Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 24. ágúst 2020.
2009002
Í bréfinu er fjallað um niðurstöðu yfirferðar Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um samninga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög og starfað er eftir.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við forsvarsmenn sveitarfélaga á svæðinu með það fyrir augum að umræddir samningar verði lagfærðir og felldir að gildandi lögum.
2.Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 28. ágúst 2020.
2009003
Í bréfinu er kynnt stjórnsýslukæra sem barst Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 27. ágúst 2020.
Afgreiðsla bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók.
3.Bréf frá SASS frá 27. ágúst 2020.
2008031
Í bréfinu lögð fram skýrsla sem unnin hefur verið af SASS um atvinnulíf á Suðlandi, með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Umboðsmanni barna frá 26. ágúst 2020.
2008028
Í bréfinu er rætt um hlutverk og tilgang ungmennaráða sveitarfélaga.
Bæjarráð felur menningar-, íþrótta- og frístundanefnd að fjalla um erindi Umboðsmanns barna og leggja mat á hvort breytinga sé þörf hér í Hveragerði á grundvelli þeirra sjónarmiða sem þarna koma fram.
5.Bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands frá 31. ágúst 2020.
2008033
Í bréfinu er rætt um verkefnið Göngum í skólann en það er sett í fjórtánda sinn miðvikudaginn 2. september 2020.
Bæjarráð hvetur skólastjórnendur í Hveragerði til að kynna verkefnið fyrir foreldrum og forráðamönnum auk þess sem verkefnið verður kynnt fyrir íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins.
6.Erindi frá Guðjónu Björk Sigurðardóttur frá 1. september 2020.
2009001
Í bréfinu óskar bréfritari eftir því að fá að vera með söluvagn staðsettan í Hveragerði.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að kanna hvaða reglur gilda um starfsemi matarvagna í öðrum bæjarfélögum og leggja þær upplýsingar fyrir bæjarráð á næsta fundi ásamt fyrstu hugmyndum að reglum fyrir Hveragerðisbæ. Stefnt verði að því að nýjar reglur um starfsemi matarvagna í bæjarfélaginu verði samþykktar á fundi bæjarstjórnar í október.
7.Verkfundagerð frá 19. ágúst 2020 - Bílastæði Árhólma.
2008032
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
8.Verkfundagerð frá 25. ágúst 2020 - Vorsabær yfirborðsfrágangur.
2008029
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9.Verkfundagerð frá 26. ágúst 2020 - Gatnagerð Kambaland 2020.
2008030
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
10.Verkfundagerð frá 1. september 2020 - Grunnskólinn í Hvergerði.
2009005
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
11.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 18. ágúst 2020.
2008027
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:45.
Getum við bætt efni síðunnar?