Fara í efni

Bæjarráð

753. fundur 17. desember 2020 kl. 08:00 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 11. desember 2020.

2012041

Í bréfinu óskar Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 1. desember 2020.

2012043

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðaslysa er haldinn árlega, þriðja sunnudag í nóvember til að heiðra minningu allra þeirra sem látist hafa í umferðarslysum. Ráðneytið þakkar öllum fyrir mikilvægt framlag þeirra við skiplagningu minningardagsins í ár og þátttöku í honum.
Lagt fram til kynningar.

3.Bréf frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 8. desember 2020.

2012054

Í bréfinu vekur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið athygli á áliti í máli SRN20110042 sem birt var á vef stjórnarráðsins og er varðar notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna og nefnda sveitarfélaga.
Bæjarráð vonast til þess að fundir bæjarstjórnar geti farið fram í samræmi við gildandi reglur á komandi ári. Stefnt er að því að fundir verði haldnir í húsnæði þar sem hægt er að halda fjarlægð milli aðila verði staðan enn slík í samfélaginu að það sé nauðsynlegt.

4.Bréf frá Hagstofu Íslands frá 27. nóvember 2020.

2012040

Í bréfinu er kynnt að Hagstofa Íslands undirbýr töku manntals og húsnæðistals 1. janúar 2021 og ráðgerir að framvegis verði tekið manntal á hverju ári.
Lagt fram til kynningar.

5.Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 14. desember 2020.

2012055

Njörður Sigurðsson vék af fundi á meðan afgreiðslu málsins stóð.

Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála frá Nirði Sigurðssyni, bæjarfulltrúa Okkar Hveragerðis vegna ákvörðunar Hveragerðisbæjar um að heimila niðurrif hússins Skaftafell, Heiðmörk 23, í Hveragerði og byggingu nýs húss í þess stað.
Bæjarráð felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

6.Bréf frá Héraðsdómi Suðurlands frá 10. desember 2020.

2012052

Í bréfinu boðar Héraðsdómur Suðurlands Hveragerðisbæ í þinghald vegna einkamáls sem Ragnheiður Guðmundsdóttir og Einar Magnús Nielsen höfða gegn Hveragerðisbæ.
Bæjarráð felur lögmönnum bæjarins að gæta hagsmuna Hveragerðisbæjar í þessu máli.

7.Bréf frá Bláskógabyggð frá 1. desember 2020.

2012042

Í bréfinu er bókun frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar um áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Lagt fram til kynningar.

8.Tillögur stofnana að styttingu vinnuvikunnar.

2012044

Lagðar fram tillögur áhaldshús Hveragerðisbæjar og starfsfólk Grunnskólans í Hveragerði um styttingu vinnuvikunnar.
Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram eru komnar enda valda þær hvorki kostnaðarauka né skerðingu á þjónustu við íbúa. Ekki er heimilt að loka starfsstöðvum fyrr og vakin er athygli á því að með sölu á neysluhléi er ljóst að ekki verður um neysluhlé í þeirri mynd sem starfsmenn þekkja í dag að ræða. Bæjarráð vekur athygli á því að ávallt er hægt að skipta um skoðun og hafa vinnutíma með öðrum hætti sé vilji til þess á viðkomandi vinnustað.

9.Tillaga að breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.

2012056

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar hvað varðar 7. grein: Börn í leikskóla skulu taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert.

Lagt er til að greinin breytist og verði svohljóðandi: Börn í leikskóla skulu taka að lágmarki 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert.
Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2021 mun sumarfrí leikskólanna beggja verða samfellt í 27 virka daga eða frá 8. júlí til 16. ágúst 2021 að báðum dögum meðtöldum. Með því móti er brugðist við þeirri breytingu sem orðið hefur í samfélaginu að nú eiga allir, óháð aldri og starfsreynslu, 30 daga sumarfrí.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir fulltrúi Frjálsra með Framsókn lagði fram eftirfarandi beiðni.
Undirrituð óskar eftir skriflegu minnisblaði um verklag við úthlutun á leikskólaplássum í Hveragerði í samanburði við verklag hjá nágranna sveitarfélögum.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

10.Verkfundargerð frá 8. desember 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði.

2012048

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Verkfundargerð frá 10. desember 2020 - Sundlaugin Laugaskarði.

2012051

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. desember 2020.

2012053

Lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð aðalfundar SASS frá 29. og 30. október 2020.

2012045

Lögð fram til kynningar.

14.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 26. nóvember 2020.

2012046

Lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð aðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 30. október 2020.

2012050

Lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 30. október 2020.

2012047

Lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 24. nóvember 2020.

2012049

Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Getum við bætt efni síðunnar?