Fara í efni

Bæjarráð

737. fundur 02. apríl 2020 kl. 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurbjörnsson formaður
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  • Þórunn Pétursdóttir
  • Garðar R. Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Friðrik Sigurbjörnsson, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hann eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

Bæjarráð fyrir hönd bæjarstjórnar sendir þeim sem nú eiga um sárt að binda innilegar samúðarkveðjur en stórt skarð hefur verið höggvið í samfélagið hér í Hveragerði vegna yfirstandandi faraldurs Covid-19 og sorg ríkir í bænum okkar.

1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 21. mars 2020.

2003046

Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Bréf frá SASS frá 20. mars 2020.

2003048

Í bréfinu er farið yfir fjarfund sem landshlutasamtökin áttu með Byggðastofnun til að fara yfir stöðuna vegna Covid19.
Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar og hvetur stjórn SASS til að fylgjast vel með þróun næstu vikna hvað varðar áhrif COVID-19. Það er ljóst að höggið vegna samdráttar í ferðaþjónustu verður mikið hér á Suðurlandi enda hefur landshlutinn notið þess að vera einn vinsælasti áfangastaður Íslands. Það er ljóst að bregðast verður við og hvetur bæjarráð stjórn SASS til að nýta næstu úthlutun styrkja úr sóknaráætlun Suðurlands til verkefna sem eflt geta atvinnulíf, styrkt stoðir þeirra sem þegar eru í greininni og fjölgað störfum nú þegar á svæðinu.

3.Bréf frá SASS frá 24. mars 2020.

2003047

Í bréfinu eru settar fram nokkrar spurningar sem sveitarfélög eru beðin um að svara og einnig er sett fram hvatning frá SASS til sveitarfélaga til uppbyggingar á hjólaleiðum á Suðurlandi til að tengja þannig saman landshlutann, allt frá Höfn í Hornarfirði, að mörkum Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð þakkar góða áskorun varðandi hjólaleiðir á Suðurlandi. Hér i Hveragerði hafa meginhjólaleiðir þegar verið skilgreindar í aðalskipulagi en þar er meðal annars gert ráð fyrir hjólaleíð austur á Selfoss meðfram þeim hliðarvegi sem þangað á að liggja.
Bæjarráð tekur heilshugar undir það sjónarmið að með bættum hjólaleiðum um Suðurland sé verið að stuðla að aukinni hreyfingu og útivist og þeim möguleika að hjólreiðar verði hluti af daglegu lífi íbúa á svæðinu. Skipulagðar og góðar hjólaleiðir stuðla auk þess að heilnæmu umhverfi m.a. hvað varðar loftgæði og hljóðvist. Auk þess gera þær íbúum einnig kleift að fara hjólandi m.a. til vinnu, milli byggðakjarna og/eða til að sinna tómstundum og íþróttum. Hjólaferðamennska fer einnig vaxandi og þeir ferðamenn sem ferðast um á hjólum eru oft á tíðum "verðmætari" en aðrir ferðamenn, enda fara þeir hægar um en þeir sem aka á vélknúnum ökutækjum.
Menningar og frístundafulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við ofangreindar áherslur bæjarráðs.

4.Bréf frá Crossfit Hengli frá 26. mars 2020.

2003045

Bryndís Eir Þorsteinsdóttir vék af fundi meðan á afgeiðslu liðarins stóð.

Í bréfinu óskar Crossfit Hengill eftir því að leigan verði felld niður á meðan lokun stendur.
Því miður sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu en samþykkir að leigugreiðslum næstu 4 mánaða verði frestað og samkomulag gert milli aðila með hvenær þær greiðslur yrðu inntar af hendi.

5.Bréf frá Jakobi Veigari Sigurðssyni frá 31. mars 2020.

2003052

Í bréfinu óskar Jakob Veigar Sigurðsson eftir tímabundinni aðstöðu til listsköpunar í Hveragerði.
Bæjarráð samþykkir að veita bréfritara afnot af húsnæðinu að Breiðumörk 21 næstu 1-2 mánuði. Verði komnar fram nýtingarhugmyndir varðandi húsið sem krefjast þess að húsið fari í aðra notkun mun Jakob víkja.

6.Skólamörk 6 - minnisblað frá Eflu ehf v. bráðabirgðastofu

2003049

Í minnisblaðinu er farið yfir verkliði og kostnað vegna flutnings á bráðabirgðastofu við Skólamörk 6.
Í ljósi þess að haustið 2021 munu bætast við 6 nýjar kennslustofur í viðbyggingu við grunnskólann samþykkir meirihluti bæjarráðs að umrædd stofa verði auglýst til sölu og til brottflutnings. Óskað verði tilboða í stofuna og hæsta boði tekið. Meirihluti bæjarráð gerir sér grein fyrir því að skólaárið 2020-2021 muni mögulega vanta húsnæði vegna þessarar ákvörðunar en felur bæjarstjóra og skólastjóra að finna leiðir til lausnar á því. Fulltrúi Okkar Hveragerðis situr hjá og óskar eftir fá meiri upplýsingar um lausnir áður en hún getur tekið ákvörðun um málið.

7.Drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar 2019.

2003050

Lögð fram drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar fyrir árið 2019.
Bæjarráð samþykkir að undirrita ársreikninginn og að senda ársreikninginn til endurskoðenda og til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

8.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars 2020

2003051

Lagt fram til kynningar.

9.Minnisblað - Fyrirkomulag funda á næstunni.

2003053

Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 31. mars 2020. Gerð er tillaga um það að á meðan neyðarstigi er lýst yfir í þjóðfélaginu muni bæjarstjórn funda tvisvar í mánuði (2. og 4. fimmtudag) og bæjarráð tvisvar (1. og 3. fimmtudag). Fundað verður með fjarfundarbúnaði kl. 17:00. Á fundum mun bæjarstjóri kynna fundarpunkta aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar ásamt stöðuskýrslu hverrar viku.
Bæjarráð samþykkir tillögur um fundartíma næstu vikna en mikilvægt er að bæjarfulltrúar séu vel upplýstir um gang mála.

10.Stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19

2004001

Lögð fram þriðja stöðuskýrsla frá bæjarstjóra vegna Covid-19.
Bæjarstjóri kynnti stöðu verkefna og starfsemi stofnana auk þess að kynna fjölda smitaðra og einstaklinga í sóttkví.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?