Bæjarráð
Dagskrá
1.Mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá 4. maí 2016.
1605002
Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum fyrir 10. júní um það hvort að styrkur vegna námsupplýsingakerfis hafi verið nýttur til uppfærslu þess.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði að svara erindinu.
2.Innanríkisráðuneytinu frá 10. maí 2016.
1605011
Í bréfinu er kynnt endanleg úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í Grunnskólanum í Hveragerði árið 2016. Framlagið nemur kr. 4.700.000,- og er í fullu samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Lagt fram til kynningar.
3.Velferðarráðuneytinu frá 23. maí 2016.
1605026
Lagður fram tölvupóstur frá Velferðarráðuneytinu þar sem fram kemur að Flóttamannanefnd muni leggja það til við ríkisstjórn að næstu móttökusveitarfélög flóttamanna yrðu Hveragerði, Árborg og Reykjavík. Um yrði að ræða 40 manna hóp frá Sýrlandi sem staðsettur er í Líbanon.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með ákvörðun Flóttamannanefndar og Ríkisstjórnar Íslands. Það verður krefjandi en jafnframt gefandi verkefni að taka á móti hópnum. Bæjarráð gerir ráð fyrir að góð samvinna verði um verkefnið við Sveitarfélagið Árborg m.a. með ráðningu sérstaks verkefnisstjóra. Allt verður gert sem mögulegt er til að taka sem best á móti þessum einstaklingum þannig að þeim geti liðið vel hér og að þeir aðlagist íslensku samfélagi og bæjarlífinu sem best. Rétt er að geta þess að þar mun Rauði krossinn gegna mikilvægu hlutverki.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja verkefninu eftir og kynna framgang þess reglulega fyrir bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja verkefninu eftir og kynna framgang þess reglulega fyrir bæjarráði.
4.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 4. maí 2016.
1605015
Með bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur, stjórnvaldssektir), 670. mál.
Lagt fram til kynningar.
5.Umhverfis- og samgöngunefnd frá 4. maí 2016.
1605016
Með bréfinu er óskað eftur umögn um frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.
Lagt fram til kynningar.
6.Allsherjar- og menntamálanefnd frá 10. maí 2016.
1605017
Með bréfinu er óskað eftir umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál.
Bæjarráð getur ekki að óbreyttu samþykkt að rekstur frístundaheimila verði gerður að skyldu með lögum. Sé það vilji löggjafans verður að ræða með hvaða hætti slíkt verður framkvæmt og þá hvernig ríkisvaldið hefur hugsað sér að koma að fjármögnum þeirrar starfsemi. Þrátt fyrir að sveitarfélög velflest reki í dag frístundaheimili þá er það gert án þess að um lagaskyldu sé að ræða en það er gríðarlegur eðlismunur á þessu tvennu. Boðaðar leiðbeinandi reglur um aðbúnað og aðstöðu þurfa einnig að skoðast með tilliti til þess kostnaðar sem af þeim getur leitt fyrir sveitarfélögin.
7.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. maí 2016.
1605019
Lögð fram skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.
Lagt fram til kynningar.
8.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 2. maí 2016
1605020
Í bréfinu er kynntur nýr starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sem ráðinn hefur verið til að sinna verkefnum á sviði ferðamála og uppbyggingu innviða.
Jafnframt er óskað eftir tilnefningu sveitarfélagsins á tengilið sem taki að sér að safna upplýsingum vegna verkefnins.
Jafnframt er óskað eftir tilnefningu sveitarfélagsins á tengilið sem taki að sér að safna upplýsingum vegna verkefnins.
Lagt fram til kynningar en jafnframt er Davíð Samúelsson skipaður tengiliður við verkefnið.
9.Héraðssambandinu Skarphéðni frá 28. apríl 2016.
1605028
Í bréfinu er óskað eftir að 95. héraðsþing HSK verði haldið í Hveragerði laugardaginn 1. mars 2017 og að bæjarfélagið hafi ákveðna aðkomu að því.
Bæjarráð samþykkir ósk stjórnar HSK en vel fer á því að halda Héraðsþing sambandsins hér á þessum tíma þar sem landsmót 50plús mun fara fram í sveitarfélaginu síðar þetta sama ár.
10.Sýslumanninum á Suðurlandi frá 17. maí 2016.
1605012
Í bréfinu er leitað umsagnar Hveragerðisbæjar vegna óskar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, Skyr hostel að Breiðumörk 25.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda er starfsemi sem þessi í fullu samræmi við gildandi skipulag og fyrri notkun hússins.
11.Sveitarstjóra Grímsness- og Grafningshrepps frá 4. maí 2016.
1605018
Í bréfinu er óskað eftir því að öll sveitarfélög í Árnessýslu tilnefni tvo fulltrúa hvert í nefnd sem skoða muni kosti og galla þess að sameina Árnessýslu í eitt sveitarfélag.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu og að Aldís Hafsteinsdóttir og Njörður Sigurðsson verði fulltrúar Hveragerðisbæjar í nefndinni. Til vara verði forseti bæjarstjórnar.
12.Orlofi húsmæðra Árnes- og Rangárvallasýslu 2016
1605005
Í bréfinu eru lagðar fram skýrslur um starfsemi Orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu ásamt reikningum ársins 2015.
Bæjarráð þakkar orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna. Um leið er ekki annað hægt en að ítreka fyrri bókanir bæjarráðs um þá undarlegu tímaskekkju sem orlofsferðir sem þessar eru. Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg en slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar.
13.Íbúum við Dynskóga 12, 14 og Varmahlíð 2.
1605014
Í bréfinu er óskað eftir að íbúunum verði úthlutað óbyggðri lóð, milli Dynskóga, Varmahlíðar og Laufskóga sem liggur að lóðamörkum þeirra.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.
14.Háskólafélagi Suðurlands frá 23. maí 2016.
1605024
Í bréfinu er boðað til aðalfundar Háskólafélags Suðurlands ehf þann 1. júní n.k.
Lagt fram til kynningar
15.Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun frá Grunnskólanum í Hveragerði
1605025
Lögð fram ósk um viðauka við fjárhagsáætlun frá skólastjóra grunnskólans vegna veikindaforfalla starfsmanna og vanáætlunar í fjárhagsáætun. Vegna þessa er óskað eftir aukningu um 8,6 mkr á launalið fjárhagsáætlunar ársins 2016.
Bæjarráð samþykkir viðaukann sem mætt verður með framlagi af lið 21-01-9980, "Til síðari ráðstöfunar v. starfsmanna".
16.Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2016.
1605003
Lögð fram fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
17.Héraðsnefnd Árnesinga frá 27. apríl 2016.
1605027
Lögð fram fundargerð 8. fundar Héraðsnefndar Árnesinga b.s.
Lögð fram til kynningar.
18.Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga frá 6. maí 2016.
1605021
Lögð fram fundargerð 508. fundar stjórnar SASS.
Lagt fram til kynningar
19.Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá 20. apríl 2016.
1605023
Lögð fram fundargerð 171. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.
20.Sorpstöð Suðurlands frá 25. apríl 2016.
1605022
Lögð fram fundargerð 246. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:03.
Getum við bætt efni síðunnar?
Hér var gengið til dagskrár.