Fara í efni

Bæjarráð

661. fundur 19. október 2016 kl. 08:00 - 12:05 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Innanríkisráðuneytinu frá 3. október 2016

1610024

Í bréfinu er kynnt verklag sveitarfélaga við gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

2.Brú lífeyrissjóði frá 3. október 2016

1610036

Í bréfinu er kynnt hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs úr 12% í 16,8%.
Lagt fram til kynningar. Tekið verður tillit til þessarar hækkunar í fjárhagsáætlun 2017. Jafnframt hvetur bjarráð aðila máls til að finna viðunandi lausn sem ekki veldur þeirri gríðarlegu hækkun mótframlaga sem nú virðist vera raunin.

3.Skólastjórafélagi Íslands frá 10. október 2016.

1610031

Í bréfinu er rætt um ráðningu skólastjóra við Grunnskólann í Hveragerði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að breyta ráðningarsamningi skólastjóra til samræmis við þær athugasemdir sem fram koma í bréfi Skólastjórafélags Íslands.

4.Bókabæjunum austanfjalls, ódagssett.

1610033

Í bréfinu er kynnt starfsemi Bókabæjanna austanfjalls og jafnframt óskað eftir styrk frá bæjarfélaginu til að kosta starfsmann kr. 547.641.-
Bæjarráð samþykkir að styrkja Bókabæina á árinu 2017 um kr. 547.641.-

5.Sambandi garðyrkjubænda frá 10. október 2016.

1610025

Í bréfinu er kynnt að árshátíð og haustfundur garðyrkjubænda verður haldinn í Hveragerði 4. nóvember nk.
Óskað er eftir að Hveragerðisbær bjóði fundargestum upp á fordrykk fyrir hátíðarkvöldverðinn.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að sjá um framkvæmd móttökunnar.

6.Ljósbrá steinasafn ódagssett.

1610027

Í bréfinu er kynnt nýtt safn í Hveragerði, Ljósbrá - Steinasafn. Í bréfinu er einnig lögð fram fyrirspurn um hvort Hveragerðisbær sjái sér fært að styrkja safnið vegna þjónustu þess við skólahópa í Hveragerði.
Bæjarráð fagnar því framtaki sem afkomendur og fjölskylda Sigurðar Pálssonar og Sigrúnar Sigfúsdóttur sýna með því að opna steinasafn í Hveragerði þar sem öllum er gert kleyft að njóta þeirrar fjölbreytni sem í safni þeirra hjóna býr. Jafnframt þiggur bæjarráð fyrir hönd bæjarfulltrúa gott boð um heimsókn í safnið en í kjölfar hennar verður tekin ákvörðun um aðkomu Hveragerðisbæjar að starfseminni.

7.Yfirmatsnefnd skv. ábúðarlögum frá 13. október 2016.

1610029

Í bréfinu er úrskurður yfirmatsnefndar í máli Diðriks J. Sæmundssonar gegn Hveragerðisbæ þar sem kærunni er vísað frá.
Lagt fram til kynningar.

8.Samantekt á leiðréttingum v. útboðs leikskólans Þelamörk 62.

1610030

Lagt fram minnisblað frá Torfa G. Sigurðssyni verkfræðingi hjá Mannvit vegna tilboðs Gísla Jóns Höskuldssonar í verkið leikskólann Þelamörk 62.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Jáverk ehf þar sem þeir eiga hagstæðasta tilboðið í verkið þegar búið er að yfirfara tilboðin.

9.Tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 11. október 2016

1610037

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun frá skólastjóra vegna Grunnskólans í Hveragerði og Skólasels vegna veikinda starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir viðauka við Grunnskólann í Hveragerði kr. 908.000.- og Skólasels kr. 326.000.- alls kr. 1.234.000.- sem færist af lið 21-01-9970-1 til síðari ráðstöfunar vegna kjarasamninga.

10.Verkfundur Þelamörk 62, leikskóli jarðvinna

1610021

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

11.Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá 30. september 2016.

1610022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.512. fundur stjórnar SASS frá 30. september 2016

1610023

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Bæjarráð heimsótti stofnanir bæjarfélagsins.

Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:05.

Getum við bætt efni síðunnar?