Bæjarráð
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Þelamörk 29, matsgerð.
1607039
Lögð fram matsgerð á Þelamörk 29 unnin af Gústafi Vífilssyni, byggingaverkfræðingi og Ragnari Ómarssyni, byggingaverkfræðingi.
Matið var unnið samkvæmt samkomulagi milli Hveragerðisbæjar og Ræktunarmiðstöðvarinnar sf frá 20. október 2015.
Matið var unnið samkvæmt samkomulagi milli Hveragerðisbæjar og Ræktunarmiðstöðvarinnar sf frá 20. október 2015.
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni að ná samkomulagi um bætur vegna hins breytta skipulags í samræmi við ákvæði samkomulags aðila.
2.Opnun tilboða, jarðvinna og lagnir v. leikskólans Þelamörk 62.
1607040
Opnuð voru tilboð í "Jarðvinna og lagnir við leikskólann Þelamörk 62" þann 26. júlí s.l. Alls bárust 5 tilboð í verkið.
Karina ehf, Kópavogi 55.950.000.-
Arnon ehf, Hveragerði 50.565.100.-
Markverk efh, Kópavogi 87.755.500.-
Borgarverk, Borgarnesi 64.810.000.-
Aðalbraut ehf, Hveragerði 49.426.700.-
Kostnaðaráætlun 46.000.000.-
Karina ehf, Kópavogi 55.950.000.-
Arnon ehf, Hveragerði 50.565.100.-
Markverk efh, Kópavogi 87.755.500.-
Borgarverk, Borgarnesi 64.810.000.-
Aðalbraut ehf, Hveragerði 49.426.700.-
Kostnaðaráætlun 46.000.000.-
Fyrir fundinum lá samanburður tilboða frá Verkfræðistofunni Mannvit. Tvö tilboð reyndust vera ógild, frá Aðalbraut ehf og Karina ehf. Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Arnon ehf sem er lægstbjóðandi miðað við gild tilboð.
3.Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss, tillaga að bókun.
1608003
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar fagnar því að undirbúningur að breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss skuli vera hafinn en nýlega voru opnuð tilboð í for- og verkhönnun vegarins. Er þar um að ræða áfanga er nær frá Kambarótum við Hveragerði að vegamótum hringvegar og Biskupstungnabrautar við Selfoss, eða um 12 kílómetra.
Þessi vegarkafli er einn sá hættulegasti í þjóðvegakerfi landsins og því afar mikilvægt að sem allra fyrst verði ráðist í breikkun hans og þar með ásættanlega flutningsgetu og öruggan aðskilnað á akstursstefnum, því markmiði er best náð með tveir plús tveir vegi.
Væntanlega mun liggja fyrir hvernig verkinu verður háttað um leið og hönnunarferlið fer í gang. Bæjarráði Hveragerðisbæjar þykir þó ljóst að fjármunum er alltof naumt skammtað til vegamála. Brýna nauðsyn ber til að samræmis sé gætt á milli samþykktrar samgönguáætlunar og þess fjármagns sem áætlað er til málaflokksins á hverjum tíma. Sé slíkt ekki tryggt er ljóst að vegakerfi landsins mun ekki til framtíðar bera þá miklu umferð og aukna álag sem á því er, með því miður hörmulegum afleiðingum.
Bæjarráð Hveragerðisbæjar fagnar því að undirbúningur að breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss skuli vera hafinn en nýlega voru opnuð tilboð í for- og verkhönnun vegarins. Er þar um að ræða áfanga er nær frá Kambarótum við Hveragerði að vegamótum hringvegar og Biskupstungnabrautar við Selfoss, eða um 12 kílómetra.
Þessi vegarkafli er einn sá hættulegasti í þjóðvegakerfi landsins og því afar mikilvægt að sem allra fyrst verði ráðist í breikkun hans og þar með ásættanlega flutningsgetu og öruggan aðskilnað á akstursstefnum, því markmiði er best náð með tveir plús tveir vegi.
Væntanlega mun liggja fyrir hvernig verkinu verður háttað um leið og hönnunarferlið fer í gang. Bæjarráði Hveragerðisbæjar þykir þó ljóst að fjármunum er alltof naumt skammtað til vegamála. Brýna nauðsyn ber til að samræmis sé gætt á milli samþykktrar samgönguáætlunar og þess fjármagns sem áætlað er til málaflokksins á hverjum tíma. Sé slíkt ekki tryggt er ljóst að vegakerfi landsins mun ekki til framtíðar bera þá miklu umferð og aukna álag sem á því er, með því miður hörmulegum afleiðingum.
Tillagan samþykkt samhljóða.
4.Minnisblað frá bæjarstjóra - Golfmót á Blómstrandi dögum.
1607038
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra frá 26. júlí 2016 vegna golfmóts á Blómstrandi dögum til minningar um Friðgeir Kristjánsson.
Bæjarráð samþykkir að styrkja mótið með sama hætti og gert hefur verið undanfarin ár.
5.Missir aflaheimilda - tillaga að bókun.
1608002
Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna sölu kvóta frá Þorlákshöfn, einu verstöð okkar Árnesinga. Bæjarráð undrast ennfremur þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða strandveiðikvóta suðursvæðis á sama tíma og heildarkvóti strandveiða er aukinn.
Íbúar frá öllu svæðinu, jafnt Hvergerðingar sem aðrir, hafa haft atvinnu af fiskveiðum og því er tap kvóta og skerðing aflaheimilda áfall fyrir Suðurland í heild sinni.
Unnur Þormóðsdóttir
Eyþór H. Ólafsson
Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna sölu kvóta frá Þorlákshöfn, einu verstöð okkar Árnesinga. Bæjarráð undrast ennfremur þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða strandveiðikvóta suðursvæðis á sama tíma og heildarkvóti strandveiða er aukinn.
Íbúar frá öllu svæðinu, jafnt Hvergerðingar sem aðrir, hafa haft atvinnu af fiskveiðum og því er tap kvóta og skerðing aflaheimilda áfall fyrir Suðurland í heild sinni.
Unnur Þormóðsdóttir
Eyþór H. Ólafsson
Bæjarráð samþykkir bókunina samhljóða.
6.Dagskrá Blómstrandi daga 2016 - kynning.
1608004
Lögð fram til kynningar dagskrá Blómstrandi daga 2016.
Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að taka virkan þátt í hátíðinni og minnir jafnframt á að afmælisterta verður í boði í Lystigarðinum á sunnudeginum í tilefni af 70 ára afmæli bæjarins.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:49.
Getum við bætt efni síðunnar?