkshraða. Á Heiðmörk ofan Breiðumerkur eiga að vera tvær gönguþveranir (upphækkuð 30 km hlið) önnur rétt ofan við Breiðumörk og hin rétt ofan við Laufskóga. Nú hefur þverunin við Breiðumörk verið boðin út og mun framkvæmdum við hana ljúka í júní.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að þverunin ofan við Laufskóga verði einnig framkvæmd í sumar enda eru þau gatnamót með þeim hættulegustu í bæjarfélaginu og brýnt að þar geri vegfarendur sér grein fyrir því að Laufskógar eiga þar umferðarréttinn. Bæjarráð vill jafnframt fela skipulags- og mannvirkjanefnd að fara yfir umferðaröryggiáætlun bæjarins með það fyrir augum að meta hvort nóg sé að gert í umferðaröryggismálum í bæjarfélaginu og meðal annars hvort hægt sé að fjölga gönguþverunum.
7.Minnisblað frá bæjarstjóra - stytting vinnutíma bæjarskrifstofu.
2105020
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 4. maí 2021 vegna tillögu um styttingu vinnuviku allra starfsmanna bæjarskrifstofu í sumar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar. Bæjarskrifstofa verði lokuð eftir hádegi á föstudögum frá 21. maí og til loka ágúst mánaðar. Starfsmenn taki vinnutímastyttingu sína á þeim tíma. Ennfremur verði bæjarskrifstofan lokuð síðustu vikuna í júlí enda er þá samfélagið meira og minna allt komið í fri. Neyðarsímsvörun verði sinnt.
8.Minnisblað frá bæjarstjóra - Skipulag í Kambalandi.
2105005
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 3. maí 2021 varðandi skipulag í Kambalandi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Skipulags- og mannvirkjanefnd verði falið að heja nú þegar endurskoðun á efsta hluta Kambalands þar sem í dag er gert ráð fyrir 77 einbýlishúsum. Markmiðið verði að fjölga íbúðum á svæðinu með fjölbreyttari húsagerðum. Að auka fjarlægð byggðarinnar frá Ljóðalaut og að hugað verði að nálægðinni við Hamarinn auk þess sem sýnilegar minjar um fornar þjóðleiðir verði gerðar aðgengilegar. Einnig verði hugað að göngustígum, leiksvæðum og aðgengi að vinsælum gönguleiðum.
Í fyrsta áfanga Kambalands eru framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á 163 íbúðum. 75 í fjölbýlishúsum, 53 í raðhúsum og 35 einbýlishúsum. Beinast liggur við að næsta nýja íbúðahverfi í Hveragerði verði efsti hluti Kambalands þar sem í dag eru eingöngu einbýlishús. Fáar ef nokkrar lóðir verða til úthlutunar í bæjarfélaginu á næstu árum fyrir par- og raðhús ef deiliskipulagi verður ekki breytt á svæðinu.
Í fyrsta áfanga Kambalands eru framkvæmdir hafnar eða við það að hefjast á 163 íbúðum. 75 í fjölbýlishúsum, 53 í raðhúsum og 35 einbýlishúsum. Beinast liggur við að næsta nýja íbúðahverfi í Hveragerði verði efsti hluti Kambalands þar sem í dag eru eingöngu einbýlishús. Fáar ef nokkrar lóðir verða til úthlutunar í bæjarfélaginu á næstu árum fyrir par- og raðhús ef deiliskipulagi verður ekki breytt á svæðinu.
9.Forkaupsréttur Austurmörk 20.
2105007
Lagt fram bréf frá félaginu Svört föt ehf þar sem óskað er eftir að Hveragerðisbær falli frá forkaupsrétti sínum á fasteigninni Austurmörk 20 fn. 223-4364, eignarhluta 01-04.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti af fasteigninni Austurmörk 20 fn. 223-4364, eignarhluta 01-04.
10.Opnun tilboða - Hlíðarhagi fráveita verðkönnun.
2105008
Opnun tilboða (verðkönnunar) vegna verksins "Hlíðarhagi verðkönnun" fór fram 29. apríl 2021
Alls bárust þrjú tilboð í verkið.
Smávélar ehf 9.903.750.kr
Arnon ehf 10.067.250.kr
Aðalleið ehf 11.187.600.kr
Alls bárust þrjú tilboð í verkið.
Smávélar ehf 9.903.750.kr
Arnon ehf 10.067.250.kr
Aðalleið ehf 11.187.600.kr
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðenda Smávélar ehf verði tekið.
11.Lóðaumsókn - Vorsbæ 4.
2104106
Húsmót ehf sækir um lóðina Vorsabæ 4.
Bæjarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni Vorsabæ 4 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir.
12.Verkfundargerð frá 20. apríl 2021 - Grunnskólinn í Hveragerði.
2104105
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
13.Verkfundargerð frá 4. maí 2021 - Grunnskólinn í Hveragerði.
2105016
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. apríl 2021.
2105011
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 23. apríl 2021.
2104107
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 13. apríl 2021
2105009
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
17.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 3. maí 2021.
2105019
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.Fundargerð Húsfélagsins Breiðumörk 25b frá 19. apríl 2021.
2105018
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Getum við bætt efni síðunnar?