Fara í efni

Bæjarráð

654. fundur 16. júní 2016 kl. 08:00 - 08:47 í fundarsal Sunnumörk 2
Nefndarmenn
  • Unnur Þormóðsdóttir formaður
  • Eyþór H. Ólafsson
  • Garðar R. Árnason
  • Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
  • Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Helga Kristjánsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þormóðsdóttir formaður setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis frá 13. júní 2016.

1606032

Í bréfinu er óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaráætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019, 765. mál.
Lagt fram til kynningar.

2.Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 8. júní 2016.

1606037

Í bréfinu er óskað eftir tillögum eða ábendingum um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.

3.Geðræktarmiðstöðinni Batasetur Suðurlands frá 1. júní 2016.

1606022

Í bréfinu er óskað eftir styrk að upphæð kr. 200.000.- fyrir árið 2016 til að Batasetrið geti aukið þjónustu sína.
Bæjarráð samþykkir að styrkja miðstöðina um 50.000.- krónur.

4.Guðjóni Óskari Kristjánssyni og Karen Björk Sumarliðadóttur frá 10. júní 2016

1606020

Í bréfinu óska bréfritarar sem eru lóðarhafar að lóðinni Smyrlaheiði 52 eftir að fá að skipta um lóð og fá lóðina Smyrlaheiði 50 í stað Smyrlaheiðar 52 þar sem sú lóð hentar betur fyrir fyrirhugaða byggingu.
Bæjarráð samþykkir að Guðjón Óskar Kristjánsson og Karen Björk Sumarliðadóttir fái lóðina Smyrlaheiði 50 í stað lóðarinnar Smyrlaheiði 52.

5.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 12. janúar 2016.

1606023

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Frost og funa ehf um nýtt rekstrarleyfi til að reka veitingastað "Þinghúsið" í flokki III að Breiðumörk 25.
Bæjarráð biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem dráttur á afgreiðslu olli eigendum en samþykkir umrætt leyfi.

6.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 3. júní 2016.

1606019

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Péturs Inga Franssonar kt. 060355-4609 um nýtt rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II að Heiðmörk 53.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu í grenndarkynningu í samræmi við reglur um breytta notkun húsa.

7.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 13. júní 2016.

1606039

Í bréfinu óskar sýslumaður eftir umsögn Hveragerðisbæjar vegna umsóknar Jóhanns Sigurðssonar kt 081268-3639 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka hótel "Hótel Örk" í flokki V að Breiðumörk 1c.
Hveragerðisbær gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands frá 8. júní 2016.

1606033

Í bréfinu er kynntar úthlutanir styrkja hjá Styrktarsjóði EBÍ en Hveragerðisbær fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 200.000.- vegna gerðar söguskiltis við "Þinghúsið".
Bæjarráð þakkar kærkominn styrk sem gera mun bæjarfélaginu kleyft að gera tvö söguskilti í ár, á 70 ára afmælisári bæjarins. Bæjarráð samþykkir að einnig verði gert skilti um Egilsstaði (gamla barnaskólann).

9.Önnu Maríu Eyjólfsdóttur frá 14. júní 2016.

1606038

Í bréfinu óskar bréfritari eftir að bílastæðum vestan megin við Breiðumörk 2 verði fjölgað þar sem starfsemi hefur aukist til muna í húsnæðinu.
Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum Verkís ehf sem nú vinna að gerð nýrrar umferðaröryggisáætlunar fyrir Hveragerðisbæ að gefa álit sitt á umræddri beiðni og leggja sem first fram tillögur sem komið geta til móts við óskir bréfritara.

10.Umræða um atvinnu- og markaðsmál

1606030

Lögð fram skýrsla frá Rannsóknir og Ráðgjöf ehf um ferðamenn í Hveragerði 2010 til 2015.
Lagt fram til kynningar.

11.Opnun tilboða, Hverhamar-Laufskógar - Fráveita, dælulögn 2016.

1606024

Opnun tilboða í að framkvæma verkið "Hverhamar- Laufskógar, fráveita dælulögn - 2016" fór fram 13. júní s.l.
Eitt tilboð barst.

Bjóðendur
Markverk ehf, Kópavogi 8.947.000.-

Kostnaðaráætlun 7.812.500.-
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Markverk ehf í verkið enda uppfylli fyrirtækið þau skilyrði sem bærinn setur til verkaka.

12.Lykiltöluskýrsla frá Motus vegna innheimtu krafna fyrir Hveragerðisbæ.

1606028

Lögð fram Lykiltöluskýrsla frá Motus vegna innheimtu þeirra á kröfum fyrir Hveragerðisbæ.

Markmið skýrslunnar er að veita innsýn í stöðu innheimtumála bæði á fyrstu stigum innheimtu og á síðari stigum.

Í skýrslunni er samanburður við önnur sveitarfélög sem eru í samstarfi við Motus.
Bæjarráð þakkar greinargóða skýrslu sem lögð er fram til kynningar.

13.Kjörskrá vegna forsetakosninga 2016 lögð fram.

1606031

Lögð fram kjörskrá vegna forsetakosninga 25. júní 2016. Á kjörskrá eru 1968.
Bæjarráð samþykkir kjörskránna.
Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

14.Fundargerð kjörstjórnar frá 13. júní 2016.

1606040

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

15.Fundargerð umhverfisnefndar frá 14. júní 2016.

1606042

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

16.Fundargerð SASS frá 18. maí 2016.

1606026

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. maí 2016.

1606025

Lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. júní 2016.

1606029

Lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands 2016.

1606035

Lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:47.

Getum við bætt efni síðunnar?