Fara í efni

Bæjarráð

663. fundur 17. nóvember 2016 kl. 08:00 - 09:54 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Eyþór H. Ólafsson varaformaður
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Eyþór H. Ólafsson varaformaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Innanríkisráðuneytinu frá 8. nóvember 2016.

1611035

Í bréfinu eru upplýsingar um áætluð framlög til Hveragerðisbæjar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2017. Hveragerðisbær fær kr. 5.300.000.-
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitafélaga ódagsett.

1611038

Í bréfinu er kynnt og óskað eftir umsögnum um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Bæjarráð tekur undir álit Samband íslenskra sveitarfélaga og ítrekar mikilvægi þess að sveitarfélögum sé gert kleift að innheimta fasteignagjöld í samræmi við raunverulega notkun húsnæðis og að heimild sé til að banna eða takmarka gististarfsemi á ákveðnum svæðum.

3.Bréf frá Fræðslunetinu frá 7. nóvember 2016.

1611034

Í bréfinu er óskað eftir áframhaldandi stuðningi Hveragerðisbæjar við Fræðslunetið.
Bæjarráð samþykkir óbreytt framlag.

4.Bréf frá Heilsustofnun NLFÍ frá 2. nóvember 2016.

1611033

Í bréfinu er óskað eftir aðkomu Hveragerðisbæjar að uppsetningu ljósa og lagfæringu á göngustíg sem liggur á milli Lækjarbrúnar og HNLFÍ.
Bæjarstjóra falið að kanna kostnað og mögulega aðkomu bæjarins að umræddum framkvæmdum.

5.Bréf frá Stígamótum frá 10. október 2016.

1611045

Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Hveragerðisbæ til Stígamóta fyrir árið 2017.
Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar er gert ráð fyrir fjárstuðningi kr. 120.000.- til Stígamóta.

6.Lóðaumsókn Smyrlaheiði 52.

1611044

Sigríður T. Helgadóttir sækir um lóðina Smyrlaheiði 52.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Sigríði T. Helgadóttur lóðinni Smyrlaheiði 52 samkvæmt þeim reglum sem gilda um úthlutun lóða í Hveragerði.

7.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna Austurmerkur 6,8 og 10.

1611047

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra dagsett 15. nóvember 2016 vegna Austurmerkur 6,8 og 10.

Á fundinn mætti Viktor Sveinsson og kynnti áform lóðarhafa um lóðina.
Bæjarráð samþykkir að veita Viktori Sveinssyni frest til 1.febrúar til að leggja fram byggingarteikningar og ganga frá greiðslu á gatnagerðargjöldum af umræddri lóð. Jafnframt verði Gunnari Einarssyni er sótti um lóðina á síðasta fundi bæjarráðs gerð grein fyrir þessari ákvörðun og að umsókn hans verði því ekki tekin til afgreiðslu.

8.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá Óskalandi.

1610034

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá leikskólanum Óskalandi að upphæð kr. 3.700.000.- vegna langvarandi veikinda.
Bæjarráð samþykkir viðauka vegna launa á leikskólanum Óskalandi að fjárhæð kr. 3.700.000.- Mótfærsla verði á bókhaldslykil vegan útsvars 00-01-0020-1.

9.Fyrirspurn v/viðbótarfjárveitingu í búnað FSU

1611039

Lagt fram bréf frá Fagstjóra verklega framkvæmda hjá Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem óskað er eftir staðfestingu á framlagi sveitarfélaga á árinu 2017 vegna búnaðar í FSU.
Bæjarráð staðfestir fyrir sitt leyti að Héraðsnefnd Árnesinga án Árborgar greiði til búnaðarkaupa hjá FSU 3,7 m.kr.

10.Húsfélagið Breiðumörk 25b, ársreikningur 2015.

1611046

Lagður fram til kynningar ársreikningur ársins 2015 fyrir húsfélagið Breiðumörk 25b.
Lagt fram til kynningar.

11.Krafa frá kennurum til sveitarfélaga. Með fylgja undirskriftir yfir 3000 kennara á landinu.

1611043

Lagður fram undirskriftarlisti frá 3000 kennurum á landinu þar sem gerð er krafa um að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu þar sem ekki hefur verið samið við kennara.
Bæjarráð lítur á þá stöðu sem upp er komin sem grafalvarlega. Afar mikilvægt er að samningsaðilar beggja vegna borðsins leiti allra leiða til samkomulags eins fljótt og auðið er.

12.Áskorun til sveitarfélaga frá samtökum tónlistarskólastjóra.

1611037

Lögð fram áskorun til sveitarfélaga um að þegar verði gengið til samninga við félag tónlistarkennara.
Bæjarráð lítur á þá stöðu sem upp er komin sem grafalvarlega. Afar mikilvægt er að samningsaðilar beggja vegna borðsins leiti allra leiða til samkomulags eins fljótt og auðið er.

13.Verkfundur vegna verksins "Þelamörk 62, leikskóli - Jarðvinna" frá 2. nóvember 2016.

1611025

Fundargerðin samþykkt.

14.Verkfundur vegna verksins "Leikskóli, Þelamörk 62" frá 11. nóvember 2016.

1611041

Fundargerðin samþykkt.

15.Stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga frá 28. október 2016.

1611036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Stjórnar SASS frá 19. október 2016.

1611028

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Sorpstöðvar Suðurlands frá 7. nóvember 2016.

1611027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Héraðsnefndar Árnesinga frá 11. október 2016.

1611026

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Aðalfundur Bergrisans frá 12. október 2016.

1611040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 20. október 2016.

1611042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:54.

Getum við bætt efni síðunnar?