Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 13. október 2020.
2010034
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 15. október 2020.
2010035
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 20. október 2020.
2010037
Í bréfinu óskar Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 20.október 2020.
2010039
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 21. október 2020.
2010042
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.
Lagt fram til kynningar.
6.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22. október 2020.
2010041
Í bréfinu óskar Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.
Lagt fram til kynningar.
7.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22. október 2020.
2010038
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.
Lagt fram til kynningar.
8.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 23. október 2020.
2010040
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð hvetur Velferðarnefnd Alþingis til að veita þessu mikilvæga máli brautargengi til hagsbóta fyrir viðkvæmustu hópa landsins.
Bæjarráð hvetur Velferðarnefnd Alþingis til að veita þessu mikilvæga máli brautargengi til hagsbóta fyrir viðkvæmustu hópa landsins.
9.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 15. október 2020.
2011001
Í bréfinu fjallar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um mögulega fresti til sveitarfélaga til að leggja fram og afgreiða fjárhagsáætlanir fyrir árið 2021.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fresti til 1.desember til að leggja fjárhagsáætlun ársins 2021 fram til fyrri umræðu. Síðari umræða fer fram á fundi bæjarstjórnar í desember eins og venjan er. Jafnframt vill bæjarráð beina þeim tilmælum til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á lögum til að lengja megi lögveð fasteignagjalda en þannig yrði komið í veg fyrir að bæjarfélög þurfi að ganga að fyrirtækjum og einstaklingum sem mögulega lenda í greiðsluerfiðleikum vegna áhrifa covid.
10.Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu frá 26. október 2020.
2011002
Í bréfinu leitar félagsmálaráðuneytið eftir áhugasömum sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni sem felst í samræmdri móttöku flóttafólks þar sem sveitarfélög, Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur gegna lykilhlutverkum.
Lagt fram til kynningar.
11.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2020.
2010043
Í bréfinu er boðað til XXXV landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður þann 18. desember, þingið verður haldið rafrænt þetta árið í ljósi aðstæðna.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúar Hveragerðisbæjar eru Aldís Hafsteinsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
12.Bréf frá Soroptimistaklúbbur Suðurlands frá 14. október 2020.
2010033
Í bréfinu óskar Soroptimistaklúbbur Suðurlands eftir styrk vegna verkefnisins SIGURHÆÐIR sem felst í stofnun úrræðis fyrir þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Bæjarráð fagnar frumkvæði félagsins í þessu þarfa máli og samþykkir að taka þátt með framlagi er nemur kr. 120.000,- á árinu 2021.
13.Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands frá 15. október 2020.
2011003
Í bréfinu er kynnt ágóðahlutagreiðsla fyrir árið 2020 en Hveragerðisbær fær kr. 830.900.- í ágóðahluta.
Lagt fram til kynningar.
14.Bréf frá Íslenska Gámafélaginu ehf frá 23. október 2020.
2011004
Í bréfinu óskar Íslenska Gámafélagið ehf eftir upplýsingum um afdrif og endastöð úrgangs sem flokkast sem almennur úrgangur og safnast í gráu tunnu íbúa sveitarfélagsins.
Hveragerðisbær er með samning við Terra ehf um sorphirðu og förgun í bæjarfélaginu. Fyrirtækið er ábyrgt og leiðandi í umhverfismálum og því treysta bæjaryfirvöld félaginu til að fara að lögum í þessum efnum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars. Jafnframt vill bæjarráð benda á að nú er unnið að útboðsgögnum vegna heildarútboðs sorphirðu og förgunar í bæjarfélaginu og mun það útboð verða auglýst fljótlega.
15.Bréf frá Bandalagi háskólamanna frá 2. nóvember 2020.
2011022
Í bréfinu fjallar Bandalag háskólamanna og aðildarfélög um styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki og óskað er eftir upplýsingum um hvort búið sé að setja á fót vinnutímahópa hjá sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar en unnið er að styttingu vinnuvikunnar á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins með það að markmiði að styttingin taki gildi 1. janúar 2021 nema hjá vaktavinnufólki þar sem stytting vinnuvikunnar tekur gildi 1. maí 2021.
16.Bréf frá formanni Hveragerðissóknar frá 2. nóvember 2020.
2011025
Í bréfinu óskar formaður sóknarnefndar Hveragerðissóknar eftir styrk vegna barna- og unglingastarfs Hveragerðiskirkju.
Bæjarráð fagnar því metnaðarfulla starfi sem fram fer í Hveragerðiskirkju í þágu barna og ungmenna og samþykkir að styrkja starfsemina á árinu 2020 um kr. 400.000,-. Bæjarráð felur menninga- og frístundafulltrúa að leggja drög að þjónustusamningi til næstu þriggja ára við kirkjuna fyrir síðari fund bæjarráðs í nóvember.
17.Minnisblað frá Greiðslumiðlun ehf um kostnað vegna Hvata og tengdra kerfa.
2011006
Lagt fram minnisblað frá Greiðslumiðlun ehf vegna Hvata og tengdra kerfa til að halda utan um frístundastyrki hjá Hveragerðisbæ.
Bæjarráð samþykkir að taka upp Hvata og að þar með verði afgreiðsla frístundastyrks í Hveragerði rafræn.
18.Minnisblað frá Verkís - Endurbætur í anddyri, göngubrú og tæknirými.
2011007
Lagt fram minnisblað frá Verkís vegna endurbóta framan við anddyri, göngubrú og tæknirýmis við Sundlaugina í Laugaskarði.
Bæjarráð samþykkir að göngubrú frá stiga og að anddyri sundlaugarhússins verði endurnýjuð og snjóbræðsla verði jafnframt sett í brúna. Undir göngubrúnni verði gert tæknirými sem hýsi m.a. loftræsisamstæður og geymsla með steyptum hliðarveggjum. Aðgengi verði að geymslurými frá miðrými neðri hæðar. Einnig verði holræsislögn er liggur undir sundlaugarhúsið endurnýjuð í samræmi við tillögur í minnisblaði Verkís.
Samkvæmt sama minnisblaði er kostnaður vegna þessara verkþátta 14 m.kr. og er þeim kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samkvæmt sama minnisblaði er kostnaður vegna þessara verkþátta 14 m.kr. og er þeim kostnaði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
19.Minnisblað - Matarþjónusta til eldri íbúa og annarra í Hveragerði.
2011024
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra frá 30. október 2020 vegna matarþjónustu til eldri íbúa og annarra í Hveragerði.
Bæjarráð vísar athugasemdunum til gerðar fjárhagsáætlunar og telur jafnframt nauðsynlegt að brugðist verði við þeirri skekkju sem þarna hefur myndast á milli raunkostnaðar og þess gjalds sem tekið er fyrir þjónustuna.
20.Samingur milli Hveragerðisbæjar og Markaðsstofu Suðurlands.
2011008
Lagður fram samningur milli Hveragerðisbæjar og Markaðsstofu Suðurlands um styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Suðurlandi fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir samninginn.
21.Vinnumálastofnun - Atvinnuleysistölur kynntar á fundinum.
2011012
Bæjarstjóri kynnti atvinnuleysistölur fyrir Hveragerði, Suðurland og landið í heild sem unnar hafa verið af Vinnumálastofnun. Atvinnuleysi í Hveragerði í september var 4,9% sem er þó nokkuð lægra en meðaltal í sunnlenskum sveitarfélögum þar sem atvinnuleysi er 7,4%. Atvinnuleysi á landinu öllu mældist 9% í september.
22.Baráttuhópur smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu yfirlýsing.
2011029
Lagt fram bréf frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu þar sem þeir senda frá sér yfirlýsingu, kröfur og tillögur í ljósi þess rekstravanda sem þeir standa frammi fyrir í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar. Þrátt fyrir lækkun tekna Hveragerðisbæjar á komandi ári og verulega hækkun launa og annarra útgjalda hafa bæjarfulltrúar ákveðið að koma til móts við tekjufall fyrirtækja og einstaklinga með því að hækkunum gjalda verði stillt í hóf, mun þess sjá stað þegar fjárhagsáætlun ársins 2021 verður samþykkt.
23.Lóðaumsókn - Þórsmörk 2.
2011013
Kristinn H. Runólfson sækir um lóðina Þórsmörk 2.
Bæjarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðinni Þórsmörk 2 í samræmi við reglur bæjarins um lóðaúthlutanir.
24.Samkomulag - Tálkni, Kambalandslóðir.
2011026
Lögð fram drög að samkomulagi við Tálkna ehf um lóðir í Kambalandi.
Í samkomulaginu framselur Tálkni ehf byggingarétt sinn á lóðum fyrir fjölbýlishús við Langahraun. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að það sé gert og fagnar þeim vilja til framkvæmda sem fram kemur í samkomulaginu. Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
25.Verkfundargerð frá 13. október 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði.
2011009
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
26.Verkfundargerð frá 27. október 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði.
2011010
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
27.Verkfundargerð frá 29. október 2020 - Sundlaugin Laugaskarði.
2011011
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
28.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 25. september 2020.
2011014
Lögð fram til kynningar.
29.Fundargerð Brunavarna Árnessýlsu frá 29. september 2020.
2011015
Lögð fram til kynningar.
30.Fundargerð Brunavarna Árnessýslu frá 8. október 2020.
2011016
Lögð fram til kynningar.
31.Fundargerð Bergrisans frá 12. október 2020.
2011017
Lögð fram til kynningar.
32.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. október 2020.
2011018
Lögð fram til kynningar.
33.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. október 2020.
2011019
Lögð fram til kynningar.
34.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum frá 20. október 2020.
2011020
Lögð fram til kynningar.
35.Fundur lögreglastjóra með bæjar- og sveitarstjórum frá 27. október 2020.
2011021
Lögð fram til kynningar.
36.Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum frá 3. nóvember 2020.
2011028
Lögð fram til kynningar.
37.Aðgerðastjórn Almannavarna á Suðurlandi punktar frá 3. nóvember 2020.
2011027
Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:07.
Getum við bætt efni síðunnar?