Bæjarráð
Dagskrá
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 22. apríl 2020.
2004039
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021-2025, 643. mál
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 30. apríl 2020.
2005002
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.), 715. mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6. maí 2020.
2005018
Í bréfinu óskar Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 6. maí 2020.
2005021
Í bréfinu óskar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutnings jöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál
Lagt fram til kynningar.
5.Bréf frá Forsætisráðuneytinu frá 22. apríl 2020.
2004041
Í bréfinu er kynntur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kveðinn var upp þann 22. apríl 2020 vegna afhendingu gagna frá Hveragerðisbæ.
Bæjarstjóra falið að afhenda þau gögn sem úrskurðurinn kveður á um.
6.Bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 30. apríl 2020.
2005001
Lagður fram úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 30. apríl 2020 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Hveragerðisbæjar frá 5. mars 2020 um að samþykkja byggingaráform fyrir viðbyggingu íbúðarhúss á lóðinni að Kambahrauni 51.
Í úrskurðinum er felld úr gildi ákvörðun byggingafulltrúa Hveragerðisbæjar frá 5. mars 2020 um að samþykkja byggingaráform fyrir viðbyggingu íbúðarhúss á lóðinni að Kambahrauni 51 þar sem of langur tími leið frá grenndarkynningu til útgáfu byggingaleyfis.
7.Bréf frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 29. apríl 2020.
2005006
Í bréfinu frá Tónlistarskóla Árnesinga frá 29. apríl 2020 er farið yfir hvernig skólahaldi Tónlistarskóla Árnesinga hefur verið háttað frá því Covid 19 veiran kom upp og hver staðan er hjá skólanum í maí.
Skólastjóra tónlistarskólans þökkuð ýtarleg yfirferð um stöðuna. Bréfið að öðru leyti lagt fram til kynningar.
8.Bréf frá Alviðru fræðslusetri ódagsett.
2004040
Í bréfinu hvetur stjórn Alviðrustofnunar sveitarfélögin Árborg og Ölfus til að taka hugmyndina til skoðunar um að tengja Alviðru og Öndverðarnes II nærliggjandi þéttbýlisstöðum með göngu- og hjólaleiðum.
Bæjarráð fagnar hugmyndum Alviðrustofnunar og hvetur Ölfus og Árborg til að taka vel í erindið. Hjólastígur verður lagður meðfram hliðarveginum milli Hveragerðis og Selfoss og ef að hjólastígar yrðu lagðir með þeim formerkjum sem gert er ráð fyrir í bréfinu væru orðið til sérlega skemmtilegt net hjólreiðastíga um okkar fallega hérað.
9.Bréf frá Orlofsnefnd húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu frá 15. apríl 2020.
2005003
Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2019.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilega skýrslu um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna.
Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs til margra ára um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs til margra ára um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
10.Bréf frá Lionsklúbb Hveragerðis frá 26. apríl 2020.
2005020
Í bréfinu upplýsa félagar í Lionsklúbbi Hveragerðis að fyrirhugaðir tónleikar sem áttu að vera þann 4. apríl s.l. og útgáfa afmælisblaðs vegna 50 ára afmælis klúbbsins frestast til haustsins.
Lagt fram til kynningar.
11.Erindi frá Loreley Sigurjónsdóttur - Fitness Bilið.
2004037
Í bréfinu óskar Loreley Sigurjónsdóttir eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Fitness bilið eftir styrk vegna leigukostnaðar næstu tveggja mánaða í samræmi við samþykkta afgreiðslu bæjarráðs um niðurfellingu leigu tveggja mánaða til tveggja líkamsræktarstöðva sem stunda rekstur sinn í húsnæði Hveragerðisbæjar.
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgreiðslu liðarins stóð og Aldís Hafsteinsdóttir tók hennar sæti.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en hvetur bréfritara til að snúa sér til leigusala síns varðandi fyrirgreiðslu rétt eins og fyrirtækin tvö sem vísað er til gerðu. Leigusalinn getur síðan óskað frestunar gjalda eins og mögulegt er nú en þannig reynir bæjarfélagið að koma til móts við þann vanda sem nú er við að glíma.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en hvetur bréfritara til að snúa sér til leigusala síns varðandi fyrirgreiðslu rétt eins og fyrirtækin tvö sem vísað er til gerðu. Leigusalinn getur síðan óskað frestunar gjalda eins og mögulegt er nú en þannig reynir bæjarfélagið að koma til móts við þann vanda sem nú er við að glíma.
12.Tjaldsvæði - Lagning 100 metra langs stígs.
2004043
Í bréfinu óskar Pétur Ingi Frantzson eftir því að lagður verði 100 metra langur og 3 metra breiður göngustígur á grassvæði innan tjaldsvæðisins, svæði sem er næst Heilsustofnun NLFÍ.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdina enda verði séð til þess að hún rúmist innan þegar samþykktra fjárheimilda til viðhalds lóðar og fjárfestinga í göngustígum.
13.Bréf frá Hengill Ultra Trail frá 1. maí 2020.
2005014
Í bréfinu er kynnt utanvegahlaupið Hengill Ultra sem nú er haldið níunda árið í röð. Vegna þess ástands sem ríkt hefur í landinu vegna Covid 19 faraldursins hefur mótshaldið verið í óvissu um tíma en nú er ljóst að hægt verður að halda keppnina með minniháttar breytingum til að koma á móts við gildandi reglur og leiðbeiningar Almannavarna. Allir erlendir keppendur sem skráðir voru til leiks hafa verið fluttir yfir á næsta ár. Í bréfinu óskar skipuleggjandi hlaupsins eftir fjárstuðningi og vinnuframlagi til aðstoðar við það markmið að gera Hengil Ultra að stórviðburði í dagatali almenningsíþróttakeppna á pari við Laugavegshlaupið, Bláalónsþrautina, WOW Cyclothon og Kia Gullhringinn.
Í ljósi þess að fjárstuðningur bæjarins við keppnina mun renna til baka til félaga í bæjarfélaginu með greiðslu fyrir vinnuframlag samþykkir bæjarstjórn að styðja við hlaupið með sama hætti og á síðasta ári. Kostnaði verði mætt með framlagi af liðnum 21-01-9990 til síðari ráðstöfunar bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir einnig framlag áhaldahúss og vinnuskóla og undirbúningsvinnu menningar og frístundarfulltrúa.
14.Bréf frá Brynleifi Siglaugssyni frá 2. maí 2020.
2005017
Í bréfinu óskar eigandi Hrauntungu 18 eftir afstöðu Hveragerðisbæjar til hugmynda að byggingu einbýlishúss þar. Húsið kæmi á byggingarreit sem er samkvæmt núverandi skipulagi aftan við hús sem fyrir er, sem er stærsti reiturinn samkvæmt núverandi skipulagi. Húsið yrði með niðurgrafinn kjallara, að mestu á einni hæð en að hluta til á 2 hæðum með rúmgóðum gróðurskála.
Bæjarráð samþykkir að visa erindinu til Skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
15.Verðkönnun í myndavélakerfi fyrir Grunnskólann í Hveragerði.
2005004
Lota ehf kallaði eftir tilboðum í myndavélakerfi fyrir Grunnskólann í Hveragerði. Alls bárust 5 verðtilboð.
Hafnes 1 3.657.090.-
Hafnes 2 2.761.131.-
ÖÍ 1 2.761.105.-
ÖÍ 2 2.004.972.-
Sec 2.628.696.-
Hafnes 1 3.657.090.-
Hafnes 2 2.761.131.-
ÖÍ 1 2.761.105.-
ÖÍ 2 2.004.972.-
Sec 2.628.696.-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Öryggismiðstöð Íslands tilboð 2.
16.Minnispunktar frá bæjarstjóra - staða og möguleikar vegna Covid-19.
2005022
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna stöðu og mögulega þróun fjárhagslegra stærða og minnisblað um hugmyndir að átaksverkefnum fyrir sumarið 2020. Eins lagt fram minnisblað frá fundi með aðilum innan Ferðamálasamtaka Hveragerðisbæjar sem var haldinn 4. maí sl. Minnisblöðin eru lögð fram sem trúnaðarskjöl.
Lagt fram til kynningar.
17.Minnisblað frá garðyrkjufulltrúa - Laun og vinnutilhögun í vinnuskóla sumarið 2020.
2005011
Lagt fram minnisblað frá umhverfisfulltrúa frá 30. apríl 2020 vegna launa og vinnutilhögunar í vinnuskóla sumarið 2020.
Bæjarráð samþykkir að laun í vinnuskóla verði miðuð við launaflokk 117-1 í kjarasamningi FOSS.
8. bekkur fái 33% eða kr. 756.- á tímann með orlofi, 9. bekkur fái 40% eða kr. 916.- á tímann með orlofi og 10 bekkur fái 50% eða kr. 1.145.- á tímann með orlofi.
Vinnutímabil verði 7 vikur eða frá 2. júní til 17. júlí og vinnutími verði frá klukkan 9:30 - 12 og frá 13 - 15:30 alla virka daga.
8. bekkur fái 33% eða kr. 756.- á tímann með orlofi, 9. bekkur fái 40% eða kr. 916.- á tímann með orlofi og 10 bekkur fái 50% eða kr. 1.145.- á tímann með orlofi.
Vinnutímabil verði 7 vikur eða frá 2. júní til 17. júlí og vinnutími verði frá klukkan 9:30 - 12 og frá 13 - 15:30 alla virka daga.
18.Verkfundargerð frá 27. apríl 2020 -Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2.
2005005
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
19.Verkfundargerð frá 5. maí 2020 - Grunnskólinn í Hveragerði - stækkun áfangi 2.
2005019
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
20.Fundargerð stjórnar SASS frá 22. apríl 2020.
2005007
Lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl 2020.
2005009
Lögð fram til kynningar.
22.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2020.
2005010
Lögð fram til kynningar.
23.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 22. apríl 2020.
2005008
Lögð fram til kynningar.
24.Fundargerð Byggðasafns Árnesinga frá 16. apríl 2020.
2004036
Lögð fram til kynningar.
25.Stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19.
2005013
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra vegna fjögurra funda Í Aðgerðastjórn Almannavarna Suðurlands og eins fundar í Vettvangsstjórn Hveragerðisbæjar. Sjötta stöðuskýrslan vegna Covid verður lögð fram á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið.
Getum við bætt efni síðunnar?
Í upphafi fundar samþykkti bæjarráð eftirfarandi bókun.
Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í Hveragerði.
Fjölmargir hafa getað treyst á persónulega og faglega þjónustu bankans síns. Hveragerðisbær er ört vaxandi bæjarfélag þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna á viðdvöl. Hér er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á þjónustu bankans og á ekki hægt um vik með að sækja þjónustu í önnur bæjarfélög. Hveragerðisbær hefur haldið tryggð við bankann frá stofnun hans en í upphafi voru höfuðsstöðvar Búnaðarbankans á Suðurlandi hér í Hveragerði. Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann.