Fara í efni

Bæjarráð

757. fundur 18. febrúar 2021 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 4. febrúar 2021.

2102032

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 4. febrúar 2021.

2102033

Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 3. febrúar 2021.

2102034

Í bréfinu er kynnt drög að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem eru í samráðsgátt.
Bæjarráð fagnar umræðu og fyrirhugaðri stefnumótun í úrgangsmálum. Hveragerðisbær hefur fyrir löngu skipað sér í hóp þeirra sveitarfélaga sem hvað fremst eru hvað varðar flokkun en þriggja tunnu flokkun við húsvegg var innleidd í bæjarfélaginu fyrir mörgum árum og þar með sérstök flokkun fyrir lífrænan úrgang. Hefur fyrirkomulagið reynst vel. Það er mikilvægt að við jafn víðtækar breytingar og hér um ræðir sé viðhaft ítarlegt samráð og að gefinn sé góður tími fyrir samtalið. Bæjarráð vill einnig minna á að allar tillögur sem hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélög verður að kostnaðarmeta. Þær breytingar sem þarna eru lagðar til eru það umfangsmiklar að þær munu fela í sér umtalsverðan kostnaðarauka fyrir sveitarfélög og íbúa landsins. Kostnaðarauka sem ríkisvaldið verður að mæta ef af þessum breytingum á að geta orðið.

4.Bréf frá Klettagjá ehf, ódagsett.

2102042

Í bréfinu er rætt um bæjarfjölmiðilinn Krummann. Óskað er eftir að Hveragerðisbær geri þjónustusamning við Klettagjá sem tryggi Hvergerðingum öflugan fjölmiðil til framtíðar.
Bæjarstjóra er falið að ræða við bréfritara um kaup á auglýsingum til lengri tíma.

5.Mælikvarðar jafnréttisáætlunar Hveragerðisbæjar 2021.

2102035

Lögð fram staða á 8 mælikvörðum á jafnréttisáætlun Hveragerðis fyrir árin 2020 og 2021. Af þeim eru 3 þar sem markmiði er náð, 3 þar sem markmið er á réttri leið, 1 þar sem markmið er ábótavant og 1 sem ekki er marktækt.
Lagt fram til kynningar.

6.Minnisblað frá Consello - yfirferð á iðgjöldum og vátryggingum.

2102043

Lagt fram minnisblað frá Consello þar sem farið er yfir iðgjöld og vátryggingar Hveragerðisbæjar.
Í árslok mun samningur við VÍS renna út.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fá tilboð frá Consello í ráðgjöf og umsjón með útboði á tryggingum bæjarsins er fram færi á haustmánuðum.

7.Verkfundargerð frá 5. febrúar 2021 - Sundlaugin Laugaskarði.

2102038

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.Verkfundargerð frá 16. febrúar 2021 - Grunnskólinn í Hveragerði.

2102044

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.Fundargerð bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 9. febrúar 2021.

2102036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð NOS frá 4. febrúar 2021.

2102037

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:45.

Getum við bætt efni síðunnar?