Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 4. mars 2021.
2103015
Í bréfinu óskar Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 8. mars 2021.
2103013
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 8. mars 2021.
2103016
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um greiningar-og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.
Lagt fram til kynnningar.
4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 9. mars 2021.
2103017
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. mars 2021.
2103028
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.
Lagt fram til kynningar.
6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16. mars 2021.
2103029
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16. mars 2021.
2103030
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna stuðnings til smærri innlendra áfengisframleiðenda og heimildar til sölu áfengis á framleiðslustað (áfengisgjald, sala áfengis á framleiðslustað), 495. mál.
Bæjarráð vísar í fyrri bókanir sínar um málið og hvetur þingmenn til að veita frumvarpi dómsmálaráðherra til stuðnings smærri innlendum áfengisframleiðendum brautargengi.
8.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16. mars 2021.
2103031
Í bréfinu óskar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000(fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.
Lagt fram til kynningar.
9.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 16. mars 2021.
2103033
Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.
Lagt fram til kynningar.
10.Bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 24. febrúar 2021.
2103024
Í bréfinu er fjallað um frestun á gjalddaga staðgreiðslu og tryggingargjalds.
Lagt fram til kynningar en endurgreiðsla sem Hveragerðisbæ ber að borga nemur 21,2 m.kr.
11.Bréf frá Lögmönnum Thorsplani frá 15. mars 2021.
2103036
Í bréfinu sem ritað er fyrir hönd Grænumarkar ehf er óskað eftir að bærinn skipi matsmenn til að meta eignir og réttindi félagsins við Þelamörk 35.
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni bæjarins að finna matsmann fyrir Hveragerðisbæ.
12.Bréf frá Ferðamálastofu frá 5. mars 2021.
2103018
Í bréfinu er tilkynnt að umsókn Hveragerðisbæjar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hefur verið samþykkt. Um er að ræða styrk að fjárhæð 4.800.000, kr í verkefnið Varmárgil, frumhönnun stígs og áningarstaða.
Bæjarráð þakkar stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða fyrir styrkveitinguna sem marka mun upphaf að framkvæmdum við göngustíg meðfram Varmá. Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að næstu skrefum varðandi hönnun stígsins.
13.Bréf frá Íþrótta- og Olympíusambandi Íslands og Ungmennafélagi Íslands febrúar 2021.
2103032
Í bréfinu vill Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (UMFÍ)og Ungmennafélag Íslands (ÍSÍ) vekja athygli á bæklingi sem gefinn var út 2019. Markmið bæklingsins er að ná betur til foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna og fræða þau um kosti þess að börn og ungmenni séu þátttakendur í skipulögðu íþróttastarfi á Íslandi.
Lagt fram til kynningar en upplýsingum um bæklingana hefur verið komið á framfæri til skólastofnana og Íþróttafélagsins Hamars.
14.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - Heilsuefling eldri íbúa.
2103023
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra frá 15. mars 2021 vegna heilsueflingu eldri íbúa.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að námskeiðið verði framlengt um 4 vikur að lágmarki. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir mikilli ánægju með námskeiðið en ljóst er að eldri íbúar Hveragerðisbæjar hafa tekið þessu framtaki fagnandi.
15.Verðkönnun - Ýtuvinna á jarðvegstipp í Hvammi.
2103021
Opnun verðkönnunar "ýtuvinna á jarðvegstipp í Hvammi" fór fram 11. mars 2021. Alls bárust fjögur tilboð í verkið.
Hverafell ehf: Verð klst. jarðýta: 12.400.kr, verð klst.maður: 7.812, stærð jarðýtu: 19,0
Aðalleið ehf: Verð klst. jarðýta: 16.500.kr, verð klst.maður: 6.000, stærð jarðýtu: 19,5
Arnon ehf: Verð klst. jarðýta: 16.800.kr, verð klst.maður: 5.600, stærð jarðýtu: 14-15
Bokki ehf: Verð klst. jarðýta: 15.500.kr, verð klst.maður: 8.556, stærð jarðýtu: 21,1
Hverafell ehf: Verð klst. jarðýta: 12.400.kr, verð klst.maður: 7.812, stærð jarðýtu: 19,0
Aðalleið ehf: Verð klst. jarðýta: 16.500.kr, verð klst.maður: 6.000, stærð jarðýtu: 19,5
Arnon ehf: Verð klst. jarðýta: 16.800.kr, verð klst.maður: 5.600, stærð jarðýtu: 14-15
Bokki ehf: Verð klst. jarðýta: 15.500.kr, verð klst.maður: 8.556, stærð jarðýtu: 21,1
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda Hverafells ehf.
16.Aðgangsstýring að jarðvegslosunarstað í Hvammi.
2103025
Lagt fram minnisblað frá byggingarfulltrúa frá 15. mars 2021 varðandi aðgangsstýringu að jarðvegstipp í Hvammi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aðgangsstýring verði sett upp í samræmi við tillögur í minnisblaðinu. Kostnaður verði færður með öðrum kostnaði við gatnagerð.
17.Verkfundargerð frá 4. mars 2021 - Sundlaugin Laugaskarði.
2103019
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18.Verkfundargerð frá 22. febrúar 2021 - Kambaland III.
2103020
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
19.Verkfundargerð frá 16. mars 2021 - Grunnskólinn í Hveragerði.
2103037
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
20.Fundargerð Bergrisans frá 3. mars 2021.
2103027
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 12. mars 2021.
2103026
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22.Fundargerð Byggðasafn Árnesinga frá 15. mars 2021.
2103034
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerð Byggingarnefndar Búðastígs 22 frá 15. mars 2021.
2103035
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
24.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2021.
2103022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:07.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi tillögu.
Bæjarráð óskar strákunum í meistaraflokki Hamars í blaki til hamingju með bikarmeistaratitilinn og samþykkir styrk til þeirra að fjárhæð kr 500.000.-
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela Menningar-, íþrótta og frístundanefnd að móta reglur um viðurkenningar til bikarmeistara og deildar/Íslandsmeistara.
Tillagan samþykkt samhljóða.