Bæjarráð
Dagskrá
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, varaformaður, setti fund og stjórnaði í forföllum Friðriks Sigurbjörnssonar. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 24.janúar 2020.
2001014
Í bréfinu óskar Velferðarnefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 1162012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Lagt fram til kynningar.
2.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 30.janúar 2020.
2001015
Í bréfinu óskar Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50.mál.
Lagt fram til kynningar.
3.Bréf frá nefndasviði Alþingis frá 30.janúar 2020.
2002001
Í bréfinu óskar Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 17.janúar 2020.
2002002
Í bréfinu eru kynntar viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka á sveitarstjórnarstigi.
Lagt fram til kynningar en tekið verður tillit til þessara viðmiðunarupphæða við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
5.Bréf frá Umhverfisstofnun frá 10.janúar 2020.
2001018
Í bréfinu er kynnt endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar en umhverfisfulltrúa jafnframt falið að leita eftir betri upplýsingum um umrætt hlutfall.
6.Bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun frá 20.janúar 2020.
2001019
Í bréfinu kynnt reglugerð nr.1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
Bæjarstjóra falið að uppfæra húsnæðisáætlun bæjarins í samræmi við umræður á fundinum.
7.Bréf frá Lionsklúbbnum í Hveragerði frá 22.janúar 2020.
2001020
Í bréfinu kynnir Lionsklúbbur Hveragerðis að í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins hafi verið samþykkt að standa að og fjármagna uppbyggingu á svæði fyrir útiþjálfunartæki í bæjarfélaginu. Leita klúbbfélagar eftir samstarfi við Hveragerðisbæ og hentugum stað við göngustíga bæjarfélagsins fyrir verkefni þetta.
Bæjarráð þakkar félögum í Lionsklúbbi Hveragerðis fyrir þann góða hug og þann dugnað sem felst í þessari ákvörðun um leið og félögum í klúbbnum er óskað til hamingju með afmælið. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa ásamt bæjarstjóra að vinna málið áfram með klúbbfélögum en staðsetning undir Hamrinum á útivistarsvæði bæjarbúa hugnast bæjarráði vel.
8.Hveragerði - Þjónusta sveitarfélaga 2019 - Gallup.
2001023
Lögð fram niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga 2019 sem framkvæmd var af Gallup.
Árið 2019 fær Hveragerðisbær hæstu einkunn allra sveitarfélaga í þjónustukönnun Gallup þegar spurt er um ánægju íbúa með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Bæjarfélagið hefur skipað sér í efstu sæti undanfarin ár en nú eru íbúar Hveragerðisbæjar á toppnum þó að rétt sé að geta þess að munur á hæstu sveitarfélögum er afar lítill.
Bæjarráð fagnar einstaklega góðum niðurstöðum þjónustukönnunarinnar sem styrkir bæjarstjórn og starfsmenn í áframhaldandi störfum og eykur vilja til að gera enn betur.
Það er áberandi að ánægja íbúa er vel yfir meðaltali annarra sveitarfélaga í nær því öllum málaflokkum. Sérstaklega ríkir mikil ánægja með menningarmál, skipulagsmál, gæði umhverfis, þjónustu leikskóla og þjónustu við eldri borgara en þar skipar Hveragerðisbær sér í efsta sætið. Frá síðustu könnun er áberandi að sjá hversu mjög ánægja íbúa hefur aukist almennt. Þar má nefna að ánægja með þjónustu leikskóla hefur aukist, sem og ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar og á sviði menningarmála. Grunnskólinn er síðan hástökkvari ársins sem er afar ánægjulegt. Enn og aftur er ánægja eldri borgara að aukast frá því síðast en í þeim málaflokki hefur Hveragerði ávallt verið á toppnum.
Bæjarráð fagnar góðum niðurstöðum og leggur til að fulltrúi Gallup mæti til fundar við bæjarfulltrúa til að kynna niðurstöðurnar í tengslum við næsta fund bæjarstjórnar.
Bæjarráð fagnar einstaklega góðum niðurstöðum þjónustukönnunarinnar sem styrkir bæjarstjórn og starfsmenn í áframhaldandi störfum og eykur vilja til að gera enn betur.
Það er áberandi að ánægja íbúa er vel yfir meðaltali annarra sveitarfélaga í nær því öllum málaflokkum. Sérstaklega ríkir mikil ánægja með menningarmál, skipulagsmál, gæði umhverfis, þjónustu leikskóla og þjónustu við eldri borgara en þar skipar Hveragerðisbær sér í efsta sætið. Frá síðustu könnun er áberandi að sjá hversu mjög ánægja íbúa hefur aukist almennt. Þar má nefna að ánægja með þjónustu leikskóla hefur aukist, sem og ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar og á sviði menningarmála. Grunnskólinn er síðan hástökkvari ársins sem er afar ánægjulegt. Enn og aftur er ánægja eldri borgara að aukast frá því síðast en í þeim málaflokki hefur Hveragerði ávallt verið á toppnum.
Bæjarráð fagnar góðum niðurstöðum og leggur til að fulltrúi Gallup mæti til fundar við bæjarfulltrúa til að kynna niðurstöðurnar í tengslum við næsta fund bæjarstjórnar.
9.Lóðarumsókn - Búðahraun 1.
2001013
BH Bygg ehf sækir um lóðina Búðahraun 1.
Bæjarráð samþykkir lóðaumsóknina.
10.Opnun tilboða verðkönnun - Færsla lagna í Skólamörk 2020.
2001021
Opnun tilboða verðkönnun - "Færsla lagna í Skólamörk 2020" fór fram 27.janúar 2020.
Aðalleið ehf 1.539.700.kr
HB vélar ehf 2.100.000.kr
Sportþjónustan ehf 2.736.500.kr
Gummi Sig ehf 3.300.000.kr
Útboðið er verðkönnun.
Aðalleið ehf 1.539.700.kr
HB vélar ehf 2.100.000.kr
Sportþjónustan ehf 2.736.500.kr
Gummi Sig ehf 3.300.000.kr
Útboðið er verðkönnun.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Aðalleiðar ehf.
11.Minnisblað frá bæjarstjóra - Lóðaframkvæmdir norðan GíH.
2002012
Í minnisblaðinu er hönnun Landslags ehf lögð fram til kynningar en jafnframt óskað ákvörðunar bæjarráðs um hvort að ráðast eigi í lóðarframkvæmdirnar eins og hér er gerð tillaga um og ef sú ákvörðun verður tekin hvort þær eigi að vera innifaldar í heildarútboði byggingarinnar eða framkvæmdar með sérstöku útboði.
Bæjarráð samþykkir að lóðaframkvæmdir verði innifaldar í útboði viðbyggingar grunnskólans og í samræmi við tillögur Landslags ehf.
12.Minnisblað frá bæjarstjóra- Aðstaða fyrir leirbrennsluofna.
2002013
Í minnisblaðinu er óskað eftir að listakonurnar Hrönn Waltersdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir og Steinnunn Aldís Helgadóttir fái afnotarétt af smáhýsinu sem er í eigu Hveragerðisbæjar sem staðsett er við Skólamörk undir leirbrennslu.
Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra og felur henni jafnframt að gera samning við bréfritara á grundvelli umræðu á fundinum.
13.Minnisblað - Makaskipti á lóðum Tálkna ehf og Hveragerðisbæjar í Kambalandi.
2002014
Í minnisblaðinu er lögð fram tillaga að makaskiptum á lóðum sem eru í sameiginlegri eigu Hveragerðisbæjar og Tálkna í Kambalandi og jafnframt gerð tillaga um að Hveragerðisbær eignist landið sem um er að ræða.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar eins og þær koma fyrir og felur bæjarstjóra að ganga frá nauðsynlegum samningnum vegna eignaskiptanna. Jafnframt samþykkir bæjarráð að ráðast nú þegar í hönnun Langahrauns innan umrædds reits með það fyrir augum að framkvæmdir geti hafist við götuna um leið og aðrar framkvæmdir á svæðinu fara í gang enda hafa forsvarsmenn Tálkna ehf lýst yfir vilja til að hefja byggingu íbúða á reitnum fljótlega.
14.Minnisblað frá menningar-og frístundafulltrúa - Endurnýjun á öryggismyndavélum fyrir Hamarshöll.
2002009
Í minnisblaðinu er rætt um að þörf sé á að endurnýja öryggismyndavélar í Hamarshöllinni eftir að skipt var út tölvum árið 2019.
Bæjarráð samþykkir tilboðið en vekur jafnframt athygli á að væntanlega mun þessi aðgerð hafa áhrif á aðrar fjárfestingar ársins sem þarf þá að skoða vandlega.
15.Heiðmörk 35 íbúð 102 - Kauptilboð og gagntilboð.
2002010
Lagt fram kauptilboð og gagntilboð í Heiðmörk 35 íbúð 102
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til fundar bæjarstjórnar í næstu viku.
16.Drög að jafnréttisáætlun Hveragerðisbæjar.
2002011
Lögð fram drög að jafnréttisáætlun 2020-2024. Áætlunin byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.10/2008. Markmið lagana er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum karla og kvenna og jafna þannig stöðu sem kynjanna á öllum samfélagssviðum.
Bæjarráð samþykkir að vísa jafnréttisáætluninni til næsta fundar bæjarstjórnar til afgreiðslu.
17.Minnisblað frá félagsráðgjafa - Niðurgreiðslur gjalda vegna barna hjá dagforeldrum.
2001017
Í minnisblaðinu er óskað eftir að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækki árið 2020 um 2,5% frá niðurgreiðslunni 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögurnar.
18.Minnisblað frá skrifstofustjóra - Húsaleiga í félagslegu húsnæði.
2001016
Í minnisblaðinu er rætt um að útreikningur á húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði í Hveragerði hefur ekki verið samræmdur hingað til. Lagt er til að notaður verði leigustuðull 5% við útreikning húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur félagsráðgjafa að kynna breytt fyrirkomulag fyrir leigjendum.
19.Verkfundur 14 - Gatnagerð Kambaland frá 15.janúar 2020.
2001022
Lögð fram til kynningar.
20.Fundargerð SASS frá 13.desember 2019.
2002005
Lögð fram til kynningar.
21.Fundargerð SASS frá 17.janúar 2020.
2002008
Lögð fram til kynningar.
22.Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 15.janúar 2020.
2002006
Lögð fram til kynningar.
23.Kynning bæjarstjóra á áætlun vegna umfangsmikilla veikinda í samfélaginu.
2002015
Bæjarstjóri kynnti viðbragðsáætlanir sem unnar hafa verið fyrir Hveragerðisbæ.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Getum við bætt efni síðunnar?