Fara í efni

Bæjarráð

761. fundur 21. apríl 2021 kl. 08:00 - 09:11 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 7. apríl 2021.

2104069

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030, 645. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104070

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015 - 2026, 705. mál
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104071

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands, 707. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104072

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
Bæjarráð minnir á nauðsyn þess að jafn viðamikil frumvörp og hér um ræðir séu kostnaðarmetin og að sá aukni kostnaður sem af þeim getur hlotist verði bættur sveitarfélögunum. Jafnframt er ljóst að hér er um róttækar breytingar að ræða sem gott væri að fengju meiri rýni og að sveitarfélög fengju rúman tíma til að innleiða þær breytingar sem hér um ræðir.

5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104073

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104074

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana., 712. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104075

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), 713. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104076

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta-
og menningarmála (öflun sakavottorðs), 715. mál.
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. apríl 2021.

2104077

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og framhaldsskóla (fagráð eineltismála), 716. mál.
Lagt fram til kynningar.

10.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 13. apríl 2021.

2104083

Bréf frá ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjármál sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að senda umbeðnar upplýsingar.

11.Bréf frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi frá 9. apríl 2021.

2104078

Bréf frá lögreglustjóranum á Suðurlandi um mögulega uppsetningu myndavéla í almannarými og véla sem búnar eru til númeralesturs í sveitarfélögum innan umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi. Með erindi þessu vill lögreglustjórinn á Suðurlandi upplýsa um stöðu þessara mála í dag og þá vinnu og þær hugleiðingar sem uppi eru innan embættisins um uppsetningu og notkun þessara véla.
Lagt fram til kynningar en hér í Hveragerði eru þegar fjórar eftirlitsmyndavélar við báðar innkeyrslurnar inn í sveitarfélagið. Eru þær beintengdar við lögregluna sem ein hefur aðgang að því efni sem þar liggur fyrir.

12.Minnisblað frá bæjarstjóra um Hveraportið - garðyrkjudeild.

2104089

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 19. apríl 2021 þar sem hún leggur til við bæjarráð að garðyrkjudeild Hveragerðisbæjar fái hluta af Hveraportinu til umráða fyrir garðyrkjudeild og vinnuskóla komandi sumar.

Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá áformum um útleigu Hveraportsins vegna þeirra viðamiklu endurbóta sem slíkt hefði kallað á. Bæjarráð samþykkir jafnframt að garðykjudeild Hveragerðisbæjar fái hluta hússins til afnota fyrir starfsemi sína og vinnuskólans sumarið 2021. Ráðist verði út í bráðnauðsynlegar endurbætur svo sú starfsemi geti nýtt húsið.

13.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - Félagsleg heimaþjónusta.

2104079

Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra frá 19. apríl 2021 varðandi félagslega heimaþjónustu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við Daga um að sinna heimilisþrifum á heimilum félagslegrar heimaþjónustu 4 klst. daglega fimm daga vikunnar. Þjónusta Daga ehf verði viðbót við þá þjónustu sem þegar er veitt, sérstaklega vegna afleysinga í sumar og nýrra þjónustuþega.

14.Motus - endurnýjun samnings og stöðuskýrsla.

2104081

Lögð fram skýrsla frá Motus um stöðu innheimtumála og endurnýjaður samningur um innheimtuþjónustu.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með það að fleiri Hvergerðingar en nokkru sinni áður greiða reikninga sína á eindaga. Hefur innheimta batnað til muna og er það ríkum greiðsluvilja bæjarbúa að þakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Motus verði framlengdur.

15.Hopp rafskutlur í Hveragerði.

2104086

Bréf frá Sigurgeiri Skafta Flosasyni þar sem hann óskar eftir leyfi til að starfrækja Hopp rafskutlur í Hveragerði frá og með sumrinu 2021.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að rafskutlur verði í Hveragerði frá og með sumrinu 2021 enda verði öll skilyrði fyrir slíkum rekstri fylgt og rekstraraðili sjái til þess eins og kostur er að ekki stafi hætta af þeim tækjum á og við gangstéttar og göngustíga í bæjarfélaginu.

16.Verkfundargerð frá 15. apríl 2021 - Sundlaugin Laugaskarði.

2104084

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

17.Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga frá 14. apríl 2021.

2104085

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:11.

Getum við bætt efni síðunnar?