Bæjarráð
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá SASS frá 13. ágúst 2020.
2008017
Í bréfinu er yfirlit yfir styrkveitinga síðustu fjögurra ára sem úthlutað hefur verið úr Sóknaráætlun Suðurlands skipt niður á sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð óskar eftir að atvinnuráðgjafi frá SASS verði með viðveru í Hveragerði til að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við gerð umsókna fyrir næstu úthlutanir.
Bæjarráð óskar eftir að atvinnuráðgjafi frá SASS verði með viðveru í Hveragerði til að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við gerð umsókna fyrir næstu úthlutanir.
2.Bréf frá Helga Huberti Sigurjónsyni og Breka Ágústsyni, ódagsett.
2008004
Í bréfinu óska bréfritarar eftir rampi fyrir hlaupahjól, hjól og línuskauta.
Bæjarráð þakkar þann áhuga á umhverfi og aðbúnaði barna sem erindið sýnir og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
3.Hjúkrunarheimilið Ás - Samningur og forathugun Framkvæmdasýslu ríkisins.
2007013
Lögð fram fyrstu drög að samningi milli Heilbrigðisráðuneytis og Hveragerðisbæjar um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Hveragerði ásamt forathugun Framkvæmdasýslu ríkisins og fundargerð verkfundar vegna framkvæmdarinnar. Í hinni nýju byggingu sem verður 1.430m2 er gert ráð fyrir 22 einstaklingsrýmum sem leysa munu af hólmi tvíbýli í eldra húsi sem þar með verður einnig breytt í einbýli. Byggt verður á lóðunum Hverahlíð 21 og 23 og mun Hveragerðisbær afhenda lóðirnar tilbúnar til framkvæmda.
Bæjarráð fagnar því að forathugun sé lokið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að samningi milli aðila. Bæjarráð gerir ekki upp á milli þeirra leiða sem kynntar eru í forathuguninni varðandi fyrirkomulag framkvæmda og felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins en ljóst er að Heilbrigðisráðuneytið sem greiðir 85% af byggingakostnaði hlýtur að hafa mikið um það að segja hvaða leið verður fyrir valinu.
4.Minnisblað frá skipulagsfulltrúa - Framkvæmdir við Skólphreinsistöð.
2003034
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa frá 11. mars 2020 um framkvæmdir við Skólphreinsistöð.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði nú þegar í uppsetningu nýrrar grófristar og endurnýjunar lífrænar þróar sbr. liði a) og b) og að fela ráðgjafa að meta þann ávinning og hreinsun sem geislunarbúnaður sbr. lið c) muni skila.
5.Tilboð frá Eflu verkfræðistofu í ræstiútboðsgögn fyrir Hveragerðisbæ.
2008011
Lagt fram tilboð í gerð ræstiútboðs fyrir nokkrar byggingar sem hýsa starfsemi Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir að fela Eflu umsjón með útboði á ræstingum í þeim stofnunum bæjarfélagsins sem taldar eru upp í tilboðinu.
6.Kauptilboð - Bláskógar 1.
2008015
Lagt fram kauptilboð frá Hveragerðisbæ í Bláskóga 1.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir kauptilboðið en stefnt er að niðurrifi hússins og að á lóðinni verði byggt í samræmi við tillögur sem þegar hafa komið fram um uppbygginu á umræddum reit. Njörður Sigurðsson á móti.
7.Lóðarumsókn um Vorsabæ 4.
2008002
Lögð fram umsókn um lóðina Vorsbær 4 frá Reykjamörk 2a ehf.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Reykjamörk 2a ehf kt. 561107-1060 lóðinni Vorsabær 4 í samræmi við þá skilmála sem gilda um lóðaúthlutun í Hveragerði.
8.Lóðaumsóknir - Drekahraun 6.
2008021
Fyrir fundinum liggja 4 umsóknir um einbýlishúsalóðina Drekahraun 6.
Þar sem þrír af þeim fjórum sem sækja um umrædda lóð hafa þegar fengið úthlutað lóðum þá er það í samræmi við 13. gr. reglna bæjarins um lóðaúthlutun Í Hveragerði að sá sem ekki hefur fengið úthlutað lóð fyrir einbýlishús eða parhús í bæjarfélaginu á síðustu 3 árum gangi fyrir öðrum. Því er fyrirtækinu Hvítum píramída kt 661006-1370 úthlutað lóðinni Drekahraun 6 enda uppfyllir það öll skilyrði sem sett eru í reglum um úthlutun lóða.
9.Jöfnunarsjóður Sveitarfélaga - Áætluð framlög vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2020.
2008009
Lögð fram leiðrétt áætlun framlaga frá Jöfnunarsjóðunum vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti 2020.
Lagt fram til kynningar en um óverulega breytingu frá fyrri tilkynningu er að ræða.
10.Samningur um ræstingu - Grunnskólinn í Hveragerði.
2008018
Lagður fram samningur við Hreint ehf um ræstingu og fleira í húsnæði Grunnskólans í Hveragerði að Skólamörk 6 er gildir þar til gengið hefur verið frá nýjum samningi í kjölfar útboðs.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
11.Umsókn um styrk vegna náms í leikskólakennarafræðum.
2008003
Lögð fram umsókn frá Bryndísi Jónu Gunnarsdóttur um styrk til Leikskólakennaranáms B.Ed.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
12.Umsókn um styrk vegna náms í leikskólakennarafræðum.
2008012
Lögð fram umsókn frá Arndísi Láru Sigtryggsdóttur um styrk til Leikskólakennaranáms B.Ed.
Bæjarráð samþykkir umsóknina enda verði lögheimili starfsmannsins flutt í Hveragerði áður en styrkurinn er greiddur en lögheimili í sveitarfélaginu er eitt af skilyrðum fyrir styrkveitingunni.
13.Minnisblað frá skrifstofustjóra - laun vegna kjörnefndar og dyravarða á kjördag.
2008010
Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra frá 17. ágúst 2020 vegna launa kjörnefndar og dyravarða á kjördag.
Bæjarráð samþykkir tillögur skrifstofustjóra.
14.Minnisblað frá bæjarstjóra - árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar 2020.
2008016
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 17. ágúst 2020 vegna árshátíðar starfsmanna Hvergerðisbæjar 2020.
Bæjarráð samþykkir að hætt verði við árshátíð starfsmanna Hveragerðisbæjar árið 2020. Bæjarráð samþykkir jafnframt að hverjum starfsmanni sem er að störfum hjá bæjarfélaginu þann 1. september 2020 verði sent gjafabréf að upphæð kr. 5.000,- sem hægt verði að innleysa á veitingastöðum í Hveragerði. Með þessu fá starfsmenn örlitla sárabót fyrir árshátíðina sem ekki varð en jafnframt styður Hveragerðisbær við rekstur veitingaaðila í bæjarfélaginu á þessum erfiðu tímum.
Bæjarstjóra er falið að ræða við rekstraraðila veitingastaða bæjarins varðandi fyrirkomulag gjafabréfanna.
Bæjarstjóra er falið að ræða við rekstraraðila veitingastaða bæjarins varðandi fyrirkomulag gjafabréfanna.
15.Reglur um notkun og greiðslur vegna farsíma fyrir starfsmenn Hveragerðisbæjar.
2008005
Lagðar fram endurskoðaðar reglur um notkun og greiðslur farsíma fyrir starfsmenn Hveragerðisbæjar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.
16.Fundargerð Skólaþjónustu - og velferðarnefndar Árnesþings frá 20. júlí 2020.
2007014
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
17.Fundargerð Umhverfisnefndar Hveragerðisbæjar frá 20. júlí 2020.
2007017
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
18.Fundargerð Kjörstjórnar Hveragerðisbæjar frá 10. júní 2020.
2007018
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
19.Fundargerð Kjörstjórnar frá 26. júní 2020.
2007019
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
20.Fundargerð Kjörstjórnar frá 27. júní 2020.
2007020
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
21.Fundargerð Kjörstjórnar frá 27. júní 2020 - kjördeild 2.
2007021
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
22.Fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar frá 18. ágúst 2020.
2008014
Liðir afgreiddir sértaklega 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9.
Liður 1 "Kambahraun 51, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og við bílskúr, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Liður 2 "Dynskógar 24, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Liður 3 "Kambahraun 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og fyrir saunahúsi á lóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 4 "Laufskógar 21, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 5 "Umsókn um lóð fyrir spennustöð, tillögur að staðsetningu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir samkomulagi við lóðarhafa um staðsetningu fyrir spennistöð skv.tillögu E.
Liður 6 "Bláskógar 6, ósk um að skipta einbýlishúsalóð í þrjár einbýlishúslóðir, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Liður 7 "Langahraun 10-26, umsókn um breytingu á skilmálum mæli- og hæðarblaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð hafnar erindinu að teknu tilliti til mikils landhalla á svæðinu, einkum á austurhluta þess.
Liður 8 "Borgarheiði 18, umsókn um leyfi fyrir skjólgirðingu" afgreidd sérstaklega.
Bæjarráð hafnar erindinu en umsækjanda er bent á að honum sé heimilt að reisa skjólvegg eða girðingu á lóð sinni í samræmi við reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi. Bæjarráð samþykkir að breyta reglum um smáhýsi, girðingar og skjólveggi í samræmi við tillögur byggingarfulltrúa.
Liður 9 "Arnarheiði 11b, umsókn um leyfi fyrir skjólvegg" afreiddi sérstaklega.
Bæjarráð hafnar erindinu en umsækjanda er bent á að honum sé heimilt að reisa skjólvegg eða girðingu á lóð sinni í samræmi við reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Liður 2 "Dynskógar 24, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Liður 3 "Kambahraun 3, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús og fyrir saunahúsi á lóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 4 "Laufskógar 21, umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju íbúðarhúsi" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu í grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Liður 5 "Umsókn um lóð fyrir spennustöð, tillögur að staðsetningu" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir að leita eftir samkomulagi við lóðarhafa um staðsetningu fyrir spennistöð skv.tillögu E.
Liður 6 "Bláskógar 6, ósk um að skipta einbýlishúsalóð í þrjár einbýlishúslóðir, niðurstaða grenndarkynningar" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Liður 7 "Langahraun 10-26, umsókn um breytingu á skilmálum mæli- og hæðarblaða" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarráð hafnar erindinu að teknu tilliti til mikils landhalla á svæðinu, einkum á austurhluta þess.
Liður 8 "Borgarheiði 18, umsókn um leyfi fyrir skjólgirðingu" afgreidd sérstaklega.
Bæjarráð hafnar erindinu en umsækjanda er bent á að honum sé heimilt að reisa skjólvegg eða girðingu á lóð sinni í samræmi við reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi. Bæjarráð samþykkir að breyta reglum um smáhýsi, girðingar og skjólveggi í samræmi við tillögur byggingarfulltrúa.
Liður 9 "Arnarheiði 11b, umsókn um leyfi fyrir skjólvegg" afreiddi sérstaklega.
Bæjarráð hafnar erindinu en umsækjanda er bent á að honum sé heimilt að reisa skjólvegg eða girðingu á lóð sinni í samræmi við reglur um smáhýsi, girðingar og skjólveggi.
23.Verkfundargerð frá 21. júlí 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2.
2007015
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
24.Verkfundargerð frá 4. ágúst 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2.
2008001
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
25.Verkfundargerð frá 18. ágúst 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði stækkun áfangi 2.
2008020
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
26.Verkfundagerð frá 6. ágúst 2020 - Vatnsveita, stofnlögn að Kambalandi.
2008008
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
27.Verkfundagerð frá 12. ágúst 2020 - Gatnagerð Kambaland 2020.
2008006
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
28.Verkfundagerð frá 12. ágúst 2020 - Vorsabær yfirborðsfrágangur.
2008007
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:20.
Getum við bætt efni síðunnar?