Bæjarráð
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Velferðarráðuneytinu frá 18. júlí 2016.
1607028
Í bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarpsdrög varðandi málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að yfirfara frumvarpið með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi og gera tillögur að athugasemdum fyrir fund bæjarráðs þann 18. ágúst n.k. Frestur til að skila athugasemdum hefur verið framlengdur til 29. ágúst vegna sumarleyfa.
2.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 13. júlí 2016.
1607024
Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Óðins Birgis Árnasonar kt. 120492-2419 fyrir hönd Fiskverkun Hveragerðis um nýtt rekstrarleyfi til að reka veitingahús í flokki I að Breiðumörk 2.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu leyfisins enda er rekstur sem þessi í fullu samræmi við aðalskipulag.
3.Íbúðalánasjóði frá 13. júlí 2016.
1607030
Í bréfinu eru kynnt ný lög um framkvæmd og veitingu stofnframlaga til almennra íbúða.
Lagt fram til kynningar.
4.Veitum ohf frá 14. júlí 2016.
1607027
Í bréfinu er kynnt staða mála á borholum hjá hitaveitu Hveragerðis en hiti í borholum sem nýttar hafa verið í Hveragerði hefur farið lækkandi. Eins er rætt um mögulegar fyrirætlanir Veitna til orkuöflunar fyrir Hveragerðisbæ.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu en mikilvægt er að tryggja bæjarbúum næga orku um langa framtíð. Ennfremur veltir bæjarráð fyrir sér hver ástæðan sé fyrir hitalækun og þrýstings falli á háhitasvæðinu í Hveragerði.
Bæjarstjóra falið að fylgjast með framvindu málsins.
Bæjarstjóra falið að fylgjast með framvindu málsins.
5.Opnun tilboða - Hamarshöll bílastæði, 1. áfangi (malbik undanskilið).
1607022
Opnuð voru tilboð í lokað útboð í jarðvegsframkvæmdir við verkið "Hamarshöll - bílastæði" þann 8. júlí s.l.
Fjórum aðilum var boðið að bjóða í verkið.
Einungis barst eitt tilboð í verkið frá Markverk upp á kr. 35.087.822.-
Kostnaðaráætlun var kr. 18.465.013.- og er því tilboðið 190% af kostnaðaráætlun.
Fjórum aðilum var boðið að bjóða í verkið.
Einungis barst eitt tilboð í verkið frá Markverk upp á kr. 35.087.822.-
Kostnaðaráætlun var kr. 18.465.013.- og er því tilboðið 190% af kostnaðaráætlun.
Í ljósi niðurstöðu útboðs þá samþykkir bæjarráð að ganga ekki til samninga við neinn aðila heldur bíða með framkvæmd verksins þar til hagstæðara tilboð fæst.
6.Lóðarumsókn - Sunnumörk 5.
1607025
Stangveiðifélag Reykjavíkur sækir um lóðina Sunnumörk 5 fyrir veiðihús.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Stangveiðifélagi Reykjavíkur lóðinni Sunnumörk 5.
7.Lóðarmál.
1607035
Á fundi bæjarráðs þann 7. júlí var samþykkt að óska eftir nánari kynningu frá umsækjendum um lóðir á Árhólmasvæðinu um það sem þeir ætla að framkvæma fyrir næsta fund bæjarráðs þann 21. júlí 2016.
Einnig hefur borist bréf frá Sjöstjörnunni um að fá framlengdan forgang að lóðum kenndum við Tivoli og Eden til loka ágúst.
Einnig hefur borist bréf frá Sjöstjörnunni um að fá framlengdan forgang að lóðum kenndum við Tivoli og Eden til loka ágúst.
Varðandi Árhólmasvæðið samþykkir bæjarráð að fresta kynningu beggja aðila til 18. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir að framlengja forgang Sjöstjörnunnar að lóðunum til 18. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkir að framlengja forgang Sjöstjörnunnar að lóðunum til 18. ágúst n.k.
8.Minnisblað frá skrifstofustjóra vegna yfirdráttarheimildar hjá Íslandsbanka.
1607029
Lagt fram minnisblað frá skrifstofustjóra vegna yfirdráttar hjá Íslandsbanka allt að 84 milljónir króna.
Bæjarráð samþykkir yfirdráttarheimild allt að 84 milljónir á bankareikning 0586-26-7170 hjá Íslandsbanka.
9.Minnisblað frá bæjarstjóra vegna uppsetningar útisýningar Listvinafélags Hveragerðis.
1607033
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra vegna uppsetningar á útisýningu Listvinafélags Hveragerðis.
Bæjarráð samþykkir viðbótar framlag til Listvinafélags Hveragerðis allt að kr. 644.000.- til að setja skiltin upp. Kostnaðurinn verði færður á lið 21-01-9990-1 til síðari ráðstöfunar bæjarstjórnar.
Gert er ráð fyrir formlegri opnun sýningarinnar á Blómstrandi dögum föstudaginn 12. ágúst kl. 16:00.
Gert er ráð fyrir formlegri opnun sýningarinnar á Blómstrandi dögum föstudaginn 12. ágúst kl. 16:00.
10.Verkfundargerð Hverhamar-Laufskógar, fráveita dælulögn 2016 frá 11. júlí 2016.
1607023
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
11.Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 1. júní 2016.
1607026
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 09:14.
Getum við bætt efni síðunnar?