Fara í efni

Bæjarráð

747. fundur 17. september 2020 kl. 08:00 - 09:55 í fundarsal Breiðumörk 20
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Njörður Sigurðsson
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi frá 9. september 2020.

2009028

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Helgu Marin Bergsteinsdóttur til sölu gistingar í flokki II minni gistiheimila að Dynskógar 10 (fnr.221-0141).
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina enda er um framlengingu á leyfi að ræða.

2.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 7. september 2020.

2009041

Í bréfinu er boðað til ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga SASS sem haldinn verður 29. og 30. október nk. á Stracta hótelinu á Hellu. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.
Hveragerðisbær á 5 fulltrúa á aðalfund SASS og á aðalfundi HES og 1 fulltrúa á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands. Kjörbréf frá Hveragerðisbæ hafa verið send.

3.Bréf frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa ódagsett.

2009034

Í bréfinu skora Samtök íslenskra handverksbrugghúsa á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum heimild til beinnar sölu frá brugghúsum.
Bæjaráð tekur undir áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skorar á dómsmálaráðherra og alþingismenn að tryggja smáframleiðendum heimild til beinnar sölu frá brugghúsum. Bæjarráð leggur áherslu á að breytingarnar muni ekki leiða til þess að kaupendur undir lögaldri fái aukið aðgengi að áfengi enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman.

4.Bréf frá Suðursölum ehf frá 10. september 2020.

2009029

Í bréfinu óska Suðursalir ehf eftir að gera viðauka við samkomulag sem gert var 2017 þar sem kveðið er á um tímamörk um að uppbyggingu skuli lokið innan 5 ára. Suðursalir óska eftir að framlengja tímafrestinn til ársins 2025.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framvindu uppbyggingar á Eden reitnum og telur einsýnt að með sama áframhaldi verði uppbyggingu þar lokið áður en langt um líður.
Bæjarráð samþykkir framlenginguna en óskar eftir því að framkvæmdaaðilar kynni fyrir bæjarfulltrúum fyrstu drög að hugmyndum og framkvæmdaætlun á Tívolí reitnum fyrir lok árs 2020. Framkvæmdir hefjist á Tivolíreitnum í síðasta lagi árið 2023 og framkvæmdum á báðum lóðum, Eden og Tívolí, skuli vera lokið fyrir lok árs 2025.

5.Bréf frá Pétri Inga Frantzsyni frá 7. september 2020.

2009030

Í bréfinu óskar bréfritari eftir afslátt af leigu tjaldsvæðisins vegna áhrifa sem Covid 19 hafði á fækkun ferðamanna og mikils aukakostnaðar sem féll til vegna hertra sóttvarna.
Bæjarráð lýsir yfir skilningi á þeim gjörbreyttu aðstæðum sem leigutaki tjaldsvæðisins býr við af völdum hruns í ferðaþjónustu vegna Covid 19 og samþykkir að fella niður 1/3 af leigugjaldinu árið 2020.

6.Bréf frá Gunnari Valgeiri Reynissyni frá 2. september 2020.

2009033

Í bréfinu óskar bréfritari sem er eigandi af Kebab Selfoss eftir lóð með aðgang að skólp lögn og köldu vatni fyrir 25 fm hús til að selja Kebab.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. Engin lóð er laus er henta myndi rekstri eins og þarna er lýst en bæjarráð undirbýr reglur er heimila munu götu og torgsölu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hvetjum við bréfritara til að fylgjast með framhaldi þess máls.

7.Bréf frá Gallup ódagsett.

2009046

Í bréfinu er kynnt að Gallup er að fara af stað með rannsóknina "Þjónusta stærstu sveitarfélaga 2020" og er Hveragerðisbæ boðið að vera þátttakandi í henni.
Bæjarráð samþykkir að vera með í grunnpakka rannsóknarinnar eins og undanfarin ár.

8.Bréf frá foreldrum barna á Óskalandi ódagsett.

2009031

Í bréfinu óska foreldrar barna á deildinni Furukoti á Óskalandi eftir upplyftingu á útisvæði sem ætlað er yngri börnum.
Bæjarráð þakkar ábendingarnar og felur garðyrkjufulltrúa að vinna nú þegar að framgangi þeirra úrbóta sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.

9.Minnisblað frá bæjarstjóra - Lóðaframboð í Hveragerði.

2009045

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 15. september vegna lóðaframboðs í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að undirbúningur að útboði á neðsta hluta Kambalands fari þegar í gang með það að markmiði að úthlutun geti farið fram sumarið 2021. Einnig að lögð verði áhersla á að framkvæmdir við Langahraun verði í forgangi þannig að framkvæmdir við húsbyggingar þar geti hafist næsta vor.

10.Fyrstu drög að samþykkt og gjaldskrá um götu-og torgsölu.

2009042

Lögð fram drög að samþykkt og gjaldskrá um götu- og torgsölu í Hveragerði.
Umræða fór fram um drögin. Endanleg samþykkt mun verða lögð fram á fundi bæjarstjórnar í október.

11.Minnisblað frá 15. september 2020 - Zero/Waste - Crethink.

2009044

Lagt fram minnisblað fundar um þátttöku Hveragerðisbæjar í verkefnunum Zero/Waste-Crethink.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með þann hóp sem samþykkt hefur að vera breytingastjórar í verkefni um hringrásarhagkerfið sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Hveragerðisbær vinna saman að. Ætlunin er að nýta aðferðir samsköpunar (co-creation)við verkefnið sem mun verða sýnilegt íbúum á næstu vikum.

12.Verkfundagerð frá 9. september 2020 - Gatnagerð Kambaland.

2009037

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.Verkfundagerð frá 15. september 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði.

2009043

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

14.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst 2020.

2009036

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 31. ágúst 2020.

2009038

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð Byggðasafn Árnesinga frá 9. september 2020.

2009039

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerð Bygginganefndar Búðarstígs 22 frá 9. september 2020.

2009040

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Getum við bætt efni síðunnar?